Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 10
Húsnæði Raki innanhúss e.t.v. með því að opna út í önnur her- bergi. Eldhús • Látið gufugleypa ganga við matargerð. • Hafið lok á pottum við matargerð - það minnkar rakamyndun. • Loftræstið eftir matargerð. Bað og þvottahús Það þarf að hafa ýmislegt í huga þegar flutt er inn í nýbyggða íbúð eða hús. Þetta er ekki síst gott að gera til að halda viðhaldskostnaði síðar meir í lágmarki. Aðgát strax skilar sér í vas- ann síðar. Hér eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga: í nýjum íbúðum er oftast byggingarraki og því er nauðsynlegt að loftræsta meira en ella fyrsta árið eftir að flutt er í nýja íbúð. Unnt er að minnka rakamyndun með því að takmarka raka í eldhúsi, þvottahúsi og baði. Mikilvægt er að loft- ræsta svefnherbergi vel. • Þéttilistar á gluggum og útihurðum gera íbúðina ótrúlega þétta. • Rakinn þéttist á glerið og á kalda veggi (lofta- og gólfkverkar). • Myndist þéttiraki innan á gler (vegna kulda o.fl.) er mjög mikilvægt að lofta vel út, hafa hita á ofnum og þurrka það vatn sem sest í gluggann. Til þess að koma í veg fyrir raka (myglu- bletti o.s.frv.) er rétt að hafa þetta í huga: Unnið í samvinnu við Húsnæðisnefnd Reykjavíkur veg að útvegg, leyfið lofti að leika um veggina. • Byrgið ekki ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum. • Forðist ef mögulegt er að þurrka þvott í herbergjum. Svefnherbergi Herbergi • Opnið glugga nokkrum sinnum á dag stutta stund í einu. • Lokið ekki fyrir hitann þótt herbergi sé ónotað. • Setjið ekki skápa og stór húsgögn al- • Opnið glugga ef hægt er. Viðrið sæng- urföt og dýnur eins oft og kostur er. • Látið svefnherbergi ekki standa óupp- hitað. • Byrgið ekki ofna. • Ef rúður döggva skal loftræsta betur, • Lokið aldrei fyrir loftræstilögn (útsog). • Loftræstið vel og hafið alltaf góðan hita á ofnum þegar verið er að þurrka þvott innanhúss. • Loftræstið vel eftir böð. Viðhaldið borgar sig Það er mikilvægt að halda eigninni við frá upphafi til að tryggja verðmæti hennar og gæði. Viðhald innanhúss Mikilvægt er að gólfdúk sé haldið við samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Til að tryggja að áferð hreinlætis- tækja og flísa haldist skal gæta þess að ekki myndist kísilútfellingar frá heitu vatni (mikil gufa veldur útfellingu) og að ekki séu notuð hreinsiefni með slípimassa. • Dökkar útfellingar á krómuð rör og blöndunartæki stafa einnig frá heitu vatni. Nauðsynlegt er að þvo hrein- lætistækin reglulega til að fyrirbyggja þetta. • Ekki má þrífa spónlagða hluti, svo sem eldhúsinnréttingu og innihurðir með salmíaki heldur nota til dæmis brúnsápu. • Eðlilegt er að mála þurfi veggi og glugga eftir u.þ.b. 3-4 ár innanhúss. Viðhald utanhúss • Smyrja verður útihurða-, glugga- og svalahurðaskrár einu sinni á ári með þunnri olíu. • Sinnið tímanlega viðhaldi á tréverki utanhúss. Glugga, útihurðir og svala- hurðir þarl' að rnála annað til þriðja hvert ár. • Mikilvægt er að bera á útihurðir úr harðviði annað hvert ár. • Eðlilegt er að endurmála þurfi nýtt steinhús utanhúss eftir 4-5 ár og síðan á um 8-10 ára fresti. • Þar sem snjóbræðsla er við heimahús er mikilvægt að íbúar fylgist með hita og rennsli í henni til að fyrirbyggja frostskemmdir og tjón af hennar völd- um. • Góð regla er að láta yfirfara snjó- bræðslu á hverju hausti fyrir frost. • Þakrennur: Hreinsa verður lauf, flug- elda, sand o.fl. úr þakrennum árlega. 10 NEYTENDABLAÐIÐ - nóvember 2000

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.