Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 15. júní 1999 BÆNDABLAÐIÐ 27 Burf ur hjá íslenskum kúm sem hera hlendingum ai Aberdeen Angus eða Limousín kyni Nú er það langt um liðið síðan notkun sæðis nýju holdanautakynjun- um, Aberdeen Angus og Limosín, hófst að fyrstu blendingsgripunum hefur þegar verið slátrað. Fréttir berast af því að þessir gripir hafa greinilega verulega vaxtargetu umfram þá gripi sem áður hafa verið til kjötframleiðslu hér á landi. Þegar notkun þessara gripa hófst var notkun Limousín naut- anna í upphafi takmörkuð við til- raun til að kanna áhrif af notkun þeirra á burð slíkra blendingskálfa hjá íslenskum kúm. Þegar hluta þeirrar tilraunar var lokið var gert bráðabirgauppgjör á niðurstöðum og í ljósi þeirra leyfði yfirdýra- læknir notkun sæðis úr þessum nautum um allt land. Gerð var þá grein fyrir þeim niðurstöðum sem fengist höfðu á þeim tíma í stuttri grein hér í blaðinu. Nú er lokið endanlegu uppgjöri á umræddri til- raun. Hér á eftir verður gerð grein fyrir örfáum helstu þáttum sem þar komu fram. Upplýsingar um burði hjá 317 kúm Tilraunasæðingar voru fram- kvæmdar á um 30 búum í Eyjafirði, en auk þess á skólabúinu á Hvanneyri, í holdanautabúinu á Sólheimum í Akrahreppi og á Egilsstöðum á Völlum. Upplýsingar fengust um burði hjá 74 kúm sem báru Aberdeen Ang- us blendingum og 77 kúm sem áttu Limousín blendinga auk þess sem frá sömum búum voru frá sama tíma upplýs- ingar fyrir 166 kýr, sem báru kálf- um undan nautum sæðingastöðvar BÍ sem í notkun voru á sama tíma. Það sem er ef til vill önnur þýðingarmesta staðfesting sem fékkst í þessari tilraun er að kýr sem ganga með blendingskálfa af Limousín kyni ganga með kálfinn um viku lengur en aðrar kýr. Eng- in slík áhrif voru hins vegar merkj- anleg um Aberdeen Angus blend- inga. Þessar niðurstöður eru sam- hljóma því sem lesa má um úr er- lendum niðurstöðum. Þessi áhrif á lengd meðgögngu hjá kúnum sem ganga með Limousín blendingana eru það mikil að full ástæða er fyr- ir bændur að vera þess vel meðvit- aða gagnvart fóðrun og meðferð á þessum kúm fyrir og um burð. Limousín blendingarnir tœp 44 kíló við fœðingu Hjá þeim sem höfðu til þess aðstöðu var óskað upplýsinga um þunga kálfanna og bijóstummál við fæðingu. Fyrir um helming fæddra kálfa eru þessar upplýsing- ar fyrir hendi. Þar kemur fram greinilegur stærðarmunur. ís- lensku kálfamir eru að meðaltali 33,5 kg, Aberdeen Angus blend- ingamir rúm 38 kg og Limousín blendingamir tæp 44 kg. Hlið- stæður en heldur minni munur er á brjósummáli. Fyrir alla kálfana vom upplýsingar um stærð þeirra á huglægum kvarða sem var frá 1 sem var mjög lítill kálfur til 5 sem var mjög stór kálfur. Þar kemur áðumefndur stærðarmunur mjög skýrt í ljós því að meðaltal saman- burðarkálfanna er 2,7, hjá Aber- deen Angus blendingunum 3,1 en 3,8 hjá Limousín blendingum. Þá var aflað upplýsinga um hvemig burður hefði gengið fyrir sig. I engu tilviki í allri tilrauninni hafði þurft keisaraskurð til að ná kálfinum. Burðarerfiðleikar vom samt meiri hjá blendingunum. Þannig vom í 19,5% tilfella Limousín kálfamir dregnir frá kúnum, 12,2% Aberdeen Angus blendinganna en í samanburðar- hópnum var þetta hlutfall 7,8%. Rétt er að benda á að fram hefur komið í samtölum við bændur að vegna lengri meðgöngu Limousín blendinganna höfðu rnenn meira andvara en ella við burð þeirra kálfa, sem hugsanlega kann að hafa einhver áhrif á niðurstöður. Umræddur stærðarmunur kálfanna og munur í áhættu um burðarhjálp er önnur mikilvæg niðurstaða til- raunarinnar. Heilsufar fyrir og eftir burð Einnig var aflað upplýsinga um heilsufar kúnna fyrir og eftir burð og um afdrif þeirra kálfa sem fæddust. Ekki var hægt að greina neina þætti um heilsufar kúnna sem hægt væri að tengja því af hvaða uppmna kálfurinn sem kýrin gekk með var. Hins vegar vekur það nokkra athygli að af ís- lensku kálfunum og Aberdeen Angus blendingum em um 10% sem fæðast dauðir eða drepast í fæðingu meðan aðeins einn Limousín blendingur hlaut slík ör- lög. Af upplýsingum um hegðun kálfanna virðist hins vegar mega ráða að Limousín blendingamir em ekki eins líflegir fyrst eftir burð og íslenskir kálfar. Einnig er greinilegt að þeir em tregari við að læra mjólkurdrykkju en íslenskir kálfar. Suma hef ég heyrt lýsa því þannig að þeir telja Limousín ble'ndingana heimskari en íslensku kálfana. Hér hefur verið gerð grein fyrir því helsta sem fram kom í um- ræddri tilraun. Þá vitneskju er eðli- legt að hafa í huga þegar notkun á sæði úr þessum holdanautum er áætluð. Meginatriði er að sæði úr þessum kynjum á ekki að nota til sæðinga nema fyrir fullorðnar kýr sem reynsla er fengin um að eigi auðvelt með burð. Sérstaklega er þetta mikilvægt við notkun sæðis úr Limousín nautunum. Tilraun með eldi blendingsgripa Á tilraunastöðinni á Möðru- völlum er í gangi tilraun með eldi blendingsgripa af þessum kynjum. Þaðan munu brátt fást mikilvægar niðurstöður til að hagnýta við skipulagningu á fóðmn og með- ferð blendinganna. Ljóst virðist að með notkun slíkra blendinga í nautakjötsfram- leiðslu hér á landi skapast þar nýir möguleikar sem ekki vom fyrir hendi áður. Miklu varða að þeir séu rétt nýttir. Þar er þekkingaröfl- un um alla þætti sem lúta að burði þessara gripa, fóðmn þeirra og meðferð mikilvæg undirstaða. Ef skipulega er að unnið ætti að vera mögulegt að byggja upp traustari gæðaframleiðslu á nautakjöti hér á landi en áður hefur verið til staðar. Nautgriparækt Jón Viðar Jónmundsson Gæöi í fyrirrúmi Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við nú mest seldu diskasláttuvél í heimi. GMD 100 línuna á sérstöku tilboðsverði. wweÉwiwSx * -M Núpur Lyngbrekka Hraunháls Barkarstaðir Blönduós • Mureyri "• Varmahllð • Húnssuðir* Silawrap rúlluplast er fáanlegt hjá umboðsmönnum um allt land og faest bæði í og Fáanlegt í 50 sm. og 75 sm. breiddum. Roykjavlk Miklaholt lit. Vatnsskarðshólar Útsölustaðir Véla Þráinn B. Jónsson Þríhyrningur hf. Þorsteinn Gunnarsson Baldur Þ. Bjarnason Björn Sigfússon Jóhann G Jóhannsson Guðmundur Ólafsson Vélar og Þjónusta hf. Vélaval-Varmahlið Árvirkni hf. Kristján Sigfússon Benedikt Ragnarsson Bára Sigurðardóttir Jóhannes E. Ragnarsson Vélar og Þjónusta hf. og Þjónustu hf. á plasti eru eftirfarandi: Miklaholti, Biskupstungum Hellu, Rangárvallasýslu Vatnsskarðshólum, V-Skaftafellssýslu Múlakoti, V-Skaftafellssýslu Brunnavöllum, A_Skaftafellssýslu Breiðavaði, S-Múlasýslu Núpi, Öxarfirði Óseyri la, Akureyri Varmahllð, Skagafirði V/Vesturlandsveg, Blönduósi Húnsstöðum, A-Húnavatnssýsla Barkarstöðum, V-Húnavatnssýsla Lyngbrekku, Dalasýslu Hraunhálsi, Sna:fellsnes Járnhálsi 2, Reykjavik S. 486-8980 S. 487-5887 S. 487-I29I S. 487-4761 S. 487-1056 S. 47I-384I S. 465-2309 S. 461-4040 S. 453-8888 S. 452-4751 S. 452-4285 S. 451-2636 S. 434-1433 S. 438-1558 S. 587-6500 gffawrap - gæði og gott verð Í $ Hafið samband við umboðsmenn okkar og fáið nánari upþlýsingar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.