Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Page 9

Neytendablaðið - 01.04.2000, Page 9
Gæðakönnun Nú er hægt að gera góð kaup í nýjum gæðakönnunum kemur í Ijós að ódýr og miðlungsdýr myndbandstæki fá háar einkunnir ekki síður en hin dýrari í þeim þáttum sem skipta mestu máli Neytendablaðið hefur gert markaðskönnun á mynd- bandstækjum og skoðað nýjar gæðakannanir á þessum tækj- um hjá samstarfsaðilum aðil- um í Evrópu. Við fundum 29 einóma tæki á markaðnum og af þeim eru 9 í gæðakönnun- um. Meira úrval er á víðóma tækjum, en þar fundum við 46 tæki á markaðnum og af þeim eru 12 í gæðakönnunum. Góð kaup Hér er ekki endilega bent á bestu tækin í hverjum flokki heldur þau sem búa yfir mest- um gæðum miðað við verð. sú að á mörgum þeirra er möguleiki til þess að taka upp og spila í hægagangi (long play), þ.e.a.s. á hálfum hraða miðað við hinn venjulega. Með þessu móti má koma tvöfalt meira efni á hverja spólu. Að vísu daprast þá mynd- og hljómgæði, en nú- tíma myndbandstæki með fjórum myndhausum skilar al veg viðunandi gæðum. Sé Einómatæki Philips VR 200/02 sem fæst á tæpar 19 þús. krónur hjá Heimilistækjum og Radíónausti fær alls staðar góðar einkunnir þrátt fyrir lágt veró og hljóta aó teljast mjög góó kaup í því. Panasonic NV SD 240 sem fæst á tæpar 24 þús. kr. hjá Elko og Japis fær bestu meómæli belgíska neytendablaðsins Test-Aankoop og hæstu einkunnina í sínum flokki. Einóma eða víðóma? Ef notkunin á myndbandstæk- inu felst bara í því að taka upp og horfa á útsendingar úr sjónvarpi er nægilegt að eiga einómatæki (mono) því lang- mest af dagskrám stöðvanna er sent út einóma. A mynd- böndum sem keypt eru eða Ieigð er hins vegar yfirleitt víðómur (stereo). Vilji fólk njóta hljómsins á þeim, svo ekki sé nú talað um í heima- bíói, er nauðsynlegt að eiga víðóma tæki (stereo, hi-fi). Tækni á borð við „Dolby-sur- round" og „ProLogic“ nýtist ekki nema í víðómatækjum. Vilji fólk spreyta sig á „klippingu" myndbanda á það líka hikstalaust að nota hágæðatæki, annars verða hvorki mynd- né hljómgæði viðunandi á afritunum. Með sumum slíkum tækjum er hægt að bæta inn tónlist og tali á myndböndin eftir á. Enn ein ástæða til þess að kaupa hágæða víðómatæki er Samsung SV 625-X sem fæst hjá Radíónausti á tæpar 34 þús. kr. telur Test-Aankoop bestu kaupin vegna mikilla gæóa á hóflegu verði. Grundig GV 9400 sem fæst hjá Sjónvarpsmið- stöðinni á tæpar 35 þús. kr. hlýtur lofsamleg ummæli hjá þýska neytendablaóinu test þrátt fyrir of mikió vélarhijóð. Panasonic NV-HD 640 sem fæst hjá Japis á tæpar 34 þús. kr. fær líka meðmæli Test-Aan- koop. JVC HR-J 768 sem fæst á tæpar 39 þús. kr. hjá Elko fær sérstök meðmæli hjá test fyrir að vera eina VHS-tækið i könnun þess sem einnig getur spilaó S-VHS-myndbönd. Philips VR 600 sem fæst hjá Heimilistækjum á tæpar 40 þús. kr. hlýtur mjög hagstæóa umsögn Test-Aankoop. Toshiba V-859 sem fæst á tæpar 45 þús. kr. hjá Einari Farestveit hlýtur meómæli Which? sem hælir því fyrir afbragós mynd- og hljóm- gæði og búnaó. Þaó getur þó ekki birt „efnis- yfirlit" yfir upptökur á böndum. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000 9

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.