Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 22
Landbúnaður Lífræn framleiðsla - nýbreytni á matvælamarkaðinum Lífræn framleiðsla er tiltölulega ný hér á landi. Upp á síðkastið hafa neytendur átt þess kost að kaupa í nokkrum mæli ferskar ís- lenskar afurðir sem framleiddar eru með lífrænum aðferðum. Þessi nýbreytni hefur hlotið góðar viðtök- ur. Þótt of snemmt sé að fullyrða um framtíð slíkrar framleiðslu benda fyrstu viðbrögð markaðarins til þess að íslenskir framleið- endur eigi þrált fyrir samdrátt og erlenda samkeppni möguleika á markaðnum með því að leggja aukna áherslu á gæði og hreinleika vörunnar. í nágrannalöndum okkar er lífræn framleiðsla í mikilli sókn og vex eftirspurn eftir afurðunum víða hraðar en svo að bændur hafi við að fram- leiða. Hvað er lífræn framleiðsla? Það eru ekki aðeins vörugæðin sjálf, þ.e. heilnæmi og næringargildi afurðanna, sem einkenna lífræna framleiðslu, heldur ekki síður þær aðferðir sem hún byggist á. Með þeim eru teknir upp framleiðsluhætt- ir hreinleika og umhverfisverndar. I hefð- bundnum búskap er notaður tilbúinn áburður, lyf og eiturefni sem valda ekki aðeins mengun á því sem verið er að rækta, heldur líka á andrúmslofti, jarð- vegi, grunnvatni og hafsvæðum. I lífrænni ræktun er notkun tilbúins áburðar og eit- urefna bönnuð og lyf eru einungis leyfð í neyðartilvikum. Heilbrigður og ómengaður jarðvegur er undirstaða lífrænnar framleiðslu. Allt kapp er lagt á að vernda hið fjölþætta líf- ríki gróðurmoldarinnar til þess að hún skili nytjaplöntum bestu næringu sem völ er á. Þetta er m.a. gert með skiptiræktun, ræktun jurta sem vinna köfnunarefni úr loftinu, notkun lífrænna áburðarefna, jarð- gerð, skjólbeltum og stjómun beitarálags. Beitt er lífrænum vörnum gegn illgresi, skordýmm og sjúkdómum, og búfé fóðrað á lífrænt ræktuðu fóðri. Sérstakar ráðstaf- anir em gerðar til að halda lífrænum af- urðum frá annarri vöm í geymslu, flutn- ingi og vinnslu. I sumum tilvikum, t.d. í mjólkurvinnslu, þarf sérstök tæki til vinnslu á lífrænum afurðum. Alþjóölegar reglur og vottun Það er vel þekkt aðferð framleiðenda að reyna að láta líta svo út sem framleiðslan sé í sátt við umhverfið vegna þess að minna sé notað af eiturefnum og skaðleg- um aðferðum en lög og reglur heimila. Alls kyns merkimiðar, t.d. vistrœnt, vist- vœnt eða náttúrulegt, em notaðir við að koma þessum skilaboðum á framfæri til þess að varan seljist betur, þótt engin al- þjóðleg skilgreining standi að baki slíkum hugtökum. Lífræn framleiðsla byggist hinsvegar á því að nota ekki aðferðir og efni sem kunna að valda lífríkinu tjóni. Lífrænn landbúnaður hefur þá sétstöðu að um hann gilda tiltölulega skýrar reglur sem alþjóðleg sátt ríkir um. Bændur og fyrir- tæki þurfa að uppfylla ítarlega staðla um framleiðslu og meðhöndlun lífrænna af- urða. Sjálfstæðar vottunarstofur annast reglulegt eftirlit og vottun afurðanna, en tveir aðilar, Tún ehf. og Vistfræðistofan, hafa heimild til slíkrar þjónustu hér á landi. Vottun hefur mikla þýðingu þar sem hún staðfestir að það sem sagt er vera líf- Námsbækur í neytendafræðum ) ókaútgáfan Iðnú hef- tur nýverið gefið út tvær bækur, Vöm- og neytendafræði fyrir fram- haídsskóla, 1. og 2. hefti, og er Bryndfs Steinþórs- dóttir höfundur þeirra beggja. í fyrra heftinu er m.a. fjallað um matvæli, nær- ingargildi þeirra, geymsluaðferðir og manneldismarkmið. I seinna heftinu er m.a. fjallað um neytendur og upplýsingaþjónustu þeirra, auglýsingar, vefj- arefni, leður- og skinna- fræði, viðartegundir og húsgögn, pappír, málma, leir og gler, gúmmí, plast, kerti og rafmagnstæki. Mjög hefur skort á kennsluefni í neytenda- fræði og hafa áhugasamir kennarar ítrekað haft samband við Neytenda- samtökin og óskað eftir aðstoð við útvegun á námsefni. Það er því ljóst að þessar tvær nýju kennslubækur koma að góðum notum og vonandi verða þær til að efla kennslu í neytendafræði, enda skilmerkilega og vel skrifaðar, og höfundi til sóma. NEYTENDASTAfíF ERIALLRA ÞAGU Smith og Norland, Nóatúni 4 Sorpa - Sorpeyöing höfuöborgarsvæöisins Sólblóm, blómaverslun, Kringlunni 8-12 Steinar Waage skóverslun, Egilsgötu 3 og Kringlunni Stórar stelpur, Hverfisgötu 105 Tískuverslunin Mondo, Laugavegi 27 22 Tryggingamiöstööin, Aóalstræti 6-8 Úöafoss, efnaiaug, Vitastíg 13 Vaka hf., Eldshöföa 6 Valhúsgögn, Ármúla 8 Varöan, Grettisgötu 2 Vátryggingafélag íslands, Ármúla 3 Verslunin Brá, Laugavegi 66 Verslunin Dýrölingar, Kringlunni 8-12 Verslunin Esja, Noröurgötu 8, Akureyri Verslunin Garöshorn, Byggöavegi 114, Akureyri Verslunin Horniö, Tryggvagötu 40, Selfossi Verlsunin Kókó, Kringlunni Verslunin Lipurtá, Fjaröar- götu 13-15, Hafnarfiröi Verslunin Sautján, Laugavegi og Kringlunni Virka, Mörkinni 3 Visa ísland - Greiöslumiðlun hf. Öndvegi, Síðumúla 20 Öminn, Skeifunni 11 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.