Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 22
Hávaðamengun Hávaði er talinn vera ein helsta orsök streitu í nútímasamfélagi. Þrátt fyrir það er umræða um skaðsemi hávaða lít- il enda gera eflaust fæstir sér grein fyrir hversu alvarleg áhrif hávaði getur haft á heilsufarið. Hávaði getur valdið streituviðbrögðum eins og auknu magni adrenalíns í líkam- anum. Við það hækkar blóðþrýstingur, andardráttur verður örari og vöðvar líkamans spennast. Hávaði getur einnig valdið þreytu, höfuðverk og einbeitingar- leysi en rannsóknir hafa sýnt að nemend- ur við skóla í hljóðlátum hverfum sýna betri námsárangur en þeir sem stunda nám í skólum sem eru t.d. staðsettir rétt við flugvöll. Miðað við þau neikvæðu líkamlegu áhrif sem hávaði hefur á fólk er athyglisvert hvað hávaði af mannavöldum er algeng- ur og viðgengst víða. Má þar nefna há- vaða í verslunum, líkamsræktarstöðvum, á matsölustöðum, íþróttakappleikjum og á skemmtistöðum og börum. En þetta er kannski að breytast. Nýlega tók Elís Árnason við starfi framkvæmda- stjóra á Hard Rock Café. Það vakti nokkra athygli að hann lét það verða sitt fyrsta verk að lækka tónlistina á staðnum. Að sögn Elís hefur þetta mælst vel fyrir og ekki dregið úr aðsókn nema síður sé. Skaðsemi hávaða metin Þegar skaðsemi hávaða er metin verður að horfa til þess tíma sem dvalið er í hon- um. Hámarksdvöl í hávaða á sólarhring án þess að verða fyrir heyrnarskaða er 8 klst í 85 dB(A) en einungis 15 mínútur í 100 dB(A). Hávaði sem er um eða yfir 110 dB(A) er orðinn það mikill að ekki er horft til tímans. Hávaðatoppar sem fara yfir 110 dB(A) eru skaðlegir þó að þeir vari einungis í mjög skamman tíma. Herferð gegn hávaða Umræða um hávaða og hvað sé til ráða hefur verið áberandi á Norðurlöndunum og eru stjórnvöld þar farin að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir heyrnartap og aðra fylgifiska dag- legs hávaða. Sérstaklega hefur umræð- an um hávaða í skólum og leikskólum verið áberandi en rannsóknir sem hafa verið gerðar á Norðurlöndunum benda til þess að hávaði í skólum og leikskólum fari vaxandi og sé oft yfir hættumörkum. Ný viðamikil rannsókn frá dönsku vinnu- umhverfisstofnuninni bendir til þess að leikskólakennarar séu sá hópursem mest líður fyrir hávaða á vinnustað. Átta af hverjum tíu leikskólakennurum þurfa að hækka röddina daglega og það er meira en hægt er að segja um starfsfólk í slátur- húsum, verkstæðum og öðrum hávaða- sömum vinnustöðum. Grunnskólakenn- arar þurfa líka að þola talsverðan hávaða vegna vinnu sinnar og nýlega hóf danska umhverfisráðuneytið herferð gegn há- vaða sem er beint til barna í 4-7 bekk. Herferðin ber yfirskriftina „Skru ned" eða „Lækkaðu" og hefur að markmiði að vekja athygli barna á þeim hávaða sem þau búa við og hvernig hægt er að tak- marka hávaða dagsdaglega. Upplýsingar um herferðina má finna á heimasíðunni w.skruned.dk Hávaði í leikskólum Frá árinu 2000 hafa Leikskólar Reykja- víkur unnið markvisst að heilsueflingu á meðal starfsmanna leikskólanna. Það kom í Ijós að hávaði er einn af þeim þáttum sem skiptir miklu máli fyrir líðan starfsmanna að sögn Ágústu Guðmars- dóttur sjúkraþjálfara sem er verkefnis- stjóri heilsueflingarinnar. Við mælingu í þremur leikskólum reyndist hávaðinn yfir hættumörkum. Þó að loft séu klædd plötum sem draga úr endurkasti hljóðs dugarþaðekki alltaftil. Starfsmenn íleik- skólum þurfa því að vera mjög meðvitað- ir um hávaða og sífellt að reyna að halda honum í skefjum til að bæði börn og fullorðnir verði ekki fyrir of miklu álagi af hans völdum. Ýmislegt er hægt að gera til að koma í veg fyrir hávaða. Má þar nefna að nota innirödd, hvísla frekar en hækka sig, nýta vel öll rými þannig að börnin dreifist betur um leikskólann, loka á milli rýma, setja dúka á borð og fá mottur á gólf. Hreyfing er þér holl en hávaðinn ekki Hávaði er langt því frá bundinn við skóla og leikskóla. Líkamsræktarstöðvar eru síður en svo hljóðlátar enda telja sumir háa tónlist og enn hærri hvatningaróp kennara ómissandi ef koma á iðkendum í gott form. American Council of Exercise (Samtök leiðbeinanda í líkamsrækt) hefur gefið út leiðbeinandi reglur til lík- amsræktarstöðva um hljóðstig í þolfimi- tímum. Samkvæmt reglunum á tónlist í tímum ekki að fara yfir 80dB. Eins er líkamsræktarstöðvum skyltað hafa mæli- tæki til staðar og fylgjast með því að há- vaðinn fari ekki yfir leyfileg mörk. 22 HEnENDABLAeiÐ2.TBL.2004

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.