Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 5
Algeng svör þegar gölluðum vörum er skilað Rangt „Þetta er framleiðslugalli." „Varan var keypt á útsölu." „Á skiltinu stendur: Vörur fást ekki endurgreiddar." „Þú verður að hafa kvittun." „Þú getur aðeins fengið inneignar- nótu." Rétt Alltaf má kvarta beint til seljanda. Útsöluvörur mega ekki vera gallaðar. Skilti breytir ekki lagalegum rétti þínum. Hvers konar sönnun um kaupin nægir. Ef varan er gölluð má krefjast endur- greiðslu, nýrrar afhendingar eða við- gerðar. • Hollustuvernd vegna hollustuhátta, mengunarvarna og matvæla. • Lyfjastofnun vegna aukaverkana lyfja, auglýsinga á lyfjum, framleiðslu lyfja o.fl. • Landlækni vegna heilbrigðisstofnanna og heilbrigðisstarfsmanna. • Fjármálaeftirlitið vegna viðskiptahátta fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga eða lífeyrissjóða. • Umboðsmann Alþingis vegna starfs- hátta stjórnvalda og opinberra aðila. • Persónuvernd vegna persónuupplýs- inga og ólögmæts aðgangs að upplýs- ingum. • Lögmann eða dómstóla vegna hvers konar neytendamála. Hér ber þó að hafa í huga umtalsverðan kostnað og er þessi leið oftast síðasta úrræðið í neytendamálum. Að taka ábyrgð Neytendureiga ekki aðeins rétt, þeir hafa líka skyldur. Jafnvel þótt full harkalegt sé að segja við þann sem gert hefur glappa- skot í viðskiptum „þú getur sjálfum þér um kennt", verður ekki fram hjá því litið að ef til stendur að greiða umtalsverða fjárhæð fyrir vöru eða þjónustu er nauð- synlegt að vinna heimavinnuna sína. Til dæmis er ekki ráðlegt að kaupa notaðan bíl án þess að kynna sér vel ástand bfls- ins og sögu, t.d. með ástandsskoðun og afla upplýsinga um hvort um tjónabíl sé að ræða. Enginn ætti að æða út í „kjarakaup" án þess að hugsa. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt þá er það því miður oft reyndin. Nauðsynlegt er að gefa sér tíma til að hugsa hlutina til enda. Það getur sparað tíma, peninga og streitu. Skilaréttur Ef varan eða þjónustan er í lagi en þú hefur skipt um skoðun og vilt fá að skila eru ekki til nein lög sem þú getur byggt kröfu þína á. Þar af leiðandi getur verið til lítils að kvarta í þeim tilvikum. Margar verslanir hafa þó einhverjar skilaréttar- reglur. Að auki hefur þeim verslunum fjölgað sem fara eftir samræmdum skilaréttarreglum sem unnar voru hjá við- skiptaráðuneytinu og tryggja neytendum 14 daga skilarétt. Á heimasíðu Neytenda- samtakanna, www.ns.is, er að finna lista yfir þær verslanir sem fylgja samræmdu skilaréttarreglunum. Jafnvel þótt verslun sé ekki með neinar skilaréttarreglur í gildi má alveg láta reyna á samningsvilja verslunarinnar varðandi skil. Hér ber þó að hafa í huga að versluninni er heimilt að neita að taka vöruna til baka. Hvernig á að kvarta í hnotskurn • Kvartaðu alltaf við réttan aðila. • Ekki bíða með að kvarta - lagalega get- ur skipt máli að kvarta strax. • Kvartaðu skriflega ef ekki er leyst úr munnlegum kvörtunum. • Gefðu seljanda tiltekinn frest til að bæta úr málinu eða svara, t.d. 14 daga. • Nefndu félagsaðild þína að Neytenda- samtökunum. • Haltu vel utan um alla pappíra, s.s. kvittanir, myndir og bréf. • Skráðu hjá þér málsatvik, s.s. dagsetn- ingar og tíma, nöfn vitna og símanúm- er og nöfn þeirra starfsmanna sem þú hefur talað við. • Taktu afrit af öllum gögnum. • Ef þú kvíðir fyrir því að hringja í selj- andann skaltu vera standandi þegar þú hringir. Það hefur ótrúleg áhrif! • Fáðu fullt nafn og stöðu þess starfs- manns sem þú talar við (sérstaklega þegar um símtal er að ræða). Þá fær starfsmaðurinn strax mun meiri áhuga á málinu. • Haltu kvörtun þinni til streitu en láttu ekki raska ró þinni. Gott getur verið að taka með sér traustan vin þegar talað er við seljandann. • Vertu ákveðinn. • Vertu tilbúinn að fara millileið ef annað gengur ekki. • Ef ekki er leyst úr kvörtun þinni með sanngjörnum hætti skaltu læra af reynslunni og vara alla vini þína við. Að vera virkur neytandi er mikil vinna sem krefst staðfestu og fyrirhafnar. Notaðu þau ráð sem hér voru gefin til að forðast algeng mistök og til að efla sjálfstraustið. Nokkur heilræði • Skoðaðu úrvalið ífleiri en einni versl- un. • Lestu smáa letrið (og fáðu útskýring- ar á skilmálum). • Geymdu kvittanir og ábyrgðarskír- teini á vísum stað. • Ekki reyna að gera við eða breyta gölluðum vörum. Það getur haft áhrif á ábyrgð seljandans gagnvart þér. • Ekki nota vörur til annars en þess sem þeim er ætlað að nýtast í, s.s. strigaskó í fjallgöngur. • Ekki gleyma rýrnun - ef hreinsunin skemmir 3 ára gamla kápu áttu ekki rétt á verði nýrrar kápu í bætur. • Lífstíðarábyrgð lifir ekki lengur en fyrirtækið sjálft. • Þegar þú kaupir gjafir skaltu biðja um „gjafamerki" svo hægt sé að skipta eða skila án kvittunar. • Verslaðu á stöðum sem mælt hefur verið með (sérstaklega þegar þú kaupir þjónustu). • Gerðu samninga við félaga í viður- kenndum fagfélögum. • Gerðu nákvæma samninga. Sérstak- lega þegar keypt er þjónusta iðnaðar- manna. • Ekki greiða dýra þjónustu að fullu fyrirfram og fáðu alltaf kvittun fyrir innborgunum. • Greiddu atkvæði með athöfnum þín- um - ekki versla þar sem þú hefur fengið slæma þjónustu! Greinin er að hluta til þýdd og staðfærð eftir grein sem birtist í írska neytendablaðinu Consunter Choice í mars 2003. NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL. 2004 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.