Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 17
vistvænar vörur umfram aðr- ar. Reiðum okkurá auglýsingar Fyrir okkur íslendinga hlýtur að vekja nokkra athygli að ís- lenskir neytendur virðast reiða sig talsvert meira á aug- lýsingar en aðrir Norður- landabúar. í könnuninni kom í ljós að íslensku þátttakend- umir töldu sig í meira mæli en aðrir fá upplýsingar um umhverfisáhrif vömnnar úr auglýsingum. „Maður verður að trúa því sem sagt er í aug- lýsingunum. Við höfum ekki um svo margt annað að velja.“ Þetta er haft eftir ein- um af íslensku þátttakendun- um. Óneitanlega bendir þetta til þess að af opinberri hálfu sé hér minni áhersla lögð á hlutlausar neytendaupplýsing- ar en annarstaðar á hinum Norðurlöndum. Sú könnun sem hér hefur verið gerð að umtalsefni var unnin með tvennum hætti. Annars vegar var gerð hefð- bundin símakönnun en hins vegar voru tekin hópviðtöl og ræddu þá spyrlar við fólk augliti til auglitis. Þátttakend- ur í þessum hópviðtölum vom einnig látnir svara spuming- um á blaði. í þessum hluta könnunarinnar reyndust flestir Norðmenn þekkja Svaninn, eða níu af hverjum tíu. Þrír fjórðu Finna og Svía þekktu Svaninn en aðeins helmingur Dana. Þar í landi er hins vegar annað merki, rautt 0, mun þekktara, og Svanurinn hafði aðeins verið notaður í Dan- mörku rúmt ár þegar könnun- in var gerð. Islenskir neytend- Um 50 leyfi hafa verið veitt til að nota norræna umhverf- ismerkið hér á landi. Vörur sem bera norræna umhverfis- merkið hér á landi em allar utan einnar innfluttar. í maí 1998 fékk fyrsta íslenska framleiðsluvaran Svansmerk- ið þegar Frigg hf. var veitt leyfi til að nota norræna um- hverfismerkið á þvottaefnið „Maraþon milt“. Merkið var veitt eftir mikið þróunarstarf og undirbúningsvinnu hjá fyr- irtækinu. Ljóst er að íslensk framleiðslufyrirtæki eru smá í samanburði við önnur evr- ópsk fyrirtæki, markaðurinn lítill og mun meiri fyrirhöfn og kostnaður fyrir fram- leiðslufyrirtæki hér á landi að fara í gegnum það ferli sem nauðsynlegt er til að fá leyfi til að nota norræna umhverf- ismerkið. Önnur ástæða fyrir því að merkið er minna þekkt hér á landi en á hinum Norð- urlöndunum er að ekki hirða allir innflytjendur um að merkja vömr með norræna umhverfismerkinu þó að þær séu seldar með því á hinum Norðurlöndunum.“ Betur má ef duga skal Eru í undirbúningi einhverjar aðgerðir til að auka þekkingu Islendinga á Svaninum og hugsanlega öðrum merking- um svipaðs eðlis? „Já, betur má ef duga skal. Hér á landi eru tvö opinber umhverfismerki; norræna um- hverfismerkið - Svanurinn og evrópska umhverfismerkið - Blómið. Norræna umhverfis- merkið er virkara enn sem komið er, fleiri viðmiðanir til og er það orðinn raunvemleg- ur kostur fyrir neytendur, framleiðendur og innflytjend- ur. Lögð er áhersla á að efla norræna umhverfismerkið hér á landi og kynna það fyrir neytendum og fyrirtækjum. Á þessu ári er gert ráð fyrir að halda kynningarstarfí áfram og er stefnt að því að það verði þríþætt. Mun meiri áhersla verður lögð á að kynna merkið fyrir fram- leiðslufyrirtækjum, fyrst og fremst á sviði prentiðnaðar og sápugerðar. Eining verður lögð áhersla á að kynna merk- ið fyrir innkaupastjórum hjá ríki og sveitarfélögum. Þá verður lögð áhersla á að kynna merkið fyrir neytend- um og koma á samstarfi við verslanir.“ „Unnið hefur verið með prentiðnaðinum að undan- ur reyndust í sérflokki í þessu tilliti. Aðeins tíundi hver þekkti Svaninn. Þátttakendur fengu enga hjálp Á súluritinu má sjá niðurstöð- umar úr símakönnuninni en hér verður að hafa í huga að þátttakendur fengu enga hjálp. Þeir vom einfaldlega spurðir hvort þeir þekktu ein- hver umhverfismerki og súlu- ritið sýnir hlutfall þeirra sem nefndu Svaninn. Miklu fleiri gætu hafa reynst kannast við merkið ef umhverfismerki hefðu til dæmis verið talin upp eða fólk fengið að sjá þau. í heild þekja niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar 76 blaðsíður og hér er því ein- ungis unnt að tína upp fáein atriði á stangli. En almennt virðist þó mega lesa út úr nið- urstöðunum þá staðreynd að við íslendingar séum að mörgu leyti eftirbátar annarra Norðurlandabúa að því er varðar þekkingu á umhverfis- málum og viðhorf til þeirra. fömu og á næstu dögum mun fyrsta íslenska prentsmiðjan fá norræna umhverfismerkið. Þá hefur Island komið að undanförnu að vinnu við við- miðunarreglur fyrir vöm- flokka og á síðasta ári vom samþykktar fyrstu viðmiðun- arreglumar sem unnar voru á íslandi og em þær fyrir iðnað- arhreinsiefni. Til skoðunar er hvort ísland geta tekið að sér að vinna viðmiðunarreglur fyrir hreinsiefni í matvæla- framleiðslufyrirtæki. Vikuna 8. til 13. maí nk. er stefnt að sérstöku kynningarátaki en þá verður sameiginleg afmæl- isvika norræna umhverfis- merkisins á Norðurlöndunum. NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 2000 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.