Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 5
Erfðatæknin - og draumar sem ekki rættust Erfðabreyttar afurðir voru fyrst þróað- ar og markaðssettar í Bandaríkjunum. Til þessa hefur skort næga vísindaþckk- ingu og hlutlausar rannsóknir. Fram- vindan hefur ráðist meira af gróðasjón- armiðum þeirra fyrirtækja sem standa að erfðabreytingum en öryggi afurð- anna. Og bandarískur almenningur sem gaf þessu lítinn gaum til skamms tíma er farinn að efast, erfðatækninni fylgdu ekki þeir kostir sem fyrirtækin lofuðu. Meira skordýraeitur - ekki minna Um nokkurt skeið hefur verið vitað að varnarefni gegn illgresi og skordýrum menga matvæli en nýrri rannsóknir hafa varpað Ijósi á neikvæð áhrif þeirra á ferskvatnsbirgðir. Sumar tegundir eitur- efnanna brotna niður í efni sem líkja eftir kvenhormóninu estrógen. Þessi efni renna af ræktunarlandi íferskvatn (grunn- vatn og ár) og komist þau í neysluvatn kunna þau að valda kynbreytingum á karldýrum. Vísindamenn óttast að hér sé komin ein skýring á því hvers vegna karl- dýr krókódíla í mörgum vötnum í Flórída eru ófrjó og eistu þeirra tekin að líkjast eggjastokkum, eða hvers vegna kynfæri margra hjartardýra sem könnuð voru í Montana reyndust vansköpuð. Erfðabreyttar nytjaplöntur voru hann- aðar m.a. til þess að draga úr notkun eiturefna. Líftæknifyrirtækin gáfu fyr- irheit um að umhverfisáhrif mundu þar með minnka og kostnaður bænda sömuleiðis. En eftir átta ára ræktun erfða- breyttra plantna í Bandaríkjunum hefur verið staðfest að hún krefst meiri - ekki minni - notkunar eiturefna. Dr. Charles Benbrook, framkvæmdastjóri umhverf- isstofnunar (Northwest Science and Environment Policy Centre) í Idaho, hef- ur nýlega rannsakað þetta á grundvelli opinberra gagna og sýnt fram á að eftir þriggja ára ræktun erfðabreyttra plantna (maís, soja og bómull) í Bandaríkjunum var meðal notkun eiturefna orðin meiri en í venjulegri ræktun, á sjötta ári (2001) var munurinn 5% og tveimur árum síðar 11,5%. Aukin notkun eiturefna er eink- um rakin til þess að illgresi og skordýr mynduðu mótefni gegn þeim efnum sem beitt var við ræktunina. Erfbabreytt mjólkurhormón undir smásjá Líftæknifyrirtækið Monsanto þróaði á sínum tíma erfðabreytt hormón (rBGH) sem sprautað er í mjólkurkýr til að auka nyt þeirra. Notkun þess hefur ýmsar alvarlegar aukaverkanir í för með sér fyrir kýrnar og hefur því leitt til aukinnar notkunar sýklalyfja. Samtök neytenda og marga vísindamenn hefur lengi grunað að vaxtarhormónið kunni að hafa áhrif á myndun brjóstakrabbameins og ótíma- bæran kynþroska. Hið síðarnefnda er vaxandi áhyggjuefni, m.a. eftir að vísindaritið Pediatrics greindi frá niður- stöðum rannsóknar sem bentu til þess að 6,7% hvítra stúlkna og 27,2% svartra sýni fyrstu merki um kynþroska fyrir átta ára aldur, og að brjóstamyndunar og skapahára verði vart hjá 1% þriggja ára gamalla stúlkna. Kanada og Evrópusambandið hafa bannað notkun á þessu hormóni, en í Bandaríkjunum er stór hluti mjólkur framleiddur með því og hún seld án merkinga. Ýmsar mjólkurstöðvar vestra svöruðu kröfum neytenda sem ekki vildu taka áhættu af neyslu hennar með því að bjóða mjólk sem merkt er „framleidd án tilbúinna vaxtarhormóna". Monsanto brást við með því að kæra eina slíka stöð fyrir villandi merkingar, sem segir sína sögu um viðhorf fyrirtækisins til valfrelsis neytenda og eðlilegra samkeppnishátta. Evrópa beitir varúbarreglunni á erfba- tækni Evrópuríki efuðust um réttmæti þess að demba afurðum órannsakaðrar tækni á markað og tóku með fyrirvara þau fyrirheit að erfðatækni „bjargi hungruð- um heimi". ESB setti fimm ára bann við frekari leyfisveitingum á ræktun og markaðssetningu erfðabreyttra afurða. Banninu var nýverið aflétt vegna kæru sem Bandaríkin lögðu fram hjá WTO, en áður setti ESB nánari reglur sem ætlað er að tryggja betur öryggi afurða og val- frelsi neytenda. Þess er vænst að íslensk stjórnvöld verndi náttúru landsins og ör- yggi neytenda með því að viðurkenna þá óvissu sem fylgir erfðavísindum og fari að fordæmi annarra Evrópuríkja með því að beita varúðarreglunni til hins ýtrasta við notkun erfðatækni. Helstu heimildir: íslenskar og evrópskar iagaregl- ur (raduneyti.is; europa.eu.int/eur-lex); skýrslur frá Union of Concerned Scientists (ucsusa.com); C.M. Benbrook: Impacts of Genetically Engineered Crops on Pesticide Use in the United States (Bio- Tech InfoNet, November 2003); skýrslur frá breska landbúnaðarráðuneytinu og Soil Association. NEYTENDABLAÐI0 1.TBL. 2004 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.