Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1998, Blaðsíða 10
heimilisfast fólk og gestir verið skráð (bls. 43). Hver sem orsökin er þá er víst að stundum var fólk tvítalið eins og útgáfan á manntalinu 1703 sýndi og dæmi úr seinni manntölum sanna (sjá t.d. manntalið 1845, Vesturamt, bls. 251 og 253 (Þorleif Ólafsson Thorlacius)). Hins verður að segja að sú regla að skrá viðstaddan mannfjölda hafi verið heldur óáreiðanlegri vegna þess að þeir sem voru á ferðalögum eða staddir erlendis féllu undan. Ef manntal var ekki tekið alls staðar á landinu sama dag var að sjálfsögðu hætt við að þeir sem eru á ferðalögum féllu óvart út af manntalslistum og það mun líklega hafa gerst nokkuð á árunum 1870-1910. Sömuleiðis féllu þeir undan sem voru staddir erlendis. Þetta hafa trúlega verið höfúðástæðurnar fyrir því að horfið var til fyrri reglu frá og með 1920. Val á manntalsdegi á árinu Meðan farið var eftir þeirri reglu að skrá heimilisfasta en ekki viðstadda (1801-1860) skipti manntalsdagurinn ekki svo ýkja miklu máli. En eftir að þessu var breytt 1870 og farið að skrá viðstadda en ekki heimilisfasta á hverjum stað þá var mikið undir því komið að manntalsdagurinn væri vel valinn, þ.e. að sem flestir væru heima við þegar talningin var framkvæmd. Arið 1870 var manntalsdagurinn 1. október og svo var einnig árið 1880. Við næsta manntal, 1890, var þessu breytt og miðað við 1. nóvember. Astæðan var sú að svo margir þóttu vera að heiman fyrri hluta október vegna t.d. „haustkauptíðar, gangna, fjármarkaða og haustvertíðar“. Þess vegna var talið að manntölin yrðu áreiðanlegri ef þau væru tekin svolítið síðar á árinu auk þess sem framkvæmdin yrði auðveldari (Stjórnartíóindi 1893 C, bls. 41). Af þessu má draga þá ályktun að á árunum 1870 og 1880 hafi heimtur eitthvað verið slakar en óvíst er hvort eða hversu mikið þær bötnuðu þótt manntalsdagurinn væri mánuði seinna 1890-1901 og honum væri aftur seinkað um mánuð árið 1910(1. desember). Um leið farið var að skrá viðstadda en ekki heimilisfasta varð mikilvægara að talning á landinu væri framkvæmd á sama tíma, helst sama degi. Sennilegt er því að þegar árið 1870 eða fljótlega við næstu manntöl hafí talningardagur eða -dagar og manntalsdagur fallið nokkurn veginn saman. Um leið hefúr horfið sá skekkjuvaldur sem til staðar var í eldri manntölunum. Niðurstað Af öllum aðalmanntölum 1801-1910 verður að nota þau frá 1801 og 1870- 1910 með nokkurri aðgæslu. Um manntalið 1801 er það að segja að þar geta ýmiss konar skekkjur verið á ferðinni eins og athuganir Sigurjóns Páls Isakssonar og Friðriks Kjarvals sýna. Af hinum aðalmanntölunum verða þau frá 1870-80 að teljast einna varasömust en ekki er þó víst hve mikið betri manntölin 1890-1910 eru. Ólíkt manntalinu 1801 er skekkjan í þessum manntölum fyrst og fremst af einni rót, nefnilega þeirri að ýmsir hafa fallið undan vegna þess að þeir voru á ferðalögum eða erlendis. Aðrar upplýsingar ættu að vera alláreiðanlegar. Af öllu þessu er auðséð að aðalmanntölin eru ekki öll þar sem þau eru séð. Kannski vita flestir í Ættfræðifélaginu að þeim má aldrei fúlltreysta en ég hef grun um að ýmsir í minni stétt, þ.e.a.s. sagnfræðingar, séu dálítið grandalausir gagnvart þeim og hætti til að oftreysta þeim. Það breytir því ekki að aðalmanntölin eru ómetanleg og við komumst aldrei hjá því að nota þau. En þá er líka ágætt að hafa þessa hugsanlegu skekkjuvalda í huga. 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.