Laugardagsblaðið - 08.10.1955, Qupperneq 7

Laugardagsblaðið - 08.10.1955, Qupperneq 7
Laugardaginn 8. október 1955 LA VGARDA GSBLAÐIÐ 7 DOROTHY CARTER: Barbara Astarsaga. Frú Farson brosti ánægjulega, er hún vaknaði morgun einn og sá, að vorið var komið. Vorið flutti með sér fegurð, yndisleik og óeirð. Þótt frú Farson væri ekki ung, þótli henni sem hjarta sitt mundi hresta af fögnuði yfir komu vorsins. Hún trúði á töframátt vorsins yfir hjörtum manna. Hún var viss um, að vorið var sá tími ársins, er ástin dafnaði bezt. Frú Farson hafði kynnzt manni sínum fagran og ógleym- anlegan vordag. Hún leit á rúmið, sem bóndi hennar svaf í. Hann svaf vært, og frúin andvarpaði af ánægju. Hún hugs- aði um það, hve heppin hún hafði verið, að eignast svo fríð- an, föngulegan og góðan eiginmann og maður hennar var. „Góði guð, láttu Barbara verða eins hamingjusama og ég hefi verið,“ hvíslaði frú Farson. Bænir hennar voru stuttar, og oftast viðvíkjandi því, að Barbara fengi góða giftingu svo fljótt sem mögulegt væri. Barhara var tuttugu og fjög- urra ára. Samkvæmt áliti frúarinnar hefði unga stúlkan átt að vera gift fyrir þrem árum. Það var ekki frú Farson að kenna, að Barhara var ógift. Frúin hafði haldið óteljandi gildi eða heimboð og kynnst fjölda mæðra, sem áttu full- vaxna syni, sem samboðnir voru dóttur hennar. Hún hafði lagt það á sig að spila bridge við frúrnar, þótt henni leiddist það spil, og brosað og verið glöð við gestina ■— allt í þeim tilgangi að Barbara næði í gott mannsefni. En þetta hafði engan árangur borið. Einungis einn biðill hafði gefið sig fram. Barbara neitaði bónorði hans, og sagði móður sinni ekki frá þessu fyrr en að mörgum vikum liðn- um. Frú Farson varð mikið um þessa frétt og sagði: „Góða Barbara. Hvers vegna neitaðirðu bónorðinu? Hann er fríð- ur og yndislegur, af góðu fólki og —.“ Barbara hafði horft kuldalega á móður sína og sagt: „Ég var ekki ástfangin, mamma.“ En frúin var ekki úrkula vonar. Ekki var enn orðið of seint fyrir dóttur hennar að giftast. Vorið var komið, og með komu vorsins færast vonirnar í aukana. Fjölskyldan hugðist fara innan skamms í ferðalag — leyfi — og búa á fyrsta flokks gistihúsi. Þar mundi vera hægt að finna mann, sem hæfði Barböru. Ungan mann, sem félli fyrir yndisleik hennar og glæsileika. Á meðan frú Farson lá í rúminu, hugsaði hún um klæðn- að þann, er Barbara skyldi hafa með sér. Auðvitað varð hún að hafa með sér nýja, hvíta kvöldkjólinn. Ef til vill þann bláa einnig. Frú Farson heyrði, að skúffa var dregin út í herberginu við hliðina á svefnherbergi hjónanna. Barbara var vöknuð. Ég ætla þegar að fara til hennar og spyrja hana um þetta, hugsaði frúin. Barbara sat við snyrtiborðið og burstaði hárið. Hún leit ekki upp, er móðir hennar kom inn í herbergið. „Góðan daginn,“ sagði frú Farson fjörlega. „Ég hefi hugsað um, hvaða fatnað þú ættir að hafa með í leyfið, Barbara. Viltu ekki fara með bláa samkvæmiskjólinn? Hann er indæll, þótt hann sé tveggja ára. Ef til vill ættirðu að fá nýjan kjól.“ Barbara svaraði: „Ég hef engan síðan kjól með mér, mamma. Við þekkjum engan þar, sem við ætlum að dvelja og mun ég því ekki dansa.“ „Hvað er að heyra þetta, Barbara. Þannig máttu ekki tala. Við kynnumst einhverjum gestanna innan skamms. Við dveljum þarna tíu daga. Þú, sem ert sæt og fríð stúlka — og nú er vor, — verður ekki eina sekúndu alein.“ Frú Farson reyndi til þess að vera létt í máli — glaðleg. En raddblærinn gaf til kynna, að hún væri all-óþolinmóð. Barbara hafði ekki verið góð viðfangs upp á síðkastið. Klœðið landið shóai Blaðið vill vekja athygli á hinu glacs'lega happdræt.i Land græðslusjóðs, en vinningurinn er Mercedes-Benz fólksbifre.ð, gerð 220. Gefnir verða aðeins út 6000 niðar og dregið 1. vetrardag, 22. kt. M'ðarnir eru *il sölu hjá j ó n Skógræk'aríélags Éyfirð- Trðinga, í bókaverzlunum bæjar- ns og bifrecðaafgreiðslum. Styðjið slarfsemi Landgræðslu- 3'óðs, með því að kaupa miða í happdræt'inu. m JERSEY-KJÓLAR KVÖLDKJÓLAR — mikið úrval — Nýjasta tízka. Markaðurinn Geislagötu 5. -— Sími 1261 Dr. Halldór Halldórsson \ý kennslubók í stafsetningn Komin er út ný kennslubók í selningafræði og greinarmerkja- skipun eftir dr. Halldór Halldórs- son, dósent. Utgefandi er bóka- forlag Odds Björnssonar, Akur- eyri. í formála segir dr. Halldór, að bókinni sé æ'lað það hlutverk að vera kennslubók í framhaldsskól- um, einkum gagnfræðaskólum, og er efni hennar sniðið eftir þeim kröfum, sem gerðar hafa verið til landsprófs, og er þó að Dóttirin slengdi hárinu aflur yfir höfuðið, og móðirin sá skyndilega, hve föl Barbara var. Hún hafði dökka bauga undir augunum. Frú Farson mælti: „Kæra Barbara. Hefirðu sofið lítið? Er ekki bezt að sækja lækni?“ Hún aðgætti betur andlit dótturinnar í speglinum. Það bar vott um þögla sorg og svefnlitlar nætur. Augun voru undarleg. Þau virtust benda til þess, að Barbara hefði orð- ð fyrir einhverri reynslu, sem móður hennar var ókunnugt um. Frúnni varð ljóst, að dótturinni leið ekki vel. Hún mælti: „Vertu ekki hnuggin, góða mín. Ég veit að þú ert þreytt af ^ð bíða eftir því, að hinn rétti komi fram á sjónarsviðið. En hann mun koma einn góðan veðurdag. Það er fjöldi rngra stúlkna, sem ekki giftist fyrr en þær eru komnar und- ir þrítugt.“ „Þegiðu, mamma.“ Rödd Barböru var kuldaleg. „Er ekki óviðkunnanlegt að fara að tala um hinn „rétta“, þeg- ar við erum nývaknaðar?“ Frú Farson varð dálítið gremjuleg á svipinn. Hún sagði: „Þú vekur föður þinn, ef þú æpir þannig.“ Að svo mæltu fór hún aftur til hjónaherbergisins og hélt áfram að hugsa um kjóla Barböru. auki nokkurt efni, sem ekki hefur verið kennt til þess prófs. Að undanförnu hefur setninga- fræði dr. Björns Guðfinnssonar verið aðal-kennslubók í þessari grein í f.amhaldsskólum. í hinni nýju bók eru ýmis atriði 'ekin öðrum tökum en í eldri bókum. Aherzla er lögð á merkingu setn- inga og selningahluta, en formið ekki gert aðalatriði. Reyn’ er að samræma merkingu og form svo að vel fari, og gera fræðin auð- skiljanleg og aðgengileg. Mun fleiri verkefni eru í hinni nýju bók en í eldri kennslubókum, til þæginda fyrir kennara og nem- endur. Bókin er 112 blaðsíður, í snotru bandi, prentuð í Prent- verki Odds Björnssonar h.f., Ak- ureyri. »llppskera ótlans« Leikrit eflir Sigurð Róbertsson Sigurður Róbertsson „Uppshera óttans,“ heitir nýtt leikrit eftir Sigurð Róber'sson rithöfund frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Er það rúmar 100 bls. og kemur út í haust, á vegum bókaútgáfu Heimskringlu. Þetta er nútímaleikrit, sem fjall- ar um vandamál líðandi stundar. Vðalleikendur eru 10. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Hólar 'r.f. í Reykjavík. Áður hefir kom- ð út efleir sama höfund leikritið Maðurinn og húsið, auk 5 ann- arra bóka, smásagna og skáld- sagna. Þá á Sigurður fullgerða skáldsögu, sem kemur út á næsta ári. Kennslubók í landaf æöi Vorið var indælt — sólríkt, blítt og fagurt. Hitinn var svo mikill, að hægt var að sitja úti. Frú Farson lá aftur á bak í sambrotsstólnum og talaði við bónda sinn. Hún mælti: „Mér virðist hér margt indælla karla og kvenna. Hvað segirðu um það, Georg? Fjölskyld- an, sem situr í nánd við okkur í borðsalnum er mjög aðlað- andi. Eldri sonurinn er mjög fríður og hefir góða manna- siði.“ Hún leit í laumi til Barböru, sem sat ekki alveg hjá þeim. „Ég vildi gjarnan kynnast þessari fjölskyldu.“ Herra Farson var að lesa í blaði. Hann leit upp og sagði rólega: „Ég hefi hitt fjölskylduföðurinn. Hann heitir Te- ment. Við töluðum saman við vínborðið í gærkveldi. Dálít- ið hégómlegur maður. Tekur sjálfan sig mjög hátíðlega.“ „Ágætt, Georg,“ sagði frú Farson hrifin. „Álíturðu, að við getum boðið þeim að drekka með okkur kaffi í kvöld að loknum miðdegisverði?“ Barbara lokaði augunum og reyndi til þess að loka sál- inni fyrir orðum móður sinnar. Hún var þreytt og veik af öllum þessum brellum, sem móðir hennar viðhafði til þess að gefa dótturinni tækifæri til að kynnast ungum mönnum. Nýkomin er út kennslubók í landafræði handa framhaldsskól- um, eftir þá Ástvald Eydal og Steindór Steindórsson, í þremur köflum, alls 258 blaðsíður, prýdd mörgurn myndum. Landafræði þessi er byggð á nýjustu opinber- um skýrslum. Við fljótan yfir- lestur, virðist sem meiri áherzla sé lögð á frásögu um atvinnuvegi og náttúrufar landanna, en áður hefir tíðkast. Bókin er skemmti- lega skrifuð og ætti því að verða auðlærð þeim, sem hana eiga að nota, enda höfundarnir báðir þaulreyndir kennarar. Frágangur bókarinnar er allur hinn snyrtilegasti. Er hún prent- uð í Prentverki Odds Björnsson- ar, en útgefandinn er Þorsteinn M. Jónsson. ____*____

x

Laugardagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.