Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 28
28 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 15.júní 1999 Sviss Noregur ísland Kórea Japan ESB Bandaríkin Tyrkland OECD Kanada Póland Ástralía Ungverjal. mr..i Tékkland r-r...t Mónakó {• — j Nýja Sjáland r—| WKBaaam 0 100 WBBBBBBBI 200 300 1. Aætlaður heildarstuðningur við landbúnað á íbúa 1996-1998 mæit í bandarískum dollurum. 400 Sviss Noregur ísland Kórea Japan ESB Bandarfkin OECD Kanada Ástralía Tékkland Ungverjal. Nýja Sjáland Mónakó 0 5.000 10.000 15.000 20.000 25.000 30.000 35.000 2. Aætlaður stuðningur við framleiðendur - þ.e. á hvern bónda - mælt í bandarískum dollurum. mma ‘96-’98 Sviss Noregur Kórea Japan ísland ESB OECD Tyrkland Póland Bandaríkin Kanada Mónakó Tékkland | Ungverjal. | Ástralía | Nýja Sjáland ^ 3. Áætlaður stuðningur við framleiðendur, sem hlutfall af verðmæti framleiðslunnar á verði til framleiðenda (PSE%). 10 20 30 40 60 70 80 Hrísgrjón Mjólk Kindakjöt Annað korn Sykur Hveiti Allar afurðir Nautgripakjöt Mafs Olfufrœ Svfnakjöt Egg Alifuglakjöt Ull 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 e/o 4. Aætlaður stuðningur við framleiðendur eftir afurðum, sem hlutfall af verðmæti á verði til framleiðenda (PSE%). Meðaltal OECD. ‘96-’98 I-----------.... I ‘86-’88 Tyrkland Kórea Póland Sviss ísland Noregur Japan Ungverjal. Mónakó OECD Tékkland ESB Bandaríkin Kanada Ástralía Nýja Sjáland 5. Aætlaður heildarstuðningur sem % af landsframleiðslu. OECD Stuðningur við landbúnað jókst á árinu 1998 OECD hefur sent frá sér árlega skýrslu um landbúnaðarstefnuna í OECD ríkjunum. í fréttatilkynningu frá OECD segir að skýrslan fyrir árið 1999 sýni hve viðkvæm landbúnaðarstefnan er ennþá fyrir þrýstingi vegna breytinga á markaðsaðstæðum, eftir að í áratug hafi verið unnið að því að draga úr stuðningi við landbúnaðarframleiðsluna, lækka tolla og minnka bilið milli heimsmarkaðsverðs og „verndaðs“ innanlandsverðs. Þróun ársins 1998 bendir til þess að umbætur á landbúnaðarstefnunni og frelsi í viðskiptum minnki eða að sú þróun snúist við vegna þrýstings frá mörkuðum. Framleiðendum hlíft við breytingum á heimsmarkaðsverði I^MMttBttttMMBmm^M^MBBttmiÍMMBiítttttttttt&iBgBSttKBBttttll Sem viðbrögð við lágu verði á afurðum og minni eftirspurn, voru valdir tollar hækkaðir í nokkrum aðildarlöndum auk þess sem útflutningsbætur voru notaðar í meira mæli en áður sem takmarkaði aðgang að mörkuðum. Stuðningurinn er mjög misjafn milli landa, frá því að vera US$ 1000 á bónda til ríflega US$ 35 000 á bónda en meðaltalið er US$ 11.000 á bónda. Fjöldi nýrra leiða til tekjustuðnings voru teknar upp. Þessar aðferðir voru yfirleitt gagnsæjar og tímabundnar, en þær hlífðu framleiðendum við breytingum á heimsmarkaðsverði og geta vakið væntingar um að framhald verði á stuðningnum. Þrátt fyrir svolitla breytingu í átt til aukinna greiðslna frá ríkinu sem er betur beint að ákveðnum markmiðum, nemur markaðsstuðningur ennþá 65% af heildarstuðningi við framleiðendur. Fundur landbúnaðarnefndar OECD í apríl Dr. Björn Sigurbjörnsson ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, sótti fund landbúnaðarnefndar OECD í París 19. - 21. apríl sl. Þar var áðurnefnd skýrsla á dagskrá og rædd. Skýrslan er byggð á upplýsingum frá aðildarþjóðum. Að sögn Björns eru þessar upplýsingar því miður ekki staðlaðar og því erfitt um samanburð. í mörgum tilfellum vantar líka upplýsingar frá íslandi af einhverjum ástæðum. Hér á eftir eru valdir kaflar úr samantekt Björns Sigurbjörnssonar um helstu niðurstöður skýrslunnar og fundarins. Aukinn stuðningur við landbúnað í OECD löndum Stuðningur við landbúnað jókst á árinu 1998 og var hann $362 milljarðar eða 1,4% af landsframleiðslu í OECD löndum 1998. Lækkað heimsmarkaðsverð orsakaði hærri skatta til að bæta bændum tekjutap vegna þessa. Stuðningur við landbúnað jókst í öllum löndum nema tveimur (Kóreu og Nýja Sjálandi) og hækkaði PSE að meðaltali úr því að vera 32% af heiidartekjum búanna í 37%. Gífurlegur munur er þó milli einstakra landa, frá 1 % og upp í 70%. í sumum löndum var stuðníngur yfir 80% við einstakar vörutegundir (hæst fyrir mjólk og hrísgrjón, sjá mynd 4). Markaðsstuðningur nemur 65% af heildarstuðningi en framleiðslutengdar beingreiðslur voru 15% árið 1998. Þannig borguðu neytendur 2/3 af stuðningnum til bænda í gegnum vöruverð en skattgreiðendur greiddu 1/3 stuðningsins. Annar stuðningur við landbúnað (leiðbeiningar, rannsóknir, þjónusta og menntun) nam 20% af heildarstuðningi. Margar nýjar tegundir tekjustuðnings voru teknar upp vegna lágs heimsmarkaðsverðs og minnkandi neysiu. Þetta var sérstaklega í formi hærri tolla, útflutningsbóta og ódýrra lána. Samanburður á stuðningi milli landa Þegar áætlaður stuðningur við landbúnað er metinn sem % af landsframleiðslu (GDP) kemur ísland í 5. sæti en var í 3. sæti 1986-1988 (mynd 5). Áætlaður stuðningur við landbúnað á íbúa er 3. hæstur á íslandi á eftir Sviss og Noregi (sjá mynd 1). Þegar kemur að áætluðum stuðningi við þjónustu (menntun, leiðbeiningar, rannsóknir) við landbúnað, sem hlutfall af heildarstuðningi er ísland í 12. sæti. í áætluðum stuðningi við framleiðslu sem hlutfall af verðrhæti (PSE) hafnar ísland í 4. sæti (mynd 3) en var í 1. sæti 1986-88. ísland er í 3. sæti á eftir Sviss og Noregi miðað við stuðning á hvern bónda (mynd 2). Best er útkoman ef miðað er við hektara. Þá er ísland í 12. sæti ($62/ha samanborið við $11.143 í Japan). Þegar ailir þættir stuðnings eru teknir saman er ísland í 3. sæti á eftir S-Kóreu og Noregi, en var í 4. sæti í fyrra. Þjóðir heims líta á hlutverk landbúnaðarins á mismunandi hátt Fjölþætt hlutverk landbúnaðar Björn segir að varðandi fjölþætt hlutverk landbúnaðar skiptist OECD þjóðir í tvo hópa. Annar hópurinn með Nýja Sjáland og Ástralíu í fyrirsvari, lítur á landbúnað sem framleiðslutæki ódýrra vara sem eru seldar án hindrana hvar sem er í heiminum. Hinn hópurinn með Noreg og Japan sem aðalmálsvara auk íslands í hópi annarra þjóða til stuðnings, lítur á landbúnað sem lifnaðarhátt og undirstöðu lífs til sveita. Auk matvælaframleiðslu stuðli landbúnaður að fegurð landslagsins, verndi jörð og gróður, skapi fæðuöryggi, veiti borgarbúum og ferðamönnum að- laðandi útiveru o.s.frv. Töluverð átök urðu á fundinum, en viðurkenning á þessum sjónarmiðum mun vega þungt í komandi WTO viðræðum. Þessi hópur er á þeirri skoðun að ef landbúnaður í löndum þeirra verði að keppa á heimsmarkaðsverði án stuðnings, muni sveitirnar tæmast og landbúnaður, a.m.k. á erfiðum svæðum, leggjast niður. WTO viðræðurnar munu hefjast í Seattle í nóvember n.k. MstfKStdsmái og standa yfir í 3-4 ár. Framtíðjandbúnaðar í þessum löndum og ekki síst á íslandi ræðst af Erna Bjarnadóttir niðurstöðum þeirra viðræðna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.