Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1996, Blaðsíða 13
mun Reunion sjálfkrafa opna Staðreyndagluggann um barnið (sama gluggann og opnaðist þegar staðreyndirnar um sjálfa(n) þig og maka þinn voru færðar inn). Færið inn upplýsingarnar á sama hátt og áður var gert. Nöfn allra barna skulu skráð eins og gert var við skírn. Skráið eins miklar upplýsingar og hægt er á Staðreyndagluggann. Munið að ávallt er hægt að bæta við eða breyta síðar. Að þessu loknu skal smella á Vista eða ýta á Enter. Reunion býr sjálfkrafa til nýjan barnahnapp sem birtist í neðsta hluta fjölskylduspjaldsins á skjáglugganum. Stúlkur fá rennda hnappa, drengir fá kantaða hnappa. Sé smellt á barnahnapp birtist eigið fjölskylduspjald barnsins. Á fjölskylduspjaldi barns sjást nöfn foreldra þess á hnöppum ofan við nafn barnsins. Sé smellt á annan hvorn þessara hnappa birtist foreldraspjaldið. Fjölskylduspjaldið Þetta forrit er hannað þannig að hver einstaklingur birtist sem eiginmaður eða eiginkona á miðju fjölskylduspjaldinu - jafnvel þótt hún eða hann sé ekki gift(ur). Einhverjum kann að þykja undarlegt að nota fjölskylduspjald fyrir barn sem er aðeins tveggja ára gamalt, en reynum að líta á spjaldið sem framtíðarfj ölsky ldu spj ald. Um síðir er 1 íklegt að þetta barn giftist og þá er hentugt að hafa þetta spjald til að bæta við upplýsingum á. Munum að hver einstaklingur mun birtast sem eiginmaður eða eiginkona á sínu eigin fjölskylduspjaldi hvort sem hann eða hún er ógift. Ljúkum skráningu barna Til að skrá næsta barn veljum við Sonur eða Dóttir undir Skrásetja og endurtökum það sem áður var gert. Þannig er haldið áfram uns öll börn og/eða stjúpbörn (og/eða ættleidd) eru skráð. Þegar hér er komið er upplagt að æfa sig í því að smella á hina ýmsu hnappa til þess að sjá hvað birtist. Það er auðvelt er að flytja sig á augabragði á milli einstaklinga og fjölskyldna. Nafnalisti Smellið á Nafnalista-hnappinn - fremsta hnappinn á hnappabrettinu. Nú opnast Nafnalista-glugginn með öllum skráðum nöfnum í stafrófsröð. Tvísmellið beint á nafn ykkar á listanum og Reunion sýnir strax fjölskylduspjaldið ykkar. Hægt er að skoða nafnalistann hvenær sem er og þannig er t.d. fljótlegt að sjá hvar einstaklingar eru í fjölskylduskránni. Sjá nánar um Nafnalistann í 16. kafla. Dagatal Smellið á Dagatöl-hnappinn (þriðji hnappurinn á hnappabrettinu). Dagatals-gluggi opnast. Smellið á Dagrétta-hnappinn. Til að breyta mánuðum er smellt á Mánaðarlega- hnappinn og mánuður valinn af seðlinum sem sést til hægri við gluggann. Ef mann langar að sjá afmælisdag allra skal smellt á Allir mánuðir eða 1 tímaröð- hnappinn. Til að sjá nýtt dagatal skal aftur srnellt á Dagrétta. Nafn okkar ætti að sjást á dagatali fæðingarmánaðar okkar. Tvísmellið beint á nafnið á dagatalinu og Reunion setur fjölskylduspjald ykkar á skjáinn. Hægt er að skoða dagatöl hvenær sem er. Fleiri upplýsingar er að finna í 18. kafla. Á hvaða vikudegi fæddist þú? Hafið fjölskylduspjald ykkar á skjánum og veljið Aldur undir Utbúa. I glugga sést á hvaða vikudegi maðurfæddist ásamt giftingardegi. Þarnasésteinnig nákvæmlega h ve lengi maður hefur lifað og hve lengi maður hefur verið gift(ur). Þarna má einnig sjá hve ung(ur) maður giftist. Þegar horft hefur verið nógu lengi á Aldurs-gluggann er smellt á Hætt við. Aldurs-glugginn er frekar útskýrður í 19. kafla. 7. skref: Klifrað í (ættar)trénu Skráining upplýsinga um foreldra Til að skrá upplýsingar um foreldra manns skal smella þannig að fjölskylduspjald manns sjáist og velja síðan Foreldrar eiginmanns (eða Foreldrar eiginkonu) undir Skrásetja. Enn einu sinni þarf Reunion að fá að vita hvort ætlunin sé að bæta við nýju fjölskylduspjaldi vegna foreldra manns eða hvort þeir hafi þegar verið skráðir í fjölskylduskrána. Þar eð foreldrar okkar hafa ekki þegar verið skráðir smellum við á Bæta við en það segir Reunion að búa til nýtt fjölskylduspjald handa foreldrum okkar. Við hugsum okkur þetta nýja fjölskylduspjald sem aðra nána fjölskyldu - á þessu fjölskylduspjaldi birtist nafn okkar á barnahnappi. Á nýja fjölskylduspjaldinu eru í fyrstu engin nöfn og við byrjum á að velja Eiginmaður (eða Eiginkona) undirSkrásetja. Þettaverðurþeirrafjölskylduspjald. Næst skráum við börn þeirra (okkur sjálf, systkini okkar) eins og við gerðum þegar við skráðum okkar eigin börn. Að þessu loknu smellum við til þess að sjáokkar eigið fjölskylduspjald og búum til nýtt fjölskylduspjald fyrir foreldra maka okkar - nú veljum við Foreldrar eiginkonu (eðaForeldrareiginmanns)undirSkrásetja og fyllum út á líkan hátt og áður hefur verið gert. Út frá þessum spjöldum væri svo hægt að halda áfram með mága, mágkonur og svo framvegis. Ef þörf er á endurröðun barna á fjölskylduspjaldi má velja Börn undir Sýsl (sjá annars 10. kafla). 13

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.