Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 6
Þvottavél I stuttu máli Dönsk gœðakönnun: Frystiskápar og -kistur ekki meö réttar orkumerkingar I danska neytendablaðinu Tœnk+Test voru nýlega birtar niðurstöður gæða- könnunar á frystikistum og -skápum. Kannað var sérstaklega hvaða orkumerk- ingar voru á kistunum og skápunum og raunveruleikinn borinn saman í rann- Umbúðirnar láta vita af bakteríu- vextinum Fyrirtæki í Toronto í Kanada, Toxin Alert, hefur búið til nýjar umbúðir utan um matvæli. Ef fjórar bakteríur, sem allar valda matarsýkingu, salmónella, kampýlóbaktería, Escherichia coli (saurgerill) og Listeria, eru í matnum í einhverjum mæli kemur það fram á umbúðunum. Gagnrýnendur umbúðanna draga þó í efa að þær vari nægjanlega vel við þar sem mörk matarsýkingartilvik eiga rót að rekja til matvæla sem eru tiltölulega lítið menguð. sókn. Gæðakönnunin var gerð á átta frystikistum og átta frystiskápum. Sex af átta frystikistum voru sagðar í A-flokki, þ.e. flokki sparneytnustu kistn- anna, en engin þeirra reyndist vera í þeim flokki. Fimm af þessum kistum voru í B-flokki samkvæmt rannsókn dönsku neytendastofnunarinnar. Þessar kistur voru frá Atlas, Bauknecht, Frigor, Gram og Vestfrost. Frystikista frá Elcold var í C-flokki en ekki A-flokki. Zanussi- frystikista sögð í B-flokki var í C-flokki. Whirlpool-kista sem sögð var í B-flokki var jrað í raun. Utkoman var skárri þegar kom að frystiskápunum. Þrír af átta, Vestfrost, Blomberg og Boch, eru allir í A-flokki eins og þeir voru merktir. Gram-skápur var í B-flokki eins og hann var merktur. Electrolux-skápur var sagður í A-flokki en var í raun í B-flokki. Gorjene-skápur reyndist vera í C-flokki eins og sagt var. Siemens-skápur sem sagður var í C- flokki var í D-flokki. Mest frávik voru á Beko-skápi sem sagður var í C-flokki en reyndist vera í F-flokki, en sá flokkur er fyrir eyðslufrekustu tækin. Mörg vörumerkjanna finnast hér á markaði en vegna þess að frumskógur vörunúmera er mikill fundum við ekki fyllilega sambærileg tæki hér. Það má þó Orka Framleiöandi Gerö Góö nýtni Slæm nýtni Orkunotkun í kWh/ lotu (Byggt á stoöluöum prófunarniöurstööum þvottalotu fyrir baömull viö hitan 60°C) Raunnotkun fer eftir því hvernig tœkiö er notaö. Þvottahæfni A: meiri G: minni Þeytivinduafköst A: meiri G: minni Snúningshraöi vindu (snún. á mín) Afköst (baðmull) kg Vatnsnotkun Hávaði Þvottur (dB(A) re 1 pW)Þeytivinding Nánari upplýsingar eru aö finna I bæklingum sem fylgja vörunni. Staöall EN 60456 Tilskipun 95/12/EB um merkingar þvottavóla Orkumerkingar skipta miklu máli fyrir neytendur við val á „hvítum “ heimilis- tœkjum (þvottavélum, þurrkurum, kœli- skápum, frystikistum og -skápum og upp- þvottavélum). Yfirvöld þmfa að fylgjast með því að þessar upplýsingar standist og nauðsynlegt er að hafa viðurlög hörð ef upplýsingar seljenda standast ekki. fullyrða að mörg þessara tækja séu hér á markaði en með öðrum vörunúmerum. Neytendasamtök í Vestur-Evrópu reyna nú með viðræðum við hina fáu framleið- endur „hvítra“ heimilistækja sem eftir eru að koma skipulagi á vörumerkja- og númerafrumskóginn. Treystið ekki CE-merkinu i blindni í september hittust rúmlega 20 fulltrúar neytenda á Norð- urlöndum á fundi í Reykjavík til að ræða norrænt neytenda- samstarf í framtíðinni. Þar var rætt um siðfræði í viðskipt- um, merkingar á vörum, ör- yggi í viðskiptum á netinu, staðla í þágu neytenda, birt- ingu gæðakannana, vörulýs- ingar á þjónustu og loks CE- merkið sem á að vera á vör- um innan fjölmargra vöru- flokka. CE-merkið er ekki til upp- lýsingar fyrir neytendur held- ur er það viðskiptamerki á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið segir aðeins að vara með þessu merki uppfylli gildandi lágmarksstaðla. Raf- magnsvara sem er CE-merkt á þannig að uppfylla þær lág- markskröfur sem gerðar eru til rafmagnstækja en engar kröfur eru gerðar til vélræna þáttarins. Astæðan fyrir merkingunni er talin vera svo breytileg milli vöruflokka að hún hafi í raun ekkert upplýs- ingagildi fyrir neytendur. Rannsóknir sýna þó að neyt- endur setja oft samasem merki milli CE-merkis og gæða. Norska neytendablaðið Forhrukerraporten hefur kannað hvort CE-merkingam- ar standast og var ekki erfitt að finna dæmi um að merkið geri það ekki. Að mati blaðs- ins stendur óhaggað að eftirlit hefur brugðist. Dönsku neyt- endasamtökin telja heldur ekki að CE-merkingin sé góð aðferð til að merkja vörur. Sumir staðlar sem merkið byggist á em ekki fullnægj- andi fremur en eftirlitið. Fram kom að ýmsir gera kannanir en ekki sé um neitt markvisst eftirlit að ræða. Reynslan sýnir að eftirlitið er breytilegt milli vömflokka. Fundar- menn voru sammála um að sameiginleg og stöðug vinna til að hafa áhrif á staðlana C€ Norrœn neytendasamtök eru ekki ýkja ánœgð með CE- merkið og eftirlit með því. væri forsenda fyrir úrbótum, auk meiri upplýsinga til neyt- enda um hvað merkið stendur í raun fyrir. Neytendur þurfa því að sýna varkámi og mega ekki treysta CE-merkinu í blindni. 6 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.