Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 6
• • • • Buddan og umhverfið áherslu á umhverfisvernd og að hver ökumaður sé ábyrgur fyrir sjálfum sér og þeim áhrifum sem hann hefur á náttúruna. FIB hefur beint þeirri ósk til olíufélaganna að hefja sölu á vistvænna bensíni með minna brennisteinsinni- haldi. Bensín- eða dísilvél? Fólksbflaeign Islendinga 31. desember 1997 var: Fjöldi Hlutfall Meðbensínvél 123.361 87% Með dísilvél 9.080 13% Alls 132.441 Yfirgnæfandi hluti fólksbíla á Islandi er með bensínvél. Ekki er hægt að svara því beint hvort er vistvænna að brenna bensíni eða dísilolíu. Hvort tveggja mengar, en dísilvélin hefur þó augljóslega vinninginn að sumu leyti. Dísilvélar. Flestir um- hverfisvemdarmenn telja dísilolíu æskilegra eldsneyti á bíla en bensín. Aðeins um 13% af fólksbílum íslendinga eru með dísilvél og undanfar- ið hefur verið flutt inn hlut- fallslega meira af bensínbíl- um. Gjaldastefna ríkissjóðs og þungaskatturinn ráða þess- um viðbrögðum neytenda, og við blasir að ríkið yrði af tekj- um ef sala á dísilolíu ykist. Einn kostur dísilvéla er sá að það tekur dísilvélar helm- ingi styttri tíma að ná æski- legum vinnsluhita en bensín- vélarnar og bílvélar menga mest meðan þær eru að hitna. Framfarir hafa orðið í gerð dísilvélanna. Hægt er að setja í þær ýmiss konar búnað sem kemur í veg fyrir að í út- blájstrinum sé kolsýringur, efnaagnir og rokgjörn lífræn efni. Annar kostur er sá að olíufélögin á Islandi eru um þessar mundir alfarið að skipta yfír í sölu á vistvænni 'díselolíu og gasolíu en áður, með mun lægra brennisteins- innihaldi (um 0,4% af þyngd miðað við allt að 0,14% áður) og verður þvf bruninn hreinni. Njótum við þar fyrirmæla innan ESB sem hafa knúið olíuiðnaðinn til endurbóta. Þetta er hins vegar ekki svo- nefnd „borgar-olía“ (city- diesel) sem fæst erlendis og er til dæmis víða notuð á strætisvagna. Hún er alveg brennisteinslaus og mengar því minnst en er mun dýrari. Nú er nær aflagt að blanda steinolíu í vetrardísilolíu hérlendis (nema líklega fyrir jeppa í háfjallaferðum) og öðrum ráðum beitt til að gera hana frostþolnari en sumar- olíuna. Enginn veit hins vegar hve mikið er selt af dísilolíu á bíla hérlendis því hún fer líka á ýmsar vinnuvélar, en giskað er á töluna 65-70 milljónir lítra. Eftir gildistöku laga um olíugjald verður loks hægt að átta sig á hlutföllunum, því litarefnum verður blandað í dísilolíu til aðgreina notkun- ina. Menn fá að jafnaði meira fyrir eldsneytispeningana ef þeir nota dísilvél en bensínvél og þær eru sérlega hagkvæm- ar ef aðalnotkunin er í lang- akstri. Viðhaldskostnaður er hins vegar meiri við dísilvél- ar, það þarf til dæmis oftar að fara með þær í reglulega still- ingu en bensínvélar. Bensínvélar: Nær 90% af fólksbílum Islendinga eru bensínbílar og innflutningur þeirra hefur hlutfallslega auk- ist. Þessi þróun er andstæð stefnu Alþjóðasamtaka bif- reiðaeigenda (AIT) og um- hverfisverndarsinna. Nú er aðeins á markaði hérlendis 98 og 95 oktana blýlaust bensín, en áður var einnig selt 92 og 96 oktana bensín. 98 oktana bensín er aðallega ætlað eldri gerðum bíla sem ekki geta brennt 95 oktana bensíni. A sumar afl- miklar gerðir bíla þarf líka 98 oktana bensín. Umhverfis- verndarmenn fagna því að sala á 98 oktana bensfni hefur dregist saman vegna hærri gjalda á það. Stóri gallinn við 98 oktana bensín er sá að yfir- leitt er hlutfallslega meira bensól í því en nokkru öðru eldsneyti, um 200% meira en í blýbensíni og um 133% meira en í öðru blýlausu bens- íni. Sérfræðinga greinir á um áhættuþáttinn vegna heilsu- tjóns af völdum bensóls. Það kom fram í nýlegri skýrslu í breska þinginu að um 3000 dauðsföll á ári í Bretlandi væru rakin til áhrifa bensóls en vísindamenn voru ekki sammála um þessa túlkun. Salan á 98 oktana bensíni hérlendis nam á síðasta ári um 7% af heildarsölunni. Hlut- fallið gefur ástæðu til að ætla að það sé notað í meiri mæli en þörf er á, hugsanlega vegna þess misskilnings að bfllinn verði kraftmeiri fyrir bragðið. Miðað við meðal- akstur og eyðslu (15 þús. km á ári og 7,2 1/100 km) kastar sá ökumaður á glæ um 5000 krónum á ári sem kaupir að óþörfu 98 oktana bensín. Upplýsingar um rétta bensín- tegund er að finna í leiðarvís- um sem fylgja bílum. Hægt er að nota blýlaust bensín á alla bíla sem fram- leiddir hafa verið eftir 1991 án þess að aðlaga þurfí vél- amar sérstaklega. En sumir gamlir bílar ganga ekki eða illa fyrir blýlausu bensíni. Þá þarf að bæta í það aukaefnum í réttum hlutföllum. Þeim geta fylgt mengun, skemmdir, leki, eldhætta o.fl. Margir um- hverfísverndarsinnar álíta að með því að taka blýlaust bensín í notkun hafi einum vanda verið skipt út fyrir ann- an. Afkastageta og gæði blý- lauss bensíns em aukin með með bensóli (benseni) og öðr- um rokgjörnum efnum. Bens- ól er eitrað og talið geta vald- ið hvítblæði og ef til vill öðr- um tegundum krabbameins. Það eyðist hins vegar úr lík- amanum en safnast ekki upp eins og blý. Víða, til dæmis í Bandaríkjunum og mörgum löndum Evrópusambandsins, er í stað bensóls notað efnið MRBE. Val á bíl og búnaði Leggðu það raunsætt niður fyrir þér við bílakaup hver er forgangsröðin í óskum þínum og þörfum: • Vélarstærð. Yfírleitt er hægt að velja milli vélar- stærða í bílgerðum. Minna lætur í stórri vél í hraðakstri á þjóðvegum og aflmikill bíll getur verið skemmtilegt og þægilegt þarfaþing, en leggur á ökumanninn ábyrgðina af eldsneytiseyðslu og mengun. Stór vél nýtist lítið umfram smærri ef oftast er ekið í bæj- arumferð. Stærri vélar koma í raun aðeins að fullum notum ef ökumenn stunda mikla flutninga eða þurfa oft að draga kerrur, vagna eða aðra bfla. Við flestar aðstæður eru minni vélar nægilegar í venju- legum akstri, en reynast hins vegar ekki alltaf þær vistvæn- ustu og sparneytnustu þegar upp er staðið. Afllítil vél er til dæmis ekki hagstæð ef þú ert mikið í langferðum á þjóð- vegum. Sumar hrein- eða þunn- brunabflvélar nota um 10% minna eldsneyti en aðrar í sambærilegum bflum og blása frá sér minna af köfnunarefn- isoxíðum og koltvísýringi. Þær nýta beina bensín- 6 NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.