Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 18
Gæðakönnun nota SMS-skilaboð mikið. Á sumum er sérstakt hnappa- borð (chatboard) til auðvelda SMS-innslátt. Eru allar al- gengustu aðgerðir einfaldar? Eða er margt að ruglast á? 40-50 klukkustundir GSM-símamir fá afar mismun- andi einkunnir fyrir endingu rafhlöðu enda er hún stór liður í mismunandi verði og sam- keppni framleiðenda. Almennt þarf sjaldnar að hlaða rafhlöður en áður því endingartími hverr- ar hleðslu hefur lengst. Varist samt að einblína á hvað fram- leiðandinn segir að rafhlaðan dugi lengi í biðstöðu. Flesta skiptir það sáralitlu máli. I notkun eyðir síminn miklu meira rafmagni en í bið. Örar gengur á rafmagnið ef síminn er langt frá næsta GSM-sendi, því að meiri orku þarf til að draga langt. I gæðakönnunum ICRT er Hollráð varðandi GSM-síma Skilgreinið þarfirnar. Kostnaðurinn er afar mis- munandi eltir því hvaða tæki og þjónusta eru valin. Farið vel yfir hin margvís- legu tilboð varðandi kaup og notkun til að finna hvaða lausn er heppilegust fyrir hvern notanda. Prófið skilyrðislaust símann. GSM-símagerð- irnar eru mismunandi að mörgu leyti. Athugið hvort þið sættið ykkur við stærð á hnöppum og letrinu á skjánum og hvort hann er nógu bjartur. Óþarfi er að kaupa síma með mögu- leikum sem þið munuð varla nota. Hringið og lát- ið hringja í ykkur til að fá tilfinningu fyrir því hvern- ig síminn skilar sínu. Ekki hlaða hann dag- lega. Sérhver hleðslulota styttir líftíma rafhlöðunn- ar. miðað við að talskeið sé þriggja mínútna tal á klukku- stund og að hann sé opinn tíu stundir á dag. Ending rafhlöð- unnar við slíkar aðstæður er það sem skiptir máli. Að með- altali reynist hún vera 40-50 klukkustundir. Það þýðir að hægt er að nota símann 4-5 daga í senn án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðuna. Styttri tími merkir ekki minni gæði því endingin fer einkum eftir stærð og þyngd rafhlöðunnar. I nokkrar símagerðir er hægt að setja algengar rafhlöður sem fást í flestum verslunum og sjoppum. Sérstök ástæða er til að benda neytendum á að skýring- in á lágu verði sumra GSM- símagerða er oft að í þær era notaðar slakar rafhlöður sem endast stutt. Það kann að henta ýmsum en slíkir símar eru t.d. lélegir í ferðalög. Hámarks- notkunartími á slakri rafhlöðu er kannski aðeins rúmur hálf- tfmi. I góðan GSM-síma er hægt að tala samtals í einn til tvo klukkutíma og kannski lengur á einni hleðslu. Varist samt að taka alvarlega staðhæf- ingar framleiðenda um þetta, tölur þeirra miðast oft við sér- stök gæðaskilyrði á nýjum síma og standast sjaldan í raun- veralegri notkun þegar frá líð- ur. ICRT notar aðra staðla en framleiðendur í mælingum á þessu og fær yfirleitt aðra út- komu. WAP Margir GSM-símar era nú með WAP-tækni (Wireless App- lication Protocol) til að geta tengst intemetinu, lesið fréttir og áætlanir og nota tölvupóst. WAP er enn á framstigi og yf- irleitt reynist enn tímafrekt og önugt að nota það auk þess sem tengitíminn er dýr. Spum- ingin er hver hefur í alvöru not fyrir slíkt? I samanburði við netsamband í gegnum tölvu er WAP-sambandið óskaplega seinvirkt, dýrt, ófullkomið í mynd og býður aðeins upp á brot af upplýsingaflæðinu. í því formi sem WAP-tæknin er enn þá kann hún að nýtast ein- staka notanda stöku sinnum en fyrir venjulegt fólk og venju- lega notkun er hún lítils virði. Helsti kostur WAP-símanna er sennilega skjárinn sem er mun betri heldur en á hinum símun- um. Sérbúnaður 900 og 1800 Mhz (megarið). GSM-símanetin nota báðar þessar senditíðnir, einkum í þéttbýli, og símamir skipta sjálfvirkt yfir á þá tíðni sem ber minni umferð hverju sinni. 900 Mhz er eldri útgáfan og yfir- leitt er bara um hana að ræða á strjálbýlli stöðum. Flestir nýir GSM-símar geta nýtt báðar tíðnimar en með misjöfnum ár- angri. Hærri tíðnin á að skila meiri gæðum en það fer eftir aðstæðum. Til eru GSM-símar sem líka ná 1900 Mhz (tri- band) og unnt er að nýta þá tíðni sums staðar erlendis, t.d. í Bandaríkjunum. Raddstýring (voice dial- ing) merkir að nóg er að ýta á hnapp og segja síðan númerið eða eitthvert orð sem vísar til þess. Þetta er sérlega hagstætt í bíl en athugið að senn verður skylda að nota handfrjálsan búnað við slíka farsímanotkun. Titrari: Hægt er að stilla símann svo hann titri þegar hringing berst, t.d. á fundi eða samkomu. Þetta er þægilegt til að trafla ekki aðra. Spjallborð (chatboard) er búnaður sem er einkum með Ericsson og Nokia-sfmum og auðveldar að slá inn texta í SMS-skilaboðum og tölvu- pósti. Dagatal tengt klukku er á nokkram símum og hægt er láta það pípa til að minna not- andann á. Skeiðklukka er í sumum símum. Er geislunin hættuieg? Geislun frá GSM-síma nær 2-3 cm inn í höfuð notandans. Lengi hafa verið uppi gran- semdir um að hún væri skað- leg. Niðurstöður úr ítarlegustu rannsókn sem gerð hefur verið á þessu sviði vora birtar 6. febrúar sl. og snerist hún um tíðni heilaæxla hjá GSM-not- endum. Danskir og bandarískir vísindamenn önnuðust rann- sóknina og niðurstöðumar voru birtar í virtasta krabbameins- vísindariti heims, „Joumal of The National Cancer Institute". Niðurstöðumar era í stuttu máli þær að ekki er hægt með þessum rannsóknum að benda á nokkurt orsakasamhengi milli notkunar á GSM-símum og tíðni krabbameins. Hins vegar útiloka þær ekki að slíkt samhengi geti verið staðreynd. Langtum víðtækari rannsóknir þarf að gera til að ganga úr skugga um það. Við rannsóknimar vora not- aðar upplýsingar frá farsíma- og GSM-notendum á áranum 1982-95 og alls tóku rúmlega 420 þúsund Danir þátt í þeim. Sá fjöldi þykir mikill styrkur en hins vegar veikir það mjög rannsóknina í heild að ekki var unnt að hafa með í henni rúm- lega 200 þús. „GSM-stómot- endur", þ.e.a.s. starfsmenn fyr- irtækja. Einnig er það stór galli að ekki var aðgangur að upp- lýsingum um krabbameinstil- felli eftir 1995 en síðan hefur GSM-notkun aukist gífurlega. Markaðskönnunin er á www.ns.is í markaðskönnun Neytenda- samtakanna sem gerð var í apríl eru 38 símar á verðbil- inu 8.400-59.900 kr. og upplýsingar um níu atriði, staðgreiðsluverð, seljanda, framleiðsluland, þyngd, gerð rafhlöðu, endingu rafhlöðu, Mhz, Wit, WAP. 18 NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.