Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 18
Gæðakönnun Anganin á skrifstofu Neyt- endasamtakanna þennan sept- emberdag var líkust og í físk- vinnslu. Harðfisklyktin lá yfír öllu. Starfsfólkið hafði íyrr um daginn klippt niður harðfísk frá ijölmörgum framleiðend- um og seljendum, á Ijórða tug talsins, og sett í bakka fyrir þessa matvælasérfræðinga og sælkera. Framundan var harð- físksmökkun. Tilefnið Aðdragandinn að þessari harð- físksmökkun var sá að í sumar barst Neytendasamtökunum bréf að vestan þar sem kvartað var undan því að verið væri að selja svikna vöru í Reykjavík. Svo vitnað sé beint í bréfið: „Harðfiskframleiðendur á Vestíjörðum hafa orðið varir við að verið er að selja misgóð- an harðfisk sem vestfirskan úrvalsharðfísk. Auðvitað eru sómakærir framleiðendur um allt land sem selja vandaða vöru en hún verður ekki vest- firsk nema hún sé framleidd á Vestfjörðum. Verra er þegar verið er að selja lélegan harð- fisk sem vestfirska gæðavöru. Þetta er sérlega hvimleitt þeg- ar ljóst er að vestfirskt hand- bragð og sjávarloft hefur aldrei sett mark sitt á vör- una.“ Nú átti sem sagt að skera úr um það hvort harðfiskur seld- ur í Reykjavík væri annars flokks vara í samanburði við harðfisk sem fenginn var beint að vestan. Tilhögunin Neytendasamtökin sendu fólk út af örkinni til að kaupa harð- físk, bæði ýsu og steinbít, frá fjölmörgum framleiðendum og á mismunandi sölustöðum. I Kolaportinu voru fjölmörg sýni keypt en einnig í versl- unum á höfuðborgarsvæðinu. Þá var maður á ísafirði feng- inn til að kaupa harðfisk hjá harðfiskframleiðendum fyrir vestan, og er sá fiskur merkt- ur að vestan í smökkunartöfl- unum. Að lokum var svo fenginn sérvalinn fiskur frá þróunarsetri Hafrannsóknar- stofnunarinnar á Vestfjörðum. Smökkunin fór þannig fram að fyrst voru smökkuð 17 sýni af harðfiski úr ýsu og síð- an 16 sýni af steinbít. Sýnin voru í bökkum sem voru merkt tölustöfum frá einum og upp úr og vissu smakkarar ekki hver framleiddi né hvað- an sýnin voru fengin. Smakk- aramir gáfu síðan einkunn frá einum og upp í fimm. Ýsa varþað heillin Leiðbeiningar fýlgdu með til smakkaranna. Þegar ýsan var smökkuð þurfti að hafa eftir- farandi í huga: Hvað útlit ýsunnar varðaði átti hún að vera hvít. Hráefnið átti að hafa verið ferskt þannig að ekki væri skemmdarbragð af harð- fiskinum. Ekki mátti heldur vera geymslubragð af honum (frystibragð, pappabragð). Hann átti að vera aðeins saltur, ekki of saltur, þannig að ferskleikabragðið af nýjum góðum físki næði í gegn. Fisk- urinn mátti ekki heldur vera of bragðlaus. Þegar litið er á niðurstöðu smökkunarinnar kemur í ljós að aðeins einu sinni voru smakkararnir sammála, en það var í sýni nr. 2 frá Búa í Reykjavík sem keypt var í Kolaportinu. Allir gáfu því sýni botneinkunn og athuga- semdimar með því voru að fískurinn væri gulur, bragðvondur, hræðilegur, óhæfur til neyslu, ljótur og að það ætti að lögsækja framleið- andann. Einn gaf þessu sýni reyndar 0 en þar sem 0 var ekki á skalanum var það hækkað í 1 og annar sagði að 0 væri réttari einkunnagjöf. Fiskurinn sem keyptur var fyrir vestan kemur mjög vel út úr smökkuninni. Hæsta meðaleinkunnin var 3,8 en tvö sýnishom náðu þeirri ein- kunn. Það var annars vegar sérvalinn fískur frá þróunar- setri Hafró fyrir vestan og fískur frá EG á Flateyri sem keyptur var fyrir vestan. EG á Flateyri átti einnig físk sem keyptur var í Kolaportinu og kom hann vel út, með 3,4 í meðaleinkunn. Einungis einn smakkar- anna gaf hæstu einkunn, 5, og það í þrígang. Fyrir físk frá Oskari Friðbjarnarsyni í Hnífsdal, sem keyptur var í Kolaportinu, físk frá EG á Flateyri, einnig úr Kolaport- inu, og físk frá sama framleið- anda sem keyptur var fyrir vestan. Smakkararnir töldu ekki að það hefði áhrif á einkunna- gjöfína að sumir væru meira fyrir steinbít en ýsu. Fram kom að einungis einn smakk- aranna kaus ýsuna fram yfir steinbítinn. Þegar sérfræðing- amir voru spurðir þegar leið á smökkunina hvort þetta væri ekki allt farið að renna saman í eitt bragð í munninum á þeim voru þeir alls ekki á því og Úlfar hélt nú að þetta væri í góðu lagi, hann hefði einu 18 NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.