Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 37

Andvari - 01.06.2011, Page 37
andvari JAKOB BENEDIKTSSON 35 Arngrímur hafði að segja lesendum sínum og hversu vel honum tókst að ná settu marki, hins vegar að varpa ljósi á heimildir Arngríms og þá þekkingu sem hann hafði á íslenskum fornbókmenntum. Einar Olafur Sveinsson skrifaði ritdóm í Skírni um doktorsritgerðina og komst svo að orði um Jakob og verk hans: Vinnubrögð hans eru alveg dæmalaust skemmtileg, vísindaaðferðin örugg og markviss. Hann forðast ekki neitt vandamál, sem á veginum verður, heldur reynir að ráða fram úr þeim. Ástríða hans er að komast að sanni, hitt er honum sama, hvor kostur af tveimur er réttari. Hann vegur möguleikana hverju sinni af hófsemi og með dómgreind, og hann reynir að glöggva sig á, hvað unnt er að vita og hvað ekki. Þar til kemur svo þekking hans, sem mikil er orðin, og óþrjótandi elja.43 Um mikilvægi rannsóknar Jakobs skrifaði Sverrir Tómasson miðalda- fræðingur: „Fyrir sögu íslenskra handrita er heimildakönnun Jakobs á verkum Arngríms ómetanleg; sakir hennar er því unnt að rekja feril allnokkurra handrita aftur á 16. öld.“44 Á þeim árum sem Jakob vann að Arngrími og verkum hans skrifaði hann grein í Afmœliskveöju til Alexanders Jóhannessonarum þátt Arngríms í málhreinsun og benti á að Arngrímur hefði fyrstur manna boðað íslenska málhreinsunarstefnu á prenti. Því til sönnunar rakti Jakob annars vegar dæmi úr Saltaranum, sem fengin voru úr Bœnabók Musculi sem prentuð var á Hólum 1611, og hins vegar úr sérútgáfu á híýja testamentinu frá 1609. Vitað er að Arngrímur þýddi bænabókina en Jakob leiðir að því líkur að Arngrímur hafi einnig gert breytingar á texta Nýja testamentisins. Þær beri sömu einkenni og breytingarnar á sálmaágripinu. Þótt breytingar Arngríms hafi ekki haft sýnileg áhrif á næstu útgáfur Biblíunnar er viðleitni hans merkileg og rannsókn Jakobs afar áhuga- verð. Að fleiri ritum kom Jakob á næstu árum. Með Jóni Helgasyni gaf hann út Hákonar sögu ívarssonar 1952 og rit um Skagafjarðarsýslu 1954 ásamt Pálma Hannessyni í röðinni Sýslu- og sóknarlýsingar Hins lslenzka bókmenntafélags. Arið 1958 gaf Jakob út Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá, svo nefnda Skarösárbók. Hann kynnti sér uppskriftir Björns á Landnámu Vjð rannsóknir sínar á Arngrími Jónssyni og sýndi fram á að Arngrímur hefði notað uppskrift Björns þegar hann lauk við ritið Specimen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.