Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 21
Hársnyrtivörur Sjö skaðleg efni Af þeim sextán efnum sem rannsökuð voru reyndust sjö vera skaðleg umhverfi eða heilsu. Eftirfarandi vörur sem voru rannsakaðar innihéldu þessi ellefu efni (efni sem hafa sömu virkni eru flokkuð saman). 1. Distearyldímoníumklóríð Áhrif á umhverfí: Hefur eituráhrif á vatnalíf- verur, þrávirkt, hefur hugsanlega uppsöfnun- aráhrif. Fannst í vaxi frá Poly Swing. 2. Stearalkóníumklóríð / (bensalkóníum 4-klóríð) - stearalkóníum-hektóríð Áhrif á umhverfí: Hefur eituráhrif á vatnalíf- verur, þrávirkt. Fannst í hárfroðu frá Sebastian og í hár- geli frá Redken. 3. Própýlparaben/bútýlparaben - ísóbútýlparaben Áhrif á umhverfí: Hefur skaðleg áhrif á vatnalífVerur, veik hormónaáhrif við prófanir á fiski, hefur hugsanlega uppsöfnunaráhrif. Leyfílegt magn: 0,4% fýrir stök paraben, 0,8% íyrir parabenblöndur. Fannst í hárfroðu frá Matas Hair Style og Resq, í hárgeli frá Holdstill og Unique Haircare, í vaxi frá AII- ison, Basic Line, DKS HairArt, Matas Hair Style, Resq, Studio Line, Unique Haircare og Www.rufs.com, soft. 4. Formaldehýð Áhrif á heilsu: Mjög ertandi fyrir augu, nef- göng og háls, jafnvel í örlitlu magni. Getur valdið ofnæmi og hefur sannanlega valdið öðmm varanlegum skaða, svo sem erfðagöll- um og krabbameini. Leyfílegt magn: I snyrtivömm 0,2%, ef innihald fer yfir 0,05% á að merkja fram- leiðsluvöruna „inniheldur formaldehýð“. Fannst í hárgeli frá Charles Worthington. 5. Metýlisotíasolínon/metýlklóríðklórísótí- asólínon (í hlutföllunum 1 á móti 3 sama og efnið katon) Áhrif á heilsu: Katon er þekktur ofnæmis- valdur og er eitrað við inntöku. Áhrif á umhverfí: Bæði efnin hafa sterk eituráhrif á vatnalífvemr. Leyfílegt magn: Þegar efnin eru í hlutfollunum l á móti 3 (katon) má magn þess að hámarki vera 0,0015% af framleiðsluvöru. Fannst í hárgeli frá Redken og Swiss Formula. 6. Bensýlalkóhól Áhrif á heilsu: Bensýlalkóhól er m.a. notað í ilmvötn og er þekkt sem ofnæmisvaldur, húðertandi og skaðlegt við innöndun. Leyfílegt magn: Allt að 1%. Ekki er vitað hve margar framleiðsluvömr innihalda efnið, því það kann að vera merkt sem „parfume“. 7. Amínómetýlprópanól Áhrif á heilsu: Er ertandi og í miklu magni getur það skaðað lifur, ným, milta og lungu. Ef efnið fer yfir 1 % í snyrtivöru er það gert hlutlaust, t.d. með því að bæta við fitusým. Áhrif á umhverfi: Skaðlegt fyrir lífríki í vatni. Hugsanlega á mörkum þess að vera þrávirkt. Fannst í hárlakki frá Clinique, El Vital, Elnett, Et godt köb, Exclusiv, Lancðme, Mat- as, Organics, Poly Swing, Redken, Resq, Royal d’Or, Sebastian, Shock Waves, Studio Line, Swiss Formula, Unique Haircare, Wellajlex og Www.rufs.com. Fannst í hár- froðu frá El Vital, Matas Hairstyle, Poly Swing og Studio Line, í geli frá Studio Line og í vaxi frá Studio Line. Rannsókn efnanna Efiiin voru rannsökuð á rann- sóknarstofú sem vinnur meðal annars fýrir danska umhverf- isráðuneytið og aðrar stoíhanir og fýrirtæki í Danmörku og víðar. Eituráhrif kemískra efna á lífríki í vatni voru met- in. Efni telst eitrað þegar magn efnisins í vatni (efna- blanda) drepur eða skaðar 50% af þeim lífvemm sem notaðar em við rannsóknina (þörung- ar, krabbadýr, fiskar). Efnin flokkast í þrjá flokka eftir því hve skaðleg þau em fýrir líf- ríki í vatni. Efni geta einnig mengað plöntur og dýr og komist þannig í fæðukeðjuna. Efni telst hafa uppsöfnunar- áhrif ef útskilnaður er hægari en inntaka í viðkomandi líf- vem. Þá geta efni verið þrá- virk, þ.e. það tekur þau lang- an tíma að brotna niður í skaðminni efni í vatnalífríki eða í frárennsli. Efni geta einnig valdið stökkbreyting- um. Óþörf efni Mörg efni sem notuð em í snyrtivömr eru óþörf. Þess vegna ætti að banna þau sem ekkert er vitað um hvemig virka við langtímanotkun. Ekki síst vegna þess að efnin komast í beina snertingu við húð. Þetta er skoðun Finns Bro-Rasmussens, dansks sér- fræðings í kemískum efnum. „Hvers vegna er sett B-3-víta- mín í hársnyrtivömr, þegar vitað er að vítamín berast lík- amanum gegnum blóðrásina, en ekki gegnum hárið?“ Finn er ósáttur við að framleiddar skuli vera hársnyrtivörur sem innihalda fjöldann allan af ónauðsynlegum efhum. Hon- um fínnst ekki bara óskyn- samlegt að kaupa þessar vör- ur, hann vill láta banna þær. Bönnum þau! Mörg þessara efna eru líf- fræðilega virk, þ.e. þau hafa áhrif á lífrænt ferli. Önnur valda ofnæmi, eða erta augu. Flest þeirra em ónauðsynleg að sögn Finns. Hann álítur að lagasetning í þessum efnum eigi að vera mun strangari. Þetta snýst einfaldlega um að umgangast með varúð hættu- leg efni sem menn vita lítið um. „Við eigum ekki að nota efni sem framkalla ofnæmi. Við eigum ekki að nota efhi sem geta breytt erðaefnum okkar eða hafa áhrif á horm- óna. Ef við getum ekki verið án þessarar framleiðslu þá eigum við að nota þær vömr sem skaða minnst og nota minna af þeim. Við eigum ekki að ofhota kemísk efhi að ástæðulausu! Það væri annað mál ef um væri að ræða mat- vömr sem ekki væri hægt að 21 NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.