Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. október 2002 Almennt Vinsamlegast fyllið út umsóknareyðublaðið hér á móti með eða án aðstoðar ráðunautar. Fylla þarf út reiti yfir númer á banka (Bnr.), höfuðbók (Hb) og reikning (Rnr.) Það er sérstaklega áríðandi að þeir sem eru að sækja um framlag skv. Búnaðarlögum í fyrsta sinn eða standa að framkvæmdum á nýrri jörð, fylli þessa reiti út. Ef reitirnir um banka og reikningsnúmer eru ekki fylltir út, verður væntanlegt framlag greitt inn á sama reikning og síðast (árið 2001) var tilgreindur í umsókn frá viðkomandi jarðabótamanni. Einstakir framkvæmdaltokkar Eftirfarandi upplýsingar eru nánari lýsing á þeim framkvæmdaflokkum sem hægt er að sækja um framlag til, ásamt því hvað þarf nauðsynlega að vera til staðar við úttekt framkvæmdanna. 1. Endurræktun lands vegna aOIOgunar al lífrænum búskap Hámarksframlag er 30.000 kr/ha lands og 300 kr/m2 í gróðurhúsi. Umsókn skal fylgja staðfesting vottunarstofu á að umsækjandi hafi leitað eftir aðlögunarsamningi við stofuna fyrir viðkomandi land eða hús. Framlag til endurræktunar verður veitt í tvö ár samfellt, þannig að fullgilt úttektarvottorð um unna endurræktun í haust verður tekið sem umsókn um viðbótarframlag á næsta ári. Næsta haust þarf síðan vottorð úttektarmanns (ráðunautar) um að aðlöguninni hafi verið haldið áfram eins og gert var ráð fyrir, áður en framlag seinna ársins verður greitt. 2. llmhvepfis og gmðaverkeini i garðyrkju/ylrækt a) Kaup á kolsýrumælum. Framlag verður allt að 40% af kaupverði mælis, þó að hámarki 100.000 kr. b) Tölvubúnaður til loftslagsstýringar. Framlag verður allt að 40% af kaupverði búnaðar, þó að hámarki 250.000 kr. c) Áburðarblandari. Framlag verður allt að 40% af kaupverði tækis, þó að hámarki 250.000 kr. d) Kælibúnaður í geymslur. Framlag verður allt að 40% af kaupverði búnaðar, þó að hámarki 400.000 kr. e) Upphringibúnaður tengdur tölvubúnaði til loftlagsstýringar. Framlag verður allt að 40% af kaupverði tækja þó að hámarki 400.000 kr. f) Búnaður til vökvunar og frostvarna í útiræktun. Framlag verður allt að 40% af kaupverði búnaðar (úðarar, lausar pípur eða slöngur) þó að hámarki 150.000 kr. g) Aflestrar- og viðvörunarbúnaður í smærri og/eða gömul gróðurhús. Framlag verður allt að 40% þó að hámarki 150.000 kr. Hér er átt við kaupverð á aflestrar- og viðvörunarbúnaði í gróðurhús, þar sem enginn slíkur búnaður er fyrir, en ekki í hús sem þegar hafa tölvubúnað, þótt e.t.v. eigi eftir að ganga frá einhverjum hluta búnaðarins. h) Styrkur til uppsetningar á lýsingarbúnaði. Veittur verður styrkur til kaupa og uppsetningar á lýsingarbúnaði (lömpum og endurskinstjöldum) er nemi allt að 30% af kostnaði, þó að hámarki 2.400 kr. á hvem fermetra grunnflatarmáls gróðurhúsa. Heildaríjárhæð þessa styrks verði að hámarki 5 millj. kr. á ári. Áætlað kaupverð reiknast án vsk. 3. Þröunarverkefni í kornrækt Hámarksframlag er 35.000 kr. á bú eða rekstraraðila. Með rekstraraðila er hér átt við, að fleiri en einn geta verið með sjálfstæðan, styrkhæfan rekstur á sama lögbýli, en það skilyrði er sett, að þeir hafi hver sitt vsk-númer. Sáð verði í a.m.k. 2 ha akur fyrir 20. maí yrki sem líklegt er að nái hér kornþroska. 4. Landnýtingaráæflun Hámarksframlag er 45.000 kr. á bú. Verkefnin em bundin við áætlanir um nýtingu úthaga, en túnkort falla ekki hér undir. Ekki heldur girðingar til að stjóma beit. Áætlunin skal unnin í samvinnu við bónda af ráðunaut eða öðmm aðilum sem Bændasamtök íslands samþykkja. Fram komi hve stórt beitilandið er, hversu margir gripir eiga að geta gengið á því og í hve langan tíma á sumri. Hér er eingöngu átt við beitarstjómaráætlun í óræktuðu heimalandi en ekki á ræktuðu landi né afréttum. 5. Bætt aðgengi að landi Framlag er allt að 50% af kostnaði án vsk, en mest 230.000 kr. á bú. Framvísa þarf kostnaðarreikningum (ljósrit af reikningum) við úttekt. Framlög eru veitt út á: a) Merkingar gönguleiða svo auðratað sé eftir merkjunum. Lagning göngustíga er ekki styrkhæf. b) Uppsetning á prílum eða tröppum yfir girðingar og gerð gönguhliða. c) Borð á áningarstað skal vera með föstum bekkjum. Aðstaða á tjaldsvæðum er ekki styrkhæf. d) Minniháttar göngubrýr yfir skurði, læki, keldur og gilskominga. Gera verður þá kröfu til brúarinnar að hættulaust sé að ganga yfir hana, annað hvort að vera nægilega breið eða með handriði ef hátt er af henni niður í t.d. gil eða lækjarfaraveg og að sjálfssögðu verður hún að vera það sterk að hún beri nokkurn fjölda göngumanna. e) Upplýsingaskilti geta verið af ýmsu tagi, sum eru eingöngu höfð uppi yfir sumartímann, önnur steypt niður eða em lítið annað en steyptur stöpull með skífu ofan á (hringsjá). Ekki fást önnur skilti tekin út en þau sem eru á viðeigandi grind og stöplum (staurum). 6. Aðbúnaður búfjár Verkefni em því aðeins styrkt, að verið sé að uppfylla kröfur aðbúnaðarreglugerða. Verk skulu unnin í samræmi við lýsingu/teikningar sem fylgi umsókn. a) Skýli fyrir útigangshross. Hámarksframlag er 50.000 kr. á bú. Skýlin verða að uppfylla kröfur um lágmarksstærð og gerð skv. uppdrætti Byggingaþjónustu Bændasamtaka íslands (BBI). Sé ætlunin að nota aðra teikningu við gerð skýlisins verður hún að fylgja umsókn. b) Breytingar á fjósum. Hámarksframlag er 35% af kostnaði en þó mest 10.000 kr. á bás. Styrktar em breytingar eða endurbyggingar á fjósum þar sem kýr ganga lausar á rimlagólfi eða básar eru of litlir. Nýir básar verða að uppfylla kröfur reglugerðar nr. 671/1997 um stærð og gerð. Framlög miðast við básaijölda eins og hann var eða fjölda mjólkurkúa sem voru í lausagöngu fyrir breytingar. Sé nýbygging (viðbygging) stærri en gamla fjósið miðast framlag eftir sem áður við fjölda gripa í fjósinu fyrir breytingu. c) Breytingar á gyltustíum til að gyltur geti gengið óbundnar. Framlög eru allt að 3.500 kr. á stíu. Greitt er út á breytingar á gotstíum og geldstöðustíum eða við endurbyggingu þeirra. d) Breytingar á búmm í loðdýrahúsum. Unnið er að því að semja nýja reglugerð um aðbúnað loðdýra í búmm og er vitað að krafa verður um stærri búr og/eða hillur í búrum. Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi á árinu 2003. Framlag verður allt að 35% af kostnaði en þó mest 1.500 kr. á búr. Vera má að upphæðir breytist eitthvað þegar Ijóst verður hvaða breytinga verður krafist við gildistöku reglugerðarinnar. 7. Kreinsun skurfla Framlög eru allt að 25.000 kr. á km en þó allt að 50.000 kr. á hreinsaðan km í stómm affallsskurðum, þar sem þeir eru 6 m breiðir eða meira að ofan og uppmokstur úr hverjum lengdarmetra er 6 m3 eða meira. Greitt er út á upphreinsun á þegar gröfnum skurðum sem ræsa fram ræktað land, þ.m.t. garðland, ásamt nauðsynlegum framrásum. Framlag miðast við þann kafla skurðarins, sem hreinsað er upp úr en ekki allan skurðinn þótt upphreinsun í neðri enda hans lækki vatnsstöðu í öllum skurðinum. 8. Kfllkun túna Framlag fæst til kölkunar ræktunarlands þótt ekki sé ræktað í því gras árið sem kalkað er, en verið sé að endurrækta túnið með sáðskiptum og t.d. korn eða grænfóður sé ræktað í landinu árið sem kalkað er. Framlag er allt að 40% af kaupverði og flutningskostnaði á kalkinu. Ekki er veitt framlag til kaupa eða flutnings á kalkgjafa sem í er minna en 15% af Ca. Framlag á kölkun fæst frá og með vaxtarárinu 2003, þannig að kölkun haustið 2002 frá og með 1. sept. er úttektarhæf til framlags en ekki eldri dreifingar. Undirskrift og skilafrestur. Þegar umsækjendur hafa fyllt út umsóknareyðublaðið eins og þeir ætla, skulu þeir senda það rakleiðis til síns búnaðarsambands fyrir 1. nóvember 2002, þar sem ráðunautur metur umsóknina. Ef ráðunautur telur hana til hagsbóta fyrir umsækjanda undirritar hann umsóknina og sendir til Bændasamtaka íslands. Ráðunautur getur notað athugasemdalínumar ofan við undirskrift sína, sett það sem honum fmnst sérstakt um viðkomandi umsókn. Framkvæmdir óútteknar og umfram loforð. Það verður að sækja aftur um framlag vegna ársins 2003, fyrir 1. nóvember 2002, á framkvæmdir sem fengu loforð um framlag 2002 en ekki hefur verið lokið við, hvort sem byrjað hefur verið á þeim eða ekki. Þeir sem fengu loforð um framlag í vor (2002) geta ekki frestað verkinu til næsta árs og krafist þá þess framlags sem þeir fengu loforð um nú í ár (2002). Loforð frá því í vor (2002) renna út 15. nóvember 2002. Ekki má taka út í haust (2002) meira en loforð var veitt til í vor (2002). Hafi framkvæmdin orðið stærri eða dýrari en áætlað var í umsókn verður jarðabótamaður að sætta sig við að fá aðeins greitt framlag á það sem hann sótti um. Vilji hann fá afganginn verður hann að sækja um það fyrir 1. nóvember 2002. Notið eyðublaðið á síðunni hér á móti, en hægt er að nálgast fleiri umsóknareyðublöð hjá viðkomandi búnaðarsamböndum, ásamt aðstoð við útfyllingu þeirra.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.