Laugardagsblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 2

Laugardagsblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 2
2 LA UGARDAGSBLAÐIÐ Laugardagut 2. október 1954 Dilkar rnuna rýrari en í fyrra. Byggingaframkvæmdir eru tals- verðar í sveitinni a. xn. k. 4 íbúð- arhús í smíðum á Grenivík og 1 að Hvammi, auk þess sem nokkr- ir bændur eru með fjárhús og fjós í smíðum. Afli lélegur, þá gefið hefir á sjó. Úr Köldukinn Hér er velrailegt yfir að líta, alhvitr at snjó, svo iangt sem auga eyg.r, og korust tros.ió upp í ii stig sioastlióna mánuaagsnótt. bioan anó Í9i7 hetir aldrei kom- ió slikt trost í sep.embermánuöi. biatraö er i iiaust um 2 þus. fjár ur iS.innardeild veslan bkjall- andalijóls, og ier siátrunin iiam að Uteigsstöóum vegna smithætlu ai garnaveiki, sem grunur leikur á aó sé í ié á þessu svæði. Slátrun veröur iokiö nú um helgina. l’éö frentur rýrt. Mestur kjöiþungi d.ika cr 24, kg.: írá Geirbjainar- s.ööum og Garöshorni. Viða cru hey úti á engjum og fyrri siátlar taða á tveim bæjum. Víðast er ótekið upp úr görðum. Heyskapur þó yirrleitt góður vegna góðrar sprellu. A nokkrum bæjum er unnið að byggingu á peningshúsum. Nýbýlahverfi í Köidukinn. í sumar hefir verið unnið að byggingu tveggja íbúðarhúsa í nýbýlahverfi, sem Landnám rík- isins hefir efnt til í landi Fremsta- fells og Landamóts í Köldukinn. Þessir tveir fyrstu landnemar hverfisins eru Sigurður Jóhanns- son frá Arnstapa í Ljósavatns- skarði og Haraldur Sigurðsson úr Eiðaþinghá. Úr Bórðardal í hretinu um síðustu helgi komst frostið í 15 stig í fremri hluta Bárðardals. Gerði þar þá allmikinn snjó. Voru sumstaðar allt að meters djúpir skaflar. Á nokkrum stöðum cru hcy ennþá úti, en ekki mikil. Víðast er búið að laka upp úr görðum, enda ekki um mikla jarðeplarækt að ræða. Sauðfjárslátrun er hafin, og er slátrað á 3 slöðum: Húsavík, Svalbarðseyri og Akureyri. Eru dilkar fremur lélegir. Byggingaframkvæmdir eru nokkrar, m. a. tvö íbúðarhús í smíðum, þar af annað þeirra á nýbýli. Einnig nokkur penings- hús. Fró Húsavík Slátrun hjá Kaupfélagi Þing- eyinga hófst 16. september og verður lokið 6. október. Slátr- að hefir verið 14 þús. fjár, en í allt mun verða fargað um 21 þúsund. Meðalvigt nú tæpl. 13‘4 kg., eða um 2 kg. lægri en venju- lega áður. Vcgna ótíðarinnar og ótla bænda við að ná ekki heyj- um, sem úti eru. hefir að undan- förnu verið slátrað um 200 flcira fjár daglega en ákveðið hafði verið. Hey eru mjög víða úti enn. Tekjumissir vegna hins rýra slát- urfjár nemur óhemju upphæð í sýsiunni. Enginn fiskafli er um þessar mundir vegna ógæfta, en var á- gætur í sumar. Saltað hefir verið í ca. 5 þúsund lunnur á 5 söltun- arstöðvum. Byggingaframkvæmdir eru hér n°kkrar. 10 íbúðarhús eru í smíð- um, og lokið mun verða við bygg- ingu póst- og slmahússins uin áramót og byggingu Kaupfélags Þingeyinga oian á mjólkurs'.öð sína. Félagið cpnar nýja verzlun- ardedd um helgina. Verður það skó- og faladeiid í sambandi við vefnaðarvöruverzlun félagsins, og er á II. hæð i hinu nýja verzlun- arhúsi þess. í undirbúningi er bygging nýs barnaskólahús3. Úr Flatey Flugvallargerðin hófst hér 20. júní s. I. með einni jarðýtu og Fordson traktor. Unnið var í vöktum allan sólarhringinn, með- an birta leyfði, og lauk verk- inu um mánaðamótin ágúst-sept- ember. Verkstjóri við flugvöllinn var Jón Jónsson frá Einarsstöðum. Mjög sæmilegt var að vinna þarna, en talsvert þurfti að færa til á norðurhluta vallarins. Alls verður brautin röskir 900 mtr. á lengd og 40 mtr. á breidd, og er á svokölluðum Kirkju- bökkum. Sáð verður í brautina grasfræi snemma næsta vor og hún girt. Teikningar allar annaðist Gunn- ar Steinsen verkfræðingur, sonur Steins Steinsen bæjarstjóra, en hann er nú starfsmaður Flug- málastj órnarinnar. Ótíð hefir verið hér allan sept- embermánuð og mjög lítið hægt að stunda sjó. Frá 20. sept. hefir snjóað. Afli þá í meðallagi á handfærabáta en lélegur á línu. Byggingaframkvæmdir litlar, en lokið við smíði tveggja íbúðar- húsa, er byrjað var á í fyrra. Óvenjulega mikið hefir verið um jarðræktarframkvæmdir í sumar, sem er að þakka hinum nýju jarðvin.nslutækjum, cr unnu við flugvöllinn, en bændur hér fengu leigð að þeirri vinnu lok- inni. Hafa verið brotnar og full- unnar 30 dagsláttur. Þá var einn- 'g unnið lítilsháttar við ræktunar- veg eyjarinnar. Heyskapur gekk illa vegna ó- þurrka. Jarðeplaspretta í görðum víðast í betra lagi. ___*____ Hiismæðraskólinn á Laugalandi Húsmæðraskólinn á Laugalandi í Eyjafirði var settur 19. septem- ber. í skólanum verða 33 nemar úr öllum landsfjórðungum í vet- ur. Kennarar eru fjórir. í sumar var unnið við að húða skólahús- ið utan með marmara og silfur- bergi, en verkinu hefir enn ekki verið lokið vegna ólíðar. Nýlálin er í Ólafsfirði Hall- dóra Þorsteinsdóttir frá Lyng- holti, 73 ára gömul. NYKOMIÐ: Prjónasilki í kjóla Regnkópusatín Loðkrcgaefni Gaberineefni Bómuliargaberdine Karlmannaskyrtur Nærföt Sokkar Treflar Regnkópur * Kvenpeysur Nylonundirkjólar Nylonblússur Nylonsokkar Undirföt Vettlingar Innkaupatöskur * Barnakjólar úr nylon Bangsabuxur Barnanóttföt Barnasokkar Barnaregnkópur Leistar * EDDA h.f. Hafnars'ræti 96, Akureyri. Alls konar BÚTAR: Strigabútar Fóðurbútar Silkibútar Prjónasilkibútar Taftbútar Satinbútar Everglazebútar. EDDA h.f. Hafnarstræti 96, Akureyri. íslenzkt prentaratal 1540-1950. Nýlega er komið út íslenzkt prentaratal frá því er prentlist hófst á íslandi árið 1540 og til ársins 1950. Er bók þessi í stóru broti, hált á annað hundrað b]að- síður og með mörg hundruð myndum. Prentuð er hún á góð- an myndapappir. Þetta er bók, sem er kærkomin öllum þeim, sem ættfræði unna. Bókin er ekki seld í bókaverzl- unum, cn fæst hjá Hinu íslenzka prentarafélagi, Reykjavík. Á Akureyri geta þeir, sem óska eftir að kaupa bókina, snúið sér til Kára Sigurjónssonar, prentara, Sólvöllum 1. Sími 1535. Styðjið sjúka til sjálfsbjarg'ar! Kaupið barnaleikföngin fró Reykjalundi. Bókaverzl. EDDA h.f. Akureyri. — Sími 1334. ShélalMekurnflr fóst hjó okkur. Bókaverzl. EDDA h.f. Akureyri. — Sími 1334. *^^^©©©©©©©©©ö©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©^©4 &0^ft^Sigc^s,s^s^glg^g^g©©©©©©a©©©©©©©©©©©©©©©©<1 Þjoðsög:ur Jóns Arnasonar Ný og glæsileg útgáfa Tvö stór bindi ca. 1300—1400 blaðsíður. Verð í vönduðu skinnbandi kr. 450.00. Heft kr. 375 00. Greiðsluskilmólar: Við pöntun kr. 50.00, síðan kr. 50 00 hinn 5. hvers mónaðar, unz greiðslu er lokið. Útgáfa þessi er gerð eftir frumhandritum Jóns Árna- sonar. Er þar bætt inn í mjög miklu af nöfnum heim- ildarmanna og þeirra, er koma við sögu. Einnig aukið við köflum, er sleppt var í fyrri prentunum. Til útgáf- unnar er vandað á allan hátt og pappír og prentun 1. flokks. Bjarni Vilhjálmsson og Árni Böðvarsson nor- rænufræðingar, búa þjóðsögurnar til prentunar. Þjóðsögur Jóns Árnasonar eru eitt af öndvegisritum ís- Iendinga og ættu að vera til á hverju heimili. í engri annarri bók á íslenzku er betur hægt að kynnast trú og siðum þjóðarinnar á liðnum öldum. Til að auðvelda sem flestum að eignast þetta stórmerka rit, hafa útgefendurnir ákveðið að selja þjóðsögurnar með hinum hagkvæmu greiðsluskilmálum. Aðalumboð á VestuT-, Norður- og Austurlandi er: Bókaverzl. EDDA h.f. ÁRNI BJARNARSON símar 1334 og 1548. - Auglýsið í Laugardagsblaðinu -

x

Laugardagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.