Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 11
Gæðakönnun þess að óhætt sé að það sitji í framsæti bíls með líknar- belg. Staðsetning stóls Stólum fyrir minnstu börnin er oft komið þannig fyrir að bakið snýr fram, öfugt við bílsætin. Barnið snýr þannig baki að framenda bílsins og venjulegri akstursstefnu. Ekki má setja slíka stóla í framsæti bíls ef þar er sjálfvirkur loft- búnaður, líknarbelgur, sem þenst út við árekstur. Belgur- inn blæs út af svo miklum krafli að hann getur brotið bakið á barnabílstól og skaðað hnakka barns. Flestir eru sammála um að minnstu bömin eigi að vera í Gæðakönnun á barnabíLstólum stól sem snýr bakinu fram. Algengt er á Norðurlöndum að snúa stólnum við þegar bamið er eins og hálfs til tveggja ára og vegur 16-18 kg. Að ýmsu leyti fylgir því meira umstang að koma fýrir í bíl bamastól með bakið fram, sérstaklega í baksæti, og það eykur hættuna á því að þeir séu rangt settir í. Víða í Evrópu er byq'að að láta börn snúa fram fýrr en tíðkast á Norðurlöndum. Bömin þurfa mesta vemd allra sem í bílnum eru og stóll með bakið fram skýlir þeim best í árekstrum, sérstaklega ef hann er fyrir miðju í baksæti. I mjög traustum bíl- um án líknarbelgs í mælaborði er í lagi að festa bamastól í framsæti með bakið fram. Fyrirkomulag Bamabílstóla á að vera auðvelt að festa og nota því annars er fólk tregara til að nýta þá. Ef mögulegt er að festa stólinn skakkt án þess að notandinn taki eftir því er hugsanlegt að hann sé ekki traustur. Þess vegna var ekki látið duga að prófa stólana í árekstrum heldur metið hve greinargóðir leiðarvísar voru, sérstaklega um stólinn sjálfan. En stóllinn þarf að vera svo einfaldur að hægt sé að nota hann rétt án þess að hafa leiðarvísinn við höndina. Öryggi stólsins og þægindi barnsins eru þættir sem geta stangast á. Baminu þarf að líða sem best í stólnum. Ef illa fer um það geta foreldrarnir leiðst til að losa svo mikið um bamið að hætta stafi af. Mörg- um bömum finnst eðlilega vont að vera of stíft reyrð en ef festingarnar eru of losaralegar geta þau losað um sig sjálf og þá er öryggið ekki lengur það sama í árekstri. Athugað var í könnun ICRT hve rúmt var um barnið í hverjum stól og hvemig fest- ingar og ólar lágu. Líka var kannað hve auðvelt var að festa stólana i tvær vinsælar gerðir smábíla og hversu þægileg dagleg notkun var, t.d. þegar barnið var sett í og læsingin fest, ólamar stilltar eða áklæðið hreinsað. Börn sem komin eru á International Research and Testing gerði könnunina. Gefin er ein- kunn á kvarðanum 0,5-5,5 þar sem 0,5 er takast og 5,5 best. Stólum er raðað eftir heitdareinkunn innan ftokka, hæsti efst en tægsti neðst. Vörumerki, gerð Heildar- einkunn Framan- ákeyrsla Hliðar- árekstur Hönnun Þægindi í notkun Dagleg notkun Þægindi farþega o.fl. Lægsta verð Hæsta verð Þyngd barns að 13 kg Bebecar Easy Ptus 2,85 2,9 3,2 4,5 4,5 4,5 3,5 15.950 16.800 Britax Rock-a-tot Detuxe 2,59 2,6 2,6 4,5 4,5 5,1 3,5 9.980 15.104 Chicco Synthesis Lux 2,43 2,4 2,8 4,0 4,4 4,9 3,5 8.925 Maxi Cosi Citi 2,30 2,3 1,8 5,2 4,6 5,2 4,2 12.800 Þyngd barns 9-13 kg StorchenmiihLe Happy dream 2,81 3,0 2,3 5,1 4,2 4,5 3,5 14.600 Storchenmuhte Maximum 1,91 1,9 2,6 5,2 4,1 5,1 3,0 14.900 Þyngd barns að 18 kg Cam S146 Ciao Ptus 2,73 2,8 2,7 3,6 3,5 3,0 3,5 10.500 Chicco ShuttLe 2,30 2,3 1,7 2,5 2,5 2,8 2,5 11.980 Brevi Grand Prix 2,00 2,0 2,2 3,0 3,0 2,0 3,0 13.980 15.980 Bebecar A4 1,95 2,0 2,2 3,0 4,4 3,8 4,3 16.600 Britax Ctub Class Extra 1,93 1,9 1,8 ■ 4,6 3,3 2,8 3,3 18990 21.190 Safety Baby Chattenger / First 1,30 1,3 2,2 1,5 4,1 2,5 1,8 10.410 Mon Bebe Turbo up 1,00 2,4 2,7 2.0 1.3 1.5 1,3 10.900 12.900 Þyngd barns 9-18 kg Britax Freeway 2,53 3,0 1,4 5,5 4,6 3,7 3,0 12.690 17.900 Britax Renaissance 2,19 2,2 3,3 4,5 5,0 4,2 2,5 15.900 Maxi Cosi Priori 2,00 2,0 3,3 3,0 2,5 4,2 2,5 15.900 StorchenmiihLe Champion 1,14 1,1 2,9 2,0 4,3 4,0 3,6 20.900 NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.