Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 12
Byrgjum brunninn Hættur sem tengjast útiveru barna að sumarlagi Sumarið er sennilega sá árs- tími sem flestir bíða eftir óþreyjufullir. Bjartar nætur, fuglasöngur og ilmurinn af nýslegnu grasi er nokkuð sem við hlökkum öll til. Þá geta bömin varla beðið eftir að klára skólann og eyða næstu þremur mánuðum við íþrótta- iðkun og leik langt fram á kvöld í bjartri sumarnóttinni. En til að gleðin breytist ekki snögglega í andstæðu sína er rétt að vera á varðbergi. Slys verða oft seint á kvöldin þegar börnin eru orðin þreytt Foreldrar verða að virða úti- vistartíma barna þrátt fyrir gott veður og birtu. Það er freistandi að leyfa bömunum að leika sér úti þegar enn er bjart en hafa ber í huga að mörg alvarleg slys hafa orðið seint á kvöldin þegar bömin eru orðin þreytt eftir að hafa verið úti að leika sér allan daginn. Hjálmar bjarga miklu Aldrei er of oft brýnt fyrir foreldrum og forráðamönnum hvað það er mikilvægt að börnin noti hjálm. Það á alltaf að nota hlífðarhjálm þegar hjólað er, farið á línuskauta, hjólabretti eða hlaupahjól. Miklu skiptir að notkun hjálmsins sé börnum eðlileg og því er brýnt að foreldrar eða forráðamenn kaupi hjálm um leið og eitthvert þessara farartækja er keypt handa baminu. í reglugerð um hjálma- notkun bama yngri en 15 ára segir að skylt sé að nota hjálm þegar hjólað er. Það sem þarf að hafa í huga Þegar keyptur er hjálmur er mikilvægt að hann sé viður- kenndur hjálmur. Hann á að vera CE-merktur en sú merk- ing gefur til kynna að hann uppfyllir lámarkskröfur um öryggi. Hjálmurinn þarf að passa á höfuð barnsins. Best er að barnið fari með í verslunina þegar hjálmurinn er valinn. Til að tryggja rétta stærð er öruggast að mæla ummál höf- uðsins (málið er mælt yfir enni og hnakka.) Ef höfuð barnsins er 53 cm þá á að velja hjálm af stærðinni 49-55 cm. Með öllum hjálm- um fylgja svampar sem verð- ur að setja inn í hjálminn, og er það til að skorða hann á höfðinu. Mikilvægt er að stilla böndin rétt. Þau eiga að vera slétt og mætast við kjálkaliðinn. Eyrað á að vera í miðju V-forminu. Bandið sem fer undir hökuna á að falla það þétt að að einungis sé hægt að setja einn eða tvo fingur á milli banda og höku. Að lokum er stöðugleiki hjálmsins prófaður með því að tekið er utan um hjálminn og hann hreyfður til á höfð- inu, hjálmurinn á ekki að haggast nema nokkra milli- metra til og frá. Ekki má nota húfur eða ennisbönd undir hjálminum heldur aðeins lambhúshettur eða eymaskjól. Húfa og enn- isband geta haft áhrif á stöð- ugleika hjálmsins með þeim afleiðingum að hann getur runnið af höfðinu við fall. Ekki má skrifa á hjálminn eða líma á hann límmiða, því það getur haft áhrif á öryggi hans. Mikilvægt er að foreldrar kenni börnunum að fara vel með hjálminn. Það má til dæmis ekki kasta honum í gólfið því hann getur eyði- lagst við það án þess að það sjáist utan á honum. Hættur Þó að hjálmurinn sé nauðsyn- legt öryggistæki þegar börn hjóla eða ferðast á öðrum far- artækjum á ekki að nota hann við almennan leik. Það er til dæmis mjög hættulegt fyrir börn að klifra í leiktækjum með hjálm á höfðinu, því hættan er sú að hann festist í tækjunum sem skapar hættu á að barnið hengist. Þess vegna verður að kenna börnunum að taka hjálminn af sér áður en farið er inn á leiksvæði. Hlaupahjól - línuskautar - hjólabretti Þótt það sé ekki tekið fram í reglugerð að börnum innan 15 ára sé skylt að nota hjálm á hlaupahjólum, línuskautum eða hjólabrettum er bráðnauð- synlegt að nota hjálm á þess- um farartækjum, og er reið- hjólshjálmurinn góður kostur. Það er líka mikilvægt að nota úlnliðshlífar, hnéhlífar og oln- bogahlífar. Þegar þessi farar- tæki eru notuð er mikilvægt að vera á öruggum stað þar sem engin umferð er. Setlaugar (heitir pottar) Á þessu ári hefur þegar orðið alvarlegt slys á barni í heitum potti, þegar 14 mánaða stúlku lá við drukknun. Það er mikilvægt að lok sé á heitum pottum og að það sé sett á strax og farið er upp úr pottinum. Nauðsynlegt er að hafa lok á pottinum þó að hann sé tómur. Dæmi er um að barn var hætt komið þegar að það datt í pott með örlitlu regnvatni í en niðurfallið hafði stíflast með laufum. Foreldrar þurfa að gæta vel NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 12

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.