Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 14
Skólar og auglýsingar Kostun í grunnskólum Hversu algengt er það að starfsemi grunnskóla sé kost- uð af öðrum aðilum en yfir- völdum menntamála? Þetta er spurning sem norrænn vinnu- hópur á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar leitaði svara við í fyrra. Hópnum var jafnframt ætlað að leggja fram tillögur að vinnureglum um hvernig hægt væri að standa að þessum málum með hags- muni bamanna í huga. Undir- rituð var fulltrúi Islands í vinnuhópnum. Skýrsla hóps- ins birtist í riti Norrrænu ráð- herranefndarinnar, TemaNord 2000:522, en hér verður stikl- að á stóru og sérstaklega fjall- að um það sem að Islandi snýr. Með orðinu kostun (spons- oring) er átt við gögn og starf- semi (vörur eða þjónustu) sem skólanum bjóðast án endur- gjalds eða með miklum af- slætti. Gögn sem berast frá fræðsluyfirvöldum eru undan- skilin. Könnun Haustið 1999 voru send út spurningablöð til skólastjóra í grunnskólum á Norðurlönd- um. Spurt var hvort skólanum hefði boðist kostun á vörum eða þjónustu á skólaárinu 1998-99, hvort skólinn hefði þegið kostunina, hvers konar vörur eða þjónustu hafi verið um að ræða og hvort skólinn hafi tekið á sig skuldbindingar á móti. Einungis var spurt um starfsemi í hinu daglega starfi skólans en ekki um skóla- ferðalög eða aðra viðburði. A Islandi fengu 50 skólar þessar spumingar, 25 á höfuðborgar- svæðinu og 25 á landsbyggð- inni. Svör bámst frá 22 skól- um (13 frá höfuðborgarsvæð- inu og 9 af landsbyggðinni) eða 44% af þeim sem spurn- ingablöðin fengu. Áður en greint verður frá niðurstöðun- um er rétt að benda á að þar sem svörunin var svo lítil sem Brynhildur Briem skrifar. Hún kennir við Kennaraháskóla íslands og sat í norrænum starfshóp um kostun í grunnskólum. raun ber vitni er hér ekki um tölfræðilega marktækar niður- stöður að ræða heldur einung- is vísbendingar. Niðurstöður Tólf (55%) af þeim sem svör- uðu sögðu að skólanum hefði boðist kostun, og allir höfðu þegið hana. Þarna var helst um að ræða heimboð í fyrir- tæki, öryggisvörur (endur- skinsmerki, hjálma o.þ.h.), tölvur og gögn í þær, náms- efni í formi bæklinga, hefta eða veggspjalda, myndbands- spólur, ritföng og fyrirlestra sérfræðinga. Það upplýsinga- efni sem helst hafði borist skólunum var efni frá Krabba- meinsfélaginu og Tóbaks- vamarráði ásamt upplýsingum um peninga og fjármál frá bönkunum. Engum hafði boð- ist beinn fjárhagslegur stuðn- ingur. Aðeins þrír (14%) af þeim sem svöruðu merktu við að skólinn hefði tekið á sig einhverjar skuldbindingar á móti fyrir kostunaraðilann. í tveimur tilfellum kom nafn fyrirtækis fram í húsakynnum skólans og í einu tilfelli fær fyrirtækið sem leggur til kost- unina að nota húsnæði skól- ans eða skólalóðina. Heístu fyrirtæki sem bjóða kostun eru bankar, Rauði krossinn, Kiwanis, slökkviliðsmenn, verkfærasala, gosdrykkja- framleiðandi og kvenfélag. Aðeins þrír (14%) svömðu að þeir hefðu leitað eftir kostun á vörum eða þjónustu en í hin- um tilfellunum bauðst þetta að frumkvæði kostandans. Samanburðurvið aðra Til að bera okkur saman við aðra er fróðlegt að skoða töfluna hér að neðan. Þar má sjá að sjaldgæfast er að skól- um á Islandi og í Svíþjóð bjóðist kostun en algengast er það í Danmörku. Flestir þiggja kostunina, nema í Sví- þjóð þar sem 88% þiggja kostun. Það eru svipaðar vör- ur og þjónusta sem bjóðast í öllum löndunum og sömu sögu er að segja um það hvað skólinn leggur á móti. í öllum löndunum er það langalgeng- ast að fyrirtæki bjóði vöru eða þjónustu en skólinn leiti ekki eftir henni, Umfjöllun um kostun f engu norrænu ríkjanna hafa verið sett sérstök lög eða reglugerðir sem varða kostun og markaðssetningu í skóla- kerfinu. í Danmörku og Finn- landi hafa umboðsmenn neyt- endamála lagt fram leiðbein- ingar um kostun og markaðs- setningu í skólanum. Dönsku leiðbeiningamar beinast að foreldrum, kennurum, skóla- stjórum og atvinnulífinu en þær finnsku beinast að sam- starfi milli skóla. Æskilegt væri að leggja fram slíkar leiðbeiningar hér á landi. Ef skoðað er hvaða aðilar á íslandi gætu komið að því að fjalla um kostun í skólum kemur fram að í lögum um grunnskóla (nr. 66/1995) segir að skólastjórinn skuli stjóma skólanum og bera ábyrgð á starfi hans. Menntamálaráðu- neytið hefur ekki markað stefnu um kostun í skólakerf- inu. En nýlega var skipuð nefnd sem á að fjalla um að- gang annarra að skólum og hvemig þeir fá að nálgast skólana og afla upplýsinga frá þeim. í nefndinni sitja fulltrú- ar frá menntamálaráðuneyt- inu, samtökum sveitafélaga og félögum kennara og skóla- stjóra. Árið 1995 fluttist rekstur grunnskóla frá ríki til sveitar- félaga. Stærsta sveitarfélagið er Reykjavík. Ekki liggur fyr- ir nein ákvörðun frá fræðslu- ráði Reykjavíkur um hvernig staðið skuli að kostun í skól- um. Margir aðilar leita til Fræðslumiðstöðvarinnar og óska eftir að koma vörum eða þjónustu inn í skólana. Ef starfsmenn Fræðslumiðstöðv- arinnar telja verkefnin góð fyrir skólana er þeim hleypt inn en þó einungis ef starfs- mennirnir fá að stjórna verk- efninu. Sótt hefur verið um peninga frá atvinnulífinu til að vinna að ákveðnum verk- efnum í skólunum. Fram að þessu hafa slík verkefni alltaf náð til allra skólanna. En nú hefur verið opnað fyrir þann möguleika að aðstoða ein- staka skóla við að útvega pen- inga til ákveðinna verkefna fyrir þann skóla einan. Sem dæmi um verkefni sem hafa verið kostuð af utanaðkom- andi aðilum má nefna að sjáv- arútvegsráðuneytið hefur rek- ið skólaskip, skipafélög hafa boðið nemendum í siglingu, framleiðsluráð landbúnaðarins hefur gengist fyrir kynningu á kjöti í skólum og bjóða fram bónda til að vera í skólanum Samanburður milli norrænu ríkjanna um framboð á kostun og hvort hún er þegin Hefur boðist kostun Hefur þegið kostun Danmörk 83% (43 skólar) 100% Finnland 64% (30 skólar) 97% (29 skótar) Noregur 72% (26 skólar) 96% (25 skótar) ístand 55% (12 skótar) 100% Svíþjóð 53% (17 skólar) 88% (15 skólar) 14 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.