Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 6
í stuttu máli Með óvarlegri notkun á hárfroðu er hœgt að fá bletti ífötin. Með tegund- inni L'Oréal Styling er maður ör- uggur. Afhinumfunm geta sam- kvœmt sœnsku rannsókninni komið Ijótir og áberandi blettir íföt. Hárfroða getur eyðilagt föt Að missa hárfroðu í fatnað getur verið verra en virð- ist í fyrstu, því blettur getur komið þegar-flíkin hefur verið þvegin. Þetta kom í ljós í rannsókn sem rannsóknar- stofa sænsku neytendastofn- unarinnar hefur gert. I hvít bómullarefni voru settir litar- blettir sem áður höfðu verið smurðir með „ósýnilegri“ hár- froðu. Liturinn sem kom í hvíta efnið kom úr brúnu bómullarefni sem var þvegið um leið. Litarsmitunin stafar af festiefnum í hárfroðunni þeg- ar þvegið er með þvottaefnum "0US5£ PANTENE: PRO-Vl m'MJSING UOUSSE Itn 5<ron| lioli fyrir litaðan þvott, að sögn sænska neytendablaðsins. Til- raunin var gerð á sex mis- munandi vörumerkjum af hár- froðu og var merkjanlegur munur á milli tegunda. Af sumum tegundum komu ljót- ari blettir en öðrum, en af einni þeirra komu engir blett- ir. Tímafrekt að flytja veðlán bandslausn fyrir eignina sem lánið er flutt af. Neytendablaðmu hefur borist eftirfarandi bréf í'rá lesanda sem kvartar yfir því hvað það eru miklir snún- ingar að flytja veð milli eigna: „Ekki alls fyrir löngu þurfti ég að flytja veðlán frá Lífeyr- issjóði starfsmanna rfkisins milli fasteigna og þurfti ég að standa í eftirfarandi snatti vegna þessa: 1. Fá veðbókarvottorð fyrir eignina sem flytja á lánið til (ferð til sýslumannsins í Reykjavík, greiðsla fyrir vottorðið). 2. Sækja um veðflutning til lífeyrissjóðsins (ferð á skrifstofu sjóðsins með undirritaða umsókn, veð- bókarvottorð o.fl.). 3. Nokkrum dögum síðar þurfti ég að sækja gögn undirrituð af fulltrúum sjóðsins á skrifstofu hans eftir að umsóknin hafði verið samþykkt og gögnin útbúin. 4. Þessi gögn fór ég með til sýslumannsins til þinglýs- ingar og greiddi þinglýs- ingargjald. 5. Nokkrum dögum síðar sótti ég þinglýst skjöl til sýslu- manns. 6. Þau skjöl fór ég með á skrjfstofu lífeyrissjóðsins og fékk gögn um veð- 7. Veðbandslausn þarf að þinglýsa og fór ég því með þau gögn til sýslumanns og greiddi þinglýsingargjald. 8. Nokkrum dögum síðar fór ég til sýslumanns og sótti þinglýstu skjölin. Þetta hljómar náttúrlega eins og hvert annað grín. Nokkur atriði sem gera þetta vinnu- ferli augljóslega óþægilegra en það þyrfti að vera (og við- haldast eingöngu vegna þess að enginn einn aðili þarf að borga fyrir þá ótrúlegu fyrir- höfn sem af þeim hlýst fyrir alla þá sem hlut eiga að máli): a) Sýslumannsembættið sendir ekki gögn í pósti til þeirra sem biðja um vottorð eða þinglýsingu (þó um sé að ræða þjónustu sem búið er að greiða fyrir með þjónustu- gjaldi). Mér er fyrirmunað að skilja að meiri fyrirhöfn eða kostnaður felist í því fyrir sýslumannsembættið að setja skjal í umslag en að mann- eskja í afgreiðslu afhendi það yfir afgreiðsluborð. Tvær af átta ferðum stafa af þessari starfsreglu sýslumannsemb- ættisins. b) Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins er einhver stærsti sjóður landsins en hef- ur engu að síður ekki beina tölvutengingu við sýslu- mannsembættið eins og fjöl- margar lánastofnanir og fast- eignasölur. Ein ferð af átta stafar af þessu sleifarlagi sjóðsins. c) Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins er einn af örfá- um sjóðum landsins sem hef- ur fyrir reglu að flytja veð milli eigna í tveimur að- greindum aðgerðum. Fyrst er veðið sett á nýju eignina og síðan er það leyst af hinni fyrri. Sjóðurinn býður jafn- framt ekki upp á að starfs- menn hans vinni þetta verk gegn þjónustugjaldi. Flestar bankastofnanir líta hins vegar á þetta sem lið í sinni þjón- ustu við viðskiptavini og gera þetta oft eða oftast án sérstaks gjalds. Ekki er fullljóst hversu margar ferðir stafa af þessu en ætla má að hægt sé að ein- falda ferlið jafnvel þótt sjóð- urinn vilji ekki nota eigin starfsmenn í snattið, til dæmis með því að útbúa gagnapakka til sýslumannsembættisins sem þinglýsa verður í einu lagi og ganga einhvem veginn frá því með samræmingu milli sjóðsins og sýslumanns að tryggt sé að það gerist þannig, þó svo lántakandinnn beri gögnin á milli. Þetta eitt mundi væntanlega spara þrjar ferðir (þar af er reyndar ein sem sýslumannsembættið gæti sparað með því að bjóða upp á póstsendingu skjala sem nefnt er undir lið a) hér að ofan). Samtals tel ég því að a.m.k. fimm af átta ferðum séu full- komlega óþarfar og stafi ein- göngu af því að ekki hefur ver- ið áhugi á því hjá sjóðnum og sýslumannsembættinu að út- búa skynsamlegt verkferli fyrir veðflutninga. Ur því óþægind- in falla „bara“ á almenning stendur það jú ekki upp á neinn að hafa kerfið í lagi. Þegar ég fór sjöundu og átt- undu ferðina út af þessu ómerkilega máli fannst mér hálfpartinn að það væri verið að hafa mig að fífli og ákvað að benda sjóðnum, sýslu- mannsembættinu og Neyt- endasamtökunum á að hér væri verið að sóa tíma al- mennings í vitleysu sem kem- ur engum að notum. Eg vona að Neytendasamtökin sjái ástæðu til þess að athuga þetta nánar.“ Neytendablaðið tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í þessu bréfi og hvetur bæði sýslumannsembætti og lánastofnanir að gera lífið ekki erfiðara fyrir viðskipta- vini sína en nauðsynlegt er. 6 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.