Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.04.1998, Blaðsíða 8
Buddan og umhverfið bensínstöðvum eru oft óná- kvæmir. • Athugaðu mánaðarlega vökva á sjálfskiptingu, bremsukerfi og stýrisbúnaði. Skortur getur valdið óþarfa eldsneytisbrennslu og minnk- aröryggi. • Athugaðu bremsukerfi ár- lega. Láttu taka öll hjól undan og gaumgæfa búnaðinn. • Skiptu á tveggja ára fresti um vökva á sjálfskiptingu og bremsum, sem og síur. Vistvænt aksturslag Lítils háttar breyting á meðferð bensínbílsins er fljót að borga sig: Noti hann 7,2 1/100 km og fari 15 þúsund km á ári (algeng viðmiðun) er það um 20 þúsund krónum ódýrara en ef hann eyðir 9 lítrum á hundraðið. • Láttu bílinn vinna á sem hagstæðastan hátt fyrir þig og umhverfið. Taktu það rólega og skiptu skynsamlega milli gíra. Hagkvæmast er að aka á sem jöfnustum hraða og nota hæsta gírinn sem unnt er hverju sinni. • Notaðu þá gerð eldsneytis sem hentar bflnum og fram- leiðandinn segir fyrir um. Ekkert er unnið við að nota eldsneyti með hærri eða lægri oktantölu en bfllinn er gerður fyrir. • Tilkeyrðu nýjan bfl var- lega, aktu aldrei með bensfn- gjöfina í botni fyrstu 1500 kflómetrana. • Aktu rólega af stað og auktu hraðann jafnt og þétt en ekki í rykkjum. Meðan þú eykur hraðann úr 32 í 64 km/klst. eyðirðu meira bens- íni en á stöðugum 88 km hraða. Eldsneytiseyðsla á 90 km hraða er um 20% meira en á 70 km hraða. • Hugsaðu um bensíngjöf- ina sem opinn eldsneytis- krana. Því meira sem þú stíg- ur á hana, þeim mun meiri eyðirðu. Bíllinn verður þér ódýrari og mengar minna ef þú heldur sem lengst stöðug- um hraða. Hagkvæmasti og vistvænasti ökuhraðinn er 48-88 km. • Aktu í hæsta gír sem að- stæður leyfa og hraðanum 8 Reiknað er með að á næstu 10 árum fjölgi bílum á jörðinni um 30% hæfir. í lágum gírum notar bíllinn allt að 50% meira elds- neyti ep í háum. • Dreptu á bílvélinni ef þú staldrar við, lendir í umferðar- hnút eða veist að þú þarft að bíða. Hægagangur í 30-60 sekúndur eða lengur eyðir meira eldsneyti og veldur meira sliti vélar en ef hún er ræst að nýju. • Notaðu kúplinguna að- eins þegar nauðsyn krefur og þá eins stutt og unnt er. Settu bílinn í hlutlausan þegar þú bíður eftir umferðarljósum eða þarft að stansa um stund, til dæmis í brekku, til að forð- ast ótfmabært slit. • Sé ekki sjálfvirkt innsog á bílnum skaltu aðeins nota það meðan nauðsynlegt er. Mikið innsog eykur eldsneyt- isnotkun og veldur sliti á vél- inni því að um leið þvost inn- an úr stimpilhólfunum olíur sem eiga að smyrja núnings- fleti. • Forðastu að nota brems- urnar of mikið eða harkalega þvf að það veldur ótímabæru sliti og kostnaði, og þá þarf oftar að auka hraðann að nýju og brenna auknu eldsneyti. • Þyngdu bflinn ekki að óþörfu. Geymdu ekki annað en það nauðsynlegasta í skott- inu og sætunum. Ohreinindi og klaki á undirvagni geta sigið í. Aukin þyngd eykur eldsneytiseyðslu. • Loftmótstaða og núning- ur bílhluta auka eyðsluna. Fjarlægðu af toppi bílsins far- angursgrindur og haldara fyrir reiðhjól, skíði, bretti eða ann- að meðan slíkt er ekki í notk- un. Farangursgrind á bílþaki getur ein saman aukið elds- neytiseyðsluna um allt að 12% við 100 km aksturshraða vegna loftmótstöðu. Opnir gluggar auka hana einnig. Klaki getur þrengt að dekkj- um og ásamt óhreinindum á undirvagni dregið úr afkasta- getu. • Forðastu stuttar ferðir á bílnum, þá er eldsneytiseyðsl- an feiknarlegust, sérstaklega á veturna eða í köldu veðri þeg- ar innsogið er yfirleitt á. Mengun frá bílnum er í há- marki í slíkum akstri. Skyn- samlegra er að sameina erindi í eina ferð en fara margar styttri, það eykur til dæmis virkni hvarfakútsins en hún hefst vart fyrr en eftir 3-5 km akstur. • Skipuleggðu ferðir þannig að þú akir þegar um- ferð er hvað minnst. Það eyk- ur eldsneytiseyðslu stórlega að þurfa að laga sig að mis- munandi hraða, stöðva og taka af stað aftur. Veldu bein- ar brautir frekar en krókóttar til að draga úr hraðabreyting- um og stansi. • Þegar þú ferð upp brekk- ur skaltu halda þig á stöðug- um hraða í hæsta gír sem unnt er. Ef þú neyðist til að skipta niður í lægri gír skaltu ekki gefa í til að reyna að halda sama hraða heldur minnka bensíngjöfina og aka hægar. • Notaðu skriðþunga bfls- ins og láttu hann renna í hlut- lausum gír niður brekkur sem ekki eru mjög brattar eða ef fyrirsjáanlegt er að þú þarft bráðlega að stansa, til dæmis á rauðu ljósi. • Láttu bflinn ekki spóla. Ef þú getur ekki komið hon- um af stað í snjó, hálku, vatni eða drullu skaltu ekki reyna að rykkja honum lausum heldur jugga honum varlega í lágum gír áfram eða aftur á bak. Stígðu til skiptis varlega á bensíngjöfina og léttu á henni til að koma honum á hreyfingu og auktu hraðann hægt. Framtíðin Reiknað er með að á næstu 10 árum fjölgi bílum ájörðinni unt 30% og vegir lengist um 3%. í Kaliforníu, þar sem bar- áttan gegn hvers konar loft- mengun hefur verið hvað hörðust, er miðað við að árið 2003 verði 10% bifreiða út- búnar þannig að þær mengi andrúmsloft ekkert með af- gasi. Víða eru uppi svipaðar hugmyndir. Og umhverfis- verndarstefnan knýr bflafram- leiðendur til viðbragða. Þeir leggja nú áherslu á að kynna létta óg sparneytna bíla sem menga minna en eldri gerðir. Stærstu bílaverksmiðjur heims, General Motors, kynntu í upphafi ársins nýja línu rafmagnsbíla og spá því að tímabili sprengihreyfilsins muni ljúka innan 20-30 ára. Honda hefur hannað nær mengunarlausan bensínbfl. Toyota og Mitsubishi hafa verið í fararbroddi í fram- leiðslu þunnbruna-bílvélanna. Toyota, Nissan og Chrysler eru að kynna eða setja á markað svonefnda fjölorku- bíla eða „tvinnbfla“ þar sem hægt er að skipta yfir í raf- magn í innanbæjarumferð en eldsneyti á langferðum sem nýtast þá til að hlaða geymana. BMW er að þróa bfl sem gengur fyrir lífrænu gasi eða vetni. Ford, Mercedes Benz og Toyota hafa hannað bíla sem nota efnarafala (eldsneytissellur) með metanóli en það breytist í vetnisgufu sem blandast súr- efni og við það verður til raf- hleðsla sem notuð er til að knýja ökutækið. General Motors ætlar að setja slíkan bfl á markað árið 2001 og, fjölorkubfl 2004. Öllu þessu munu fylgja miklar breytingar í fjárfest- ingum og þjónustu. Og eitt er víst: Þegar gagnrýnin á bfla- mengunina minnkar beinist athyglin í síauknum mæli að annars konar mengun eins og frá skipum, verksmiðjum og stóriðju. Þar kunna Islending- ar að mæta auknum vanda- málum. Heimildir: Bjöm Péturssoni fulltrúi hjá FÍB; Ökuþór, tímarit FÍB 1/1994, 16-17, 1/1996, 6-7, 2/1997, 22-23; sölumenn bifreiðaumboða; heimasíð- ur olíufélaganna: (http://www - olis.is, shell.is, esso.is); Vegagerðin; Skráningarstofan hf.; Fjármálaráðu- neytið; Consumer Reports júlí 1996, okt. 1997; Páll Guðjónsson, Hjólhest- urinn 2/1996; heimasíða fslenska fjallahjólaklúbbsins, http://www.mmedia.is/~inik; The Economist: The World in 1988; Björn Malmquist, Morgunblaðið 18. jan. 1998, 2D; Morgunblaðið 20. jan. 1998, 30-31. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.