Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Athyglisvert handverk vaxandi vinsælda hérlendis á undan- fornum árum. Ef staða þessarar atvinnugreinar nú er borin saman við stöðu mála á þessu sviði fyrir nokkrum áratugum, þá má vel líkja breytingunni við byltingu. Hér fylgja með nokkrar myndir frá markaðnum í Vilníus. Þrjár þeirra eru af básum sem seldu vörur unnar úr tré. Auk þess er ein sem sýnir frumleg borð og bekki utan við veitingahús í miðborginni. Þótt sjón sé sögu ríkari þá er það von undirritaðs að hugmyndaríkir handverks- menn geti nýtt sér það sem hér er að sjá. ÁS/ Nýlega var undirritaður á ferð í Vilníus, höfuðborg Litháen. í miðborginni er daglega opinn markaður þar sem handverksfólk fær úthlutað svæði til að koma upp sölubásum og bjóða framleiðslu sína og annan varning til sölu. Þetta fyrirkomulag er þekkt um allan heim og telst vart nýlunda. Það sem einkum vakti athygli voru nokkrir básar þar sem boðið var upp á nytja- og Iistmuni úr tré. Allir hlutirnir voru gríðarlega vel gerðir. Fjölbreytni í gerð muna var mikil og vöruúrvalið ótrúlegt. Athygli vakti að konur voru í algjörum meirihluta þeirra sem þarna voru að selja vörur sínar, en í viðræðum við fólk kom fram að yfirleitt selur hver sínar vörur sjálfur. Handverk hvers konar hefur notið Hvað getum við gert? Markaðssetning handverks er síður en svo leikur einn. Stuttur ferðamannatími gerir verkið erfitt fyrir íslenska handverksmenn, en Netið ætti að auðvelda mörgum að selja framleiðslu sína. Handverksmenn eru hvattir til að líta á www.landbunadur.is en þar er verið að gera tilraun til að hjálpa fólki til að koma sér og sinni framleiðslu á framfæri. „Það er Ijóst að Hlíðarrétt er mikið mannvirki sem við ættum að verja fyrir frekari áföllum, nota hana og geyma í senn en hana sárvantar viðhald," segir í greinargerð sem Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga á Glaumbæ hefur sent Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar. Hlíðarrétt er í Vesturdal í Skagafirði. Hún var byggð árið 1913 í landi jarðarinnar Bjarnastaðahlíðar. Réttin stendur á jökulsáreyrum og er öll hlaðin úr grjóti, sem nóg er af á staðnum. Aðeins hurðir og dyrakarmar eru úr timbri. Almenningur er hringlaga, 34 metrar að ummáli og veggir 120-90 cm að þykkt. Umhverfis almenninginn eru 11 dilkar sem ekki eru allir nothæfir lengur þar sem nokkuð hefur hrunið úr veggjum á stöku stað. í greinargerð sinni leggur Sigríður til að veggir verði að jafnaði hækkaðir um 35 cm og lagfærðar skemmdir á veggjum, en undirstöður þeirra eru þó góðar. „Það var komið að verulegu viðhaldi á réttinni fyrir nokkrum árum og nú leyfir ekki af því að hún sé fjárheld. Ég held að fiestir séu sammála um að halda réttinni við því hún er sérstök, en það þarf að gera verulegt átak í þessu þannig að réttin haldi sínum stíl og lögun. Ekki þannig að einhver sé að gera við einn vegg í ár og annan á næsta ári. Vonandi verður ráðist f framkvæmdir á næsta ári," sagði Leifur Hreggviðsson réttarstjóri í samtali við fréttamann. Hann sagði að Hlfðarrétt væri notuð einu sinni á ári, en þá er réttað þar fé sem kemur af Hofsafrétt og talið er að þar hafi komið í haust tvö til þrjúþúsund fjár. Bændablaðið/ÖÞ Mælt af munni fram Jón Ingvar Jónsson sagðist vona að hann gengi ekki fram af neinum þegar hann orti þessa vísu um það bil sem árásir Bandaríkjamanna á Afganistan hófust í fyrra: Eftir tár og ekkasog, eymd og harm og trega heldur Bush um heiminn og hefnir kristilega. Tvíburabræðurnir Prestamir Brynjólfur á Ólafsvöllum og Pétur á Kálfafellsstað voru eineggja tvíburar og því eðlilega mjög líkir. Eftir stúdentspróf fór Brynjólfur strax um vorið til náms í Kaupmannahöfn en Pétur fór ekki fyrr en um haustið. Þá hafði Brynjólfur þegar komið sér fyrir hjá ekkju sem rak gistiheimili og seldi mönnum fæði. Þegar Pétur kom til Kaupmannahafnar fór hann beinustu leið á gistiheimilið og spurði eftir Brynjólfi. Þá var ekkjunni allri lokið, sló sér á lær og sagði: ,,Nu er han blevet helt gal, nu spör han efter sig selv." (Nú er hann orðinn alveg galinn, að spyrja eftir sjálfum sór!) Samþykki allt Ekki þekki ég höfund þessarar vísu, en hún var ort á BSRB þingi: Mitt er gengi mikið valt miskunn svo ég hljóti. Sit ég hér og samþykki allt sem ég er á móti. Milli kviðar og nára í hremmingum kirkjunnar, biskupsins og prestanna árið 1996 var farið að tala um að halda veglega upp á þúsund ára afmæli kristinnar trúar í landinu. Hákoni Aðalsteinssyni þótti sú umræða hefjast á heldur óheppilegum tíma og fór aö hugsa um hvar trú okkar væri stödd og orti þá: Árangur þúsund ára uppskera gleði og tára, en hvar er hún nú vor heilaga trú? Klemmd milli kviðar og nára. Helvískur kjaptur Á meðan Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var óbreyttur þingmaður í stjómarandstöðu talaði hann oftar, hærra og meira á Alþingi en aðrir þingmenn. Eftir eina góða hrinu orti Sighvatur Björgvinsson: Halldór er helvískur kjaptur hann er þann veginn skaptur að þegar hann þagnar og þingheimur fagnar þá opnar hann kjaftinn aptur. Var það kannski hinn? Maður nokkur kom eitt sinn að máli við séra Bjama Guöjónsson á Valþjófsstað, austur á Héraði, og sagði sínar farir ekki slóttar. Kvartaði maöurinn sáran yfir því að hey hans hefði fokið og kenndi sjálfum Kölska um verknaðinn. „Nei, heldurðu að sá í neðra hafi staðið á bak við ósköpin?" spurði prestur sakleysislega. Leit þá maðurinn á séra Bjama og hvíslaði: „Heldurðu kannski að það hafi verið hinn?" Fimmtán veislur Hinn kunni hagyrðingur Baldur á Ófeigsstöðum sat um skeið á Búnaðarþingi. Um þingið orti hann: Landbúnaöar lyftum skál landið þarf að rækta og þyggja. Fimmtán veislur, fjórtán mál fyrir voru þingi liggja. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.ls

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.