Harpan


Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 3

Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 3
1. ÁRG. REYKJAVÍK 1937 1.- 2. BLAÐ r Avarp til foreldra o% annara æskulýðs-unnenda. Hér hefur göngu sína barna- og unglingabjaðið Harpan, sem ætlað er að út komi mánaðarlega. Eigandi blaðsins og útgefanrii er Drengjakór Keykjavikur, en undirritaður ber ábyrgð á efni pess. Blaðið verður í því l>roti, er það nú birtist, með 16 siðu lesmáli, auk kápu. Eða með öðrum orðum um 200.bls. á ári. Árg. kostar |)ó .ekki nema aðeins kr. 2,25. Harpa er pví lang-ódýrasta barna- og unglingablað landsins. Verð blaðsins er miðað við getu hinna getu- minnstu. En |)ar sem verð blaðsins er svona lágt, er pess lika vænzt, að sá verði enginn, er bregðist trausti hinnna ungu útgef- enda, og standi eigi í skilum Við blaðið. En getustærri unnendur blaðsins mega greiða pað hærra verði og auka þannig öryggi pess og stuðla að skjótari umbótum og vexti. — Hvað efni og frágang snertir, mun blaðið fara sínar eigin götur. Það mun að sjálfsögðu flytja sögur, kvæði, fróðleik og mvndir og yngstu lesendunum verð- ur ætlað sérstakt rúm. En í „Hörpu“ þessara ungu og ötulu söngva- svana hefi ég hugsað mér fleiri strengi, sem ég ætla að telja verði til bóta, og ég vona, áð lesendur fagni. í hverju blaði er ætlað að útkomilagmeð texta, útsett fyrir kór, orgel eða píanó. Getið verður æfiatriða höf. og ef kostur er, verður mynd hans. í öðru lagi verð- ur uppeldi og heimili helgað sérstakt rúm í blaðinu, einnig móður- málinu, og ennfremur verða í hverju blaði verkefni, sem beinlinis miða að því, að þroska hugsun, skilning og skerpu. Og býst ég við, að fleiri en börn og unglingar kunni að hafa gagn og gaman af þeim. Eftir því se.n rúm leyfir, mun blaðið líka flytja verkefni til að æfa auga, hönd og smekkvisi. í sem fæstum orðum sagt: Kost- að verður kapps um að hafa blaðið sem skemmtilegast, fróðlegast og stærst að uppeldislegu gildi. Allar bendingar um það, er betur 1 |JV5 14 2-557

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.