Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 7
I stuttu máli Ótraustir eyrnarmælar Ekki treysta blint á eyrn- armæla sem oft eru notað- ir til að mæla hitann á litl- um börnum. Samkvæmt norska neytendablaðinu „Forbrukerraporten" sýna þessir mælar í sumum til- vikum alltof lágan hita. Astæðan er sú að hlustin í börnum er þröng og þess vegna hittir geislinn sem mælir hitann ekki hljóð- himnuna eins og hann á að gera. í stað þess mælir hann hitann í hlustinni. Verðmerking- ar séu í sam- ræmi við verð A þingi Bandalags kvenna í Reykjavík var samþykkt ályktun þar sem skorað er á verslunareigendur að þeir gæti þess að samræmi sé á milli verðs á hillu- kanti og í afgreiðslukassa. í ályktuninni er bent á að alltof oft sé verð í kassa hærra en það verð sem gefið er upp á hillukanti og að þetta eigi ekki síst við um tilboðsvörur..Sam- kvæmt síðustu könnun Samkeppnisstofnunar er í 8% tilvika um að ræða ósamræmi í verði milli kants og kassa. Jafnframt ítrekar Bandalag kvenna í Reykjavík ósk sína til verslunareigenda um að verðmerkingar í gluggum séu góðar og greinilegar. Vottunarstofan Tún fær faggildingu og starfsleyfi Frá vinstrí: Arsœll Þorsteinsson forstöðumaðurfaggildingar- sviðs Löggildingarstofu, Gunnar A. Gunnarsson framkvœmda- stjóri Túns, Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra og Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Túns. Merkum áfanga í þróun lífrænnar framleiðslu hér á landi var nýlega náð þegar Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra afhenti Vottunarstofunni Túni ehf. formlegt starfsleyfi til að ann- ast eftirlits- og vottunarþjón- ustu fyrir framleiðendur líf- rænna landbúnaðarafurða. Við sama tækifæri afhenti Löggildingarstofa Túni skír- teini sem staðfestir faggild- ingu Túns. Með þessu hefur einn af helstu hornsteinum markaðar fyrir lífrænar afurð- ir verið lagður, en vottun er jafnframt trygging neytandans fyrir því að varan hafi verið framleidd með þeim aðferð- um sem alþjóðlegar reglur kveða á um. Tún er fyrsta íslenska vott- unarstofan sem fær faggild- ingu og er jafnframt sú fyrsta sem fær formlegt leyfi til að votta lífrænar afurðir. Fag- gilding felur í sér staðfestingu á hæfni fyrirtækisins til að annast vottun lífrænnar land- búnaðarframleiðslu. Vottun- arstofan þarf að fullnægja ströngum kröfum og annast faggildingarsvið Löggilding- arstofu eftirlit með því að reglum sé fylgt. Eftirspurn neytenda eykst hröðum skrefum í flestum grannríkjum okkar er þróun lífræna markaðarins mun lengra á veg komin en hér á landi, en víðast ná þó framleiðendur hvergi nærri að anna vaxandi eftirspurn neyt- enda. Verð á þessum vörum er að jafnaði hærra en á hefð- bundinni framleiðslu en þó fjölgar ört í þeim hópi neyt- enda sem er reiðubúinn að kosta meiru til neysluvöru- kaupa gegn því að framleið- andinn sé með vottun sem staðfestir kröfur um fullt tillit til umhverfisins. Islenskir neytendur hafa sýnt lífrænum afurðum áhuga og anna framleiðendur engan veginn eftirspurn hérlendis. Erlendis hafa aðgerðir af hálfu söluaðila og stjómvalda til að örva framboð átt mikinn þátt í vexti þessarar greinar, en slíkt hefur skort hér á landi. Samkvæmt heimildum Neytendablaðsins hefur sú stefna landbúnaðarkerfisins að láta votta og markaðssetja hefðbundnar íslenskar land- búnaðarafurðir sem „vistvæn- ar“ dregið úr vilja margra bænda og fyrirtækja til að taka upp lífrænar aðferðir. Þetta kann að valda því að við drögumst enn meira en orðið er aftur úr grannþjóðunum. í fréttatilkynningu frá Vottunarstofunni Túni kemur fram að félagið hefur nú gefið út vottorð fyrir á þriðja tug búa og fyrirtækja. Þessir aðil- ar framleiða flestar algeng- ustu tegundir íslenskra land- búnaðarvara, svo sem græn- meti, kryddjurtir, kartöflur, garðplöntur, mjólk og sauð- fjárafurðir. Frigg komið Nú er fyrsta íslenska var- an komin með norræna umhverfismerkið, svaninn. Þetta er þvottaefnistegund, Kraft milt, og er það án ilm- efna og hefur farið í gegnum strangt mat norræna um- með svaninn hverfismerkisins. Neytenda- blaðið óskar forsvarsmönn- um Friggjar til hamingju með þetta frumkvæði og hvetur önnur fyrirtæki að fara að þessu fordæmi. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.