Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 9
10 ástæöur fyrir því að velja lífrænar afurðir Vottunarstofan Tún hefur gefið út 10 ástæður fyrir því að velja lífrænar afurð- ir. Þær fara hér á eftir: • Lífrænar afurðir eru framleiddar í sátt við umhverfið. • I lífrænum vörum fara saman öryggi, hreinleiki, mikil bragðgæði og fjölþætt næringarsamsetning. • Lífrænar matjurtir eru framleiddar án eiturefna og tilbúins áburðar. • Með því að kaupa lífrænar vörur hvet- ur þú til skynsamlegrar landnýtingar og gróðurverndar. • Lífrænar aðferðir draga úr hættu á ýmiss konar mengun í matvælum. • í lífrænni ræktun eru ekki notaðar að- ferðir og efni sem eru náttúrunni fram- andi. • Lífrænar búfjárafurðir eru framleiddar með góðri meðferð dýra og náttúruleg- um fóðurefnum og án hormóna. • Erfðabreytt efni eru bönnuð í lífrænni framleiðslu. • Við vinnslu og meðferð er lífrænum vörum haldið aðgreindum frá öðrum vörum og notkun íblöndunarefna er haldið innan strangra marka. Lífræn mjólkur- framleiðsla á Neðra Hálsi Það var boðið upp á pönnukökur í tilefni af því að sólin var aftur farin að skína á Neðra Hálsi. „Hún hverfur í einn mánuð yfir veturinn," sagði Dóra Ruf húsmóðir- in á bænum. Neytendablaðið var mætt til að ræða við þau Kristján Oddsson bónda á Neðra Hálsi í Kjós og konu hans Dóru um lífræna mjólkurframleiðslu. Kristján er fæddur og uppalinn á Neðra Hálsi en þar er tvíbýli. Um 1984 fóru þau hjónin að skoða möguleika á líf- rænni mjólkurframleiðslu. „Við höfum alltaf verið með lífræna rækt- un í garðinum, grænmeti og kryddjurtir og einnig í trjáræktinni, þar höfum við aldrei notað tilbúinn áburð." Ástæðan fyrir því að þau ákváðu að fara út í lífræna ræktun var að hluta til af hugsjón en einnig kenndi neyðin naktri konu að spinna. Kristján var með slæmt exem á höndum og eftir að hafa leitað árangurslaust til lækna var honum bent á að mataræðið hefði mikið með þenn- an sjúkdóm að gera. „Ég ákvað því að breyta mataræðinu og þá lá beinast við íslenskar lífrænar afurðir Hér á eftir fer listi yfir íslenskar lífræn- ar afurðir sem seldar voru í verslunum síðastliðið vor: Grænmeti: Gulrætur, gulrófur, rauðrófur, gul/ rauð/græn paprika, tómatar, gúrkur, kirsuberjatómatar, hvítkál, blómkál, rauðkál, spergilkál, grænkál, spínat, engjasalat, rucola salat (klettakál), mísúna salat Kryddjurtir: Steinselja, grænn/rauður chilipipar, basilíka, órigan, tímían, majoram, og nokkrar fleiri tegundir af ferskum kryddjurtum Te- og heilsujurtir: Fjöldi villtra og ræktaðra jurta, m.a. beitilyng, blágresi, burnirót, gulmaðra, hjartaarfi, kamilla, klóelfting, maríu- stakkur, mjaðurt, sigurskúfur, túnfífill, vallhumall, ætihvönn, o.fl. Kartöflur: Rauðar íslenskar, Gullauga að skoða hvernig matvæli verða til. Þar sem við erum matvælaframleiðendur ákváðum við að framleiða matvæli sem væru ómenguð og sem náttúrulegust og þannig leiddumst við út í lífræna rækt- un." Hamingjusamar kýr á íslandi Þau Kristján og Dóra eru með 32 mjólk- andi kýr en auk þess um 40 aðra gripi á húsi, naut, kvígur og kálfa. Nautin nota Korn: Bygg, bankabygg Brauð: A.m.k. 17 tegundir brauða, m.a. heil- hveitibrauð, rúgbrauð, sólkjarnabrauð, sesambrauð, spelt- brauð, gulrótar-speltbrauð, ávaxta- brauð, glútenlaus brauð, o.fl. Tilbúnir réttir: Byggsalat/tabúle, byggborgarar, rauðrófu- buff Mjólkurvörur: Nýmjólk (1 I), AB-mjólk (0,5 I), lífræn jógúrt með múslí, lífræn jógúrt með jarðarberjum, hrein lífræn jógúrt Búfjárafurðir, annað: Lambakjöt, egg Fæðubótarefni: Ætihvannarfræ, túnfífill, klóelfting, mar- íustakkur, mjaðurt Nuddolíur: Birkiolía, Blágresisolía, Lífolía Áburður/fóður: Þangmjöl, Þaramjöl, Garðamjöl Garðagróður: Ýmsar tegundir trjáplantna (og blóma) Cefið á garðann. þau til að halda kúnum undir en mælt er með því að takmarka mjög tæknifrjóvg- un við lífræna framleiðslu. Þó þurfa þau af og til að fá „sæðingameistara" til að fá nýtt blóð í kúakynið. Kýrnar eru hafðar á húsi yfir veturinn en ólíkt því sem gengur og gerist hjá öðr- um mjólkurframleiðendum er kúnum á Neðra Hálsi hleypt út vikulega yfir NEYTENDABLA0IÐ 1.TBL. 2004 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.