Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 23
Óvinsæl í tímum Eugenie Mielczarck hefur rannsakað hávaða á líkamsræktarstöðvum í Bandankjunum og hún komst að því að þessum leiðbeinandi reglum er sjaldnast fylgt. Það var reyndar nær ómögulegt að finna líkamsræktarstöð þar sem tónlistin var undir hættumörkum. Mielczarck tók mælitæki með sér í „spinning"-tíma og komst að því að hávaðinn mældist jafn- an á bilinu 100-110dB sem er mun hærra en ráðlagt er. Þegar Mielczarck kvartaði við starfsfólkið vissi það yfirleitt ekki um neinar reglur og gerði lítið úr málinu. í eitt skipti bað hún kennarann um að lækka aðeins tónlistina og var þá beð- in um að yfirgefa tímann. Yfirleitt tók starfsfólk því illa þegar Mielczarck kvart- aði undan hávaða og var henni jafnvel bent á að ef hún þyldi ekki hávaðann væri þolfimi ekkert fyrir hana. Algeng afsökun var að allir aðrir væru sáttir við hávaðann. Mielczarck bendir á að kennarar leggi sig fram um að leiðbeina fólki í líkamsrækt til að koma í veg fyrir meiðsli en lítið tillit sé tekið til þess skaða sem hávaði getur valdið á heyrn. Hins vegar er þó von til þess að kennarar muni lækka tónlistina því þeir eru í auknum mæli farnir að þjást af raddskaða þar sem þeir þurfa að hrópa mjög hátt til að yfirgnæfa há- vaðann. Ráðleggingar til iðkenda Mielczarck beinir þeim tilmælum til þolfimiiðkenda sem er annt um heyrn sína að mæta aðeins fyrr í þolfimitíma og eiga orðastað við kennarann. Iðkandinn á að biðja kennarann um að stilla hljóm- flutningstækin þannig að ekki þurfi öskur til að yfirgnæfa tónlistina. Hann á einnig að verða sér úti um desibelamæli og mæta með hann í tíma til að mæla hljóð- stigið. Þó er ekki víst að aðrir iðkendur kunni að meta framtakið og er viðbúið að aðrir í tímanum mótmæli og þrýsti á kennarann að hækka tónlistina. Hins vegar mun hinn ábyrgi kennari á þessum tímapunkti fræða fólk um skaðsemi hárr- ar tónlistar og fara eftir leiðbeiningum um hávaðamörk. Hér á íslandi hefur hávaði í þolfimitím- um lítið verið rannsakaður og veit Neyt- endablaðið ekki til þess að til séu neinar leiðbeinandi reglur um hávaðamörk á líkamsræktarstöðvum Hávaði í kvikmyndahúsum Margir kvarta undan hávaða í kvik- myndahúsum og finnst sem hávaðinn fari vaxandi. I grein á heimasíðunni www.youth.hear-it.org er fjallað um há- vaða í kvikmyndahúsum undir fyrirsögn- inni „The lord of the noise" eða „Kon- ungur hávaðans". Þar er sagt frá því að í myndinni Harry Potter og leyniklefinn hafi meðal hljóðstig verið 74 dB og farið hæst upp í 93 dB þegar bardaginn við snákinn stóð sem hæst. í myndinn Tveir turnar var meðal hljóðstig 78 dB og náði hámarki í 95 dB. Myndin er þriggja tíma löng og í 30% af myndinni er hljóðstig yfir 80 dB. Hér á landi eru reglur sem Gott hljóð er forsenda þess að skákmenn geti einbeitt sér. kveða á um hámark hljóðstyrks í kvik- myndahúsum og sér heilbrigðiseftirlitið í hverju sveitarfélagi um að þeim sé fram- fylgt. Samkvæmt þeim reglum sem hér gilda eru dæmin að ofan úr Hringadrott- inssögu og Harry Potter undir leyfilegum mörkum. Mörgum kann aðfinnast hávað- inn í kvikmyndahúsum mikill þótt hann sé undir leyfilegum mörkum en þá er um að gera að forðast svokallaðar „power"- sýningar og taka eyrnatappa með í bíó. Hljóðstig er mælt í desibelum dB(A) Skrjáf í laufi er um 10 dB(A) Hvísl á bilinu 20-30 dB(A) Regn eða lág tónlist 50-60 dB(A) Hárþurrka og ryksuga um 70 dB(A) Umfenðarniður 80 dB(A) Barnsgrátur og borvél 100 dB(A) Tónleikar, flugvélar og viðvörunar- bjöllur á bilinu 100-140 dB(A) Sársaukamörk eru talin vera um 120 dB(A) Mysa - hnA , - það er málið Ein vanmetnasta landbúnaðarafurðin á ís- landi er án efa mysan. íslendingar kunna vel að meta skyr og hefur skyrneysla þjóðarinnar stóraukist á undanförnum árum og var í fyrra 2.580 tonn. Mysan sem verður til við skyrgerðina er að mestu leyti ónýtt. Á ári hverju er því mörgum milljónum lítra af mysu hellt niður. Mysan er meinhollur drykkur sem við virðumst þó ekki kunna að meta ef marka má sölutölur, en einungis örlítið brot af þeirri mysu sem til fellur við skyr- gerðina fer á markað. Mysan er algerlega fitusnauð og eilítið kalkríkari en mjólkin. Mysan er dálítið súr, ekki ólík hvítvíni enda er algengt að hún sé notuð við matargerð í stað hvít- víns, t.d. í fiskirétti. Ef ávaxtasafa er blandað við mysuna fæst Ijúffengur og svalandi drykkur sem þjóð- in getur sötrað í fullkomnu samræmi við manneldismarkmið. Ekki má gleyma því að mysan er þar að auki ódýrari en ávaxtasafar þannig að þessi blanda gæti lækkað aðeins mat- arreikninga heimilanna og er víst ekki vanþörf á. Heilsudrykkur Neytendablaðsins Mysa og blartdaður ávaxtasafi til helm- inga Klakar Neytendablaðið mælir með þessum svalandi mysudrykk, ekki síst á heitum sumardögum.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.