Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. október 2002 Þaö er ýmislegt sem rekur á fjörur bænda norður á Skaga. Sumt er gagnlegt en annað miður. Það eru þó alltaf tíðindi þegar hvalreki verður og svo var einnig þegar þennan 14 m búrhval bar að landi á Hrauni á Skaga, og strandaði beint undan bænum. Guðlaug vitavörður og húsfreyja sá hvar hann sigldi nánast á móti "straumi og vindi", eins og rótarhnyðjan sem mögnuð var til handa Gretti í Drangey, upp í Hraunsvíkina. Við nánari athugun sérfræðinga frá Hafrannsóknastofnun kom í Ijós að hvalurinn hafði verið dauður um allnokkra hríð. Hann hefur nú verið dreginn á haf út að nýju svo ekki verði fnykur í lofti yfir Skagatá á haustmánuðum. Á myndinni eru ungir menn að skoða hvalinn "hennar ömmu". Fv. Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Jakob Logi Gunnarsson. Bændablaðsmynd/Gunnar Sauðfjárriða: Ný nannsókn áorsOkum riOuveiki Nýlega kom út skýrsla um orsakir riðuveiki. Höfundar eru Þorkell Johannessen, prófessor, og Sigurður Sigurðarson, dýra- læknir á Keldum. Riðuveiki í sauðfé er einn svo- kallaðra príonsjúkdóma en príon er prótein (eggjahvítueftú) sem bundið er í frumuhimnum í nær öllum lifandi veíjum. Príonprótein inniheldur kopar, það er lífhvati (ensím), og stuðlar að bmna í líkamanum, en orka lifandi vera fæst við bruna, þ.e. sameiningu súrefnis og fæðuefna. Súrefnið má hins vegar ekki ganga í samband við líkamsvefina og til þess að vama því býr líkaminn yfir svokölluðum oxavamarensímum. Hið eðlilega príonprótein hefur slíka virkni, sem og fleiri oxavamarensím, sem eru skammstöfuð SOD og innihalda kopar. Önnur oxavamarefni era skammstöfuð GPO og innihalda selen. Niðurstöður framangreindrar rannsóknar gefa til kynna að nota megi ákvarðanir á virkni GPO og e.t.v. SOD til að skima fyrir útbreiðslu riðu í sauðfé. Ekkert benti hins vegar til að uppkoma riðu hér á landi tengist koparskorti. ítarlegri grein um þessa rannsókn er að finna í 8. tbl. Freys á þessu ári. Þrúun kjíMaiMs síðustu 12 mánuði Sala kinda- og svínakjöts síöustu 12 mánuði, miðað við 12 mánaða tímabii 2001 2001 2002 2002 Skipting nSvínakjöt kjöt- markaðarins 0Kindakjöt .miðaðvið .—□ Alifuglakjöt - ágúst 2002 □ Nautakjot ■ Hrossakjöt 19% 32% Kjötmarkaðurinn hefur tekið nokkrum breytingum á síðustu 12 mánuðum. Heildarsala hefur aukist um 2,1% og er nú 20.345 tonn. Skipting hans milli kjöttegunda hefur einnig breyst nokkuð. Markaðshlutdeild nautgripa- og hrossakjöts hefur reyndar staðið nokkurn veginn í stað en hlutdeild kindakjöts hefur dregist saman og alifugla- og svínakjöts aukist. Alifuglakjöt er nú komið íþriðja sœti sölulistans, en sala þess miðað við 12 mánaða timábil varð í fyrsta sinn meiri en sala nautakjöts í desember ífyrra. Sala á svínakjöti hefur einnig farið vaxandi og hlutur þess í heildarsölu er nú 28%. Meðfylgjandi grafsýnir þróun sölu á kinda- og svínakjöti, síðustu tólf mánuði, miðað við 12 mánaða tímábil. Beinþynning alvarlegt heilbrigðisvandamál: Árlega mií rekja um 1000- A vegum mjólkuriðnaðarins er unnið mikil starl fil að kynna fðlki holllustu mjólkur í júníhefti ritsins Mjólkurmál sem Tæknifélag mjólkur- iðnaðarins gefur út er m.a. úrdráttur úr erindi sem dr. Björn Guðbjörnsson, dósent í gigtarsjúkdómum við Háskóla Islands, skrifar um bein- þynningu. Þar segir hann að árlega verði á íslandi 1000-1200 beinbrot er rekja megi til beinþynningar. Þar séu samfallsbrot í hrygg og framhandleggsbrot (únliðsbrot) algengust, en mjaðmabrot eru um 200. Samkvæmt nýlegri könnun Beinverndar eru ca. 12- 14 sjúkrarúm á bráðadeildum stóru sjúkrahúsanna upptekin dag hvern vegna bein- þynningarbrota. Þegar litið er til þess að hver legudagur kostar á bilinu 32-65 þúsund krónur, má áætla að ca. 130- 230 milljónir króna fari árlega í legukostnað vegna bein- þynningarbrota. Þá er þó ótalinn kostnaður vegna slysadeiidar- og félagsþjónustu, svo sem heimilishjálp o.fl. Þennan kostnað má áætla tvöfalt meiri en sjúkrahús- kostnaðinn. Samfélagið verður því fyrir umtalsverðum kostnaði vegna þessa sjúkdóms. Þá eru ótaldar persónulegar þjáningar þeirra er verða fyrir beinbrotum af völdum bein- þynningar. Lengi býr að fyrstu gerð Síðan segir dr. Björn m.a. að lengi búi að fyrstu gerð í þessum: „A unglingsárum taka beinin vaxtarkipp og nær beinþéttnin hámarki um 25 ára aldur. Á nokkrum árum þrefaldast beinþéttnin. Þeir unglingar sem byggja upp sterk bein fyrir tvítugt verða síður fyrir beinbrotum síðar á lífsleiðinni. Áætlað hefur verið að 10% aukning í beinþéttni á þessum árum minnki hættuna á beinbrotum um heil 50% á fullorðinsárunum. Til þess að tryggja góða beinþéttni á þessum árum skiptir öllu að tryggja kalk og D-vítamín inntöku auk líkamsþjálfunar... Reykingabindindi er æskilegt og áfengisneyslu þarf að takmarka. Síðan er það mataræðið. Daglegar neysluvenjur þurfa að tryggja bæði kalk og D-vítamín." Ber að koma þessu á framfceri Magnús H. Sigurðsson, bóndi í Birtingaholti, er stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar. Hann segir að Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins og Mjólkur- samsalan geri margt tii að benda fólki á þá staðreynd sem fram kemur í þessu erindj dr. Björns Guðbjörnssonar. I því sambandi bendir hann á mjólkurafurðina Dreitilinn, sem er D-vítamínbætt léttmjólk. Menn hafa líka velt því fyrir sér að vítamínbæta allar mjólkur- afurðirnar. „Þetta er stórmerkileg staðreynd sem dr. Björn bendir á, hvernig beinmassinn marg- faldast á ákveðnu aldursskeiði ungmenna. Mér finnst það vera atriði sem þarf að hamra á, og vissulega er það gert, en samt finnst mér það vera of miklir varnarsigrar sem við erum að vinna til að halda mjólkinni og mjólkurvörum uppi. Mér finnst að þetta erindi dr. Björns eigi fullt erindi inn \ alla skóla, enda setur hann þetta upp á afskaplega skýran hátt Ég held því fram að í framhaldi þessarar niðurstöðu dr. Björns hreinlega beri okkur að koma þessu á framfæri, enda er þetta svo mikiivægt atriði fyrir börn og unglinga," sagði Magnús H. Sigurðsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.