Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 7
I stuttu máli Umhverfisvænt þvottaefni bæði betra og ódýrara Því er stundum haldið fram að vörur sem bera opinber umhverfísmerki séu lakari en þær sem ekki eru með slíkt merki. Ný gæða- könnun á þvottaefnum, svokölluðum „color“-þvotta- Fleiri heimili í Danmörku kaupa lífrænar vörur Samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni fer þeim Dönum fækkandi sem aldrei kaupa lífrænar vörur. Fyrir ári keyptu samtals 28% heimila aldrei slíkar vörur en nú er þessi tala komin niður í 25%. Helsta ástæða þess að sumir neyt- endur sneiða hjá lífrænum vörum er hærra verð. Þannig segja 28% þeirra sem aldrei kaupa lífrænar vörur að verðið hreki þá frá kaupunum. Hillurnar svigna undan erföa- breyttum vörum Norsk rannsókn hefur leitt í ljós að erfðabreytt soja er mjög algengt í matvælum. Um það bil helmingur þeirra matvæla sem rann- sökuð voru innihéldu erfða- breytt soja. Ný dönsk rann- sókn hefur staðlest þetla. „Vel má vera að þessi tala gel'i til kynna að við séum með meira af erfðabreyttum matvælum í hillunum en við héldum,“ sagði Steen Gede, forstjóri danska matvöru- sölurisans FDB, í viðtali við Politiken afþessu tilefni. efnum, sem birtist nýlega í danska neytendablaðinu Rád og resultater afsannar þetta rækilega. Þvottaefni sem eru með norræna umhverfismerk- ið, Svaninn, koma best út úr þessari gæðakönnun. I umræddri gæðakönnun voru ekki margar þvottaefna- tegundir sem seldar eru hér- lendis. Þannig fannst hér á markaði ekkert þeirra þvotta- efna sem fengu einkunnina „mjög umhverfísvænt“. I næsta flokki, „umhverfís- vænt“, fundum við eina teg- und, Bio-tex grænt. Tvö Þvottaefnið Bio-tex grœntfékk nœstbestu einkunn þegar umhverf- isvœnleiki var metinn. Ariel colorfékk hins vegar slökustu einkunn í umhveifismati. þvottaefni fengu umhverfís- einkunnina „mjög lélegt“. Þetta eru þvottaefnin Omo color og Ariel color. Síðast- nefnda þvottaefnið var jafn- framt það dýrasta í þessari gæðakönnun. Þetta þvottaefni er selt hér á landi. Gæðamatsráð Lagnafélags íslands Aðstoðar í ágreiningsmálum vegna lagna Iú hefur Gæðamatsráð Lagnafélagsins starfað um sex ár og hefur því að nokkru slitið bamsskónum. Tilgangurinn með stofnun ráðsins var að sinna ágrein- ingsmálum þar sem notendur lagna telja sig á einhvem hátt hlunnfama af þeim sem þeir þáðu hjá ráð og vinnu, eða . þegar notendur fínna ekki leið að þeim sem ábyrgir em þegar eitthvað bjátar á. Niðurstaða ráðsins í hverju máli er ekki dómur heldur faglegt mat eftir fyrirliggjandi forsendum. Vinnutilhögun ráðsins er að afgreiða mál hratt. Þannig er reynt að koma í veg fyrir að mál verði enn erfiðari vegna þess að þau hafa fengið tæki- færi til að gerjast þannig að fremur verður um persónulega óvild að ræða en að finna or- sök vandans og leysa hann. I þeim málum sem ráðið hefur fengið til umfjöllunar hingað til er tilefnið einhvers- konar skemmdir vegna vatns sem fór aðra leið en því var ætlað, eða lofts sem ekki komst sína leið, en ráðið hefur einnig verið beðið að úrskurða um skiptingu kostnaðar og um það hverjir eiga að borga. Ástæður flækings á vatni, hvort sem um var að ræða heitt eða kalt vatn, hafa verið gallaðar samsetningar á píp- um, rangt efnisval og rangur frágangur. Rangur frágangur gat stafað af rangri hönnun, breyttum aðstæðum á verkstað eftir að hönnunargögnum var skilað og af ófullnægjandi frá- gangi efnis sem ekki var í samræmi við kröfur efnissala eða kröfur reglugerða. Sama má segja um loftræstibúnað. Einnig hefur í nánast öllum tilvikum skort á að úttektir væru framkvæmdar nema að takmörkuðu leyti. Gæðamatsráð er skipað fimm mönnum, sem koma frá hönnuðum og fagmönnum. Þeir eru Egill Skúli Ingibergs- son rafmagnsverkfræðingur, Friðrik S. Kristinsson bygg- ingartæknifræðingur, Jón Kristinn Gunnarsson blikk- smíðameistari og by^gingar- iðnfræðingur, Karl Omar Jónsson byggingarverkfræð- ingur og Ragnar Gunnarsson pípulagningameistari og véliðnfræðingur. Ráðið starfar þannig að þegar máli er skotið til úr- skurðar fara ráðsmenn yfir málið, einn eða fleiri, svo sem með skoðun á staðnum, yfir- ferð hönnunar og viðtölum við þá sem málið snertir. Yfir- ferðin getur náð frá skoðun á fyrstu óskum notandans til út- tektar á lokafrágangi lagna- kerfisins og allt þar á milli, samkvæmt eðli hvers máls. Heimasíða neytenda á netinu! Neytendur, munið neytendasíðurnar á netinu, slóðin er: www.ns.is NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 2000 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.