Harpan


Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 26

Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 26
H A R að það hafa verið boðin verðlaun fyrir korninnflutning. Þeir, sem kunna að vinna til þeirra, hafa þeirra eflaust fulla þörf“. „Fær maður verðlaun fyrir það, frændi?“ gall Ulrik við. Hans frændi hló og klappaði á kollinn á honum. „Já, en reyndar ekki svona strákhvolpar eins og þú, þeir mega nú sitja heima*. „Það geta komið þeir dagar, frændi, að þið þurfið áhjálpokk- ar strákhvolpanna að halda“. „Uss! Börnin eiga að þegja við boröið!“ sagði faðir hans, Löve kaupmaður, heldur byrstur og fór siðan að tala um daginn og veginn við konu sína. En fyrir eyrum Ulriks hljóm- aði: „Nú eru veitt verðlaun, nú er beðið um hjálp handa föður- landinu!" Nú gat Ulrik Löve ekki stillt sig lengur um að tala við þá félaga sína- Þeir urðu í fyrstu sem steini lostnir af undrun yfir hinum stórkostlegu áætlun- um hans, en það leið' ekki á löngu, áður en hann hafði lýst því þannig fyrir þeim, að þeir urðu alveg jafn-áfjáðir og hann. Þeir ræddu nú málið vandlega og tóku síðan fasta ákvörðun. Áætlunin var hvorki meiri né minni en sú, að sigla til Dan- merkur og sækja korn. Þeir höfðu tæmt sparibaukana sína og fyrir það héldu þeir að þeim mætti takast að fá mikið. Frh, 24 P A N Daníel Websler. Þið kannist ef til vill við Dan- íel Webster? Hann var eitt af mikilmennum Bandaríkjanna, mælskumaður mikill og þing- skörungúr. Lincoln forseti sagði eitt sinn eftirfarandi sögu af honum: „Eitt sinn sem oítar hafði Webster orðið eitthvað á í skól- anum. Hann var kallaður fyrir kennarann til að taka út hegn- ingu. En þá var sú venja að hegna börnum í skólunum með því að slá þau með spansreyr á lófann eða fingurgómana. Webster tók eftir því, að ,mn var óhreinn um hendurnar, skammaðist sín fyrir það, en halði ekkert ráðrúm til að þvo sér. En hann vildi ekki deyja ráðalaus, spýtti í lófann. sem hann vissi að myndi verða bar- inn og þ'irkaði svo á buxunum sínum. Þegar fyrir kennarann kom, rétti hann fram hendina svona hálfþvegna, en hélt hinni fyrir aftan bak. Kennarinn horfði um stund á hendina og sagði síðan: „Heyrðu, Daníel, ef þú finnur nokkra hönd hér í bekkn- um, sem er óhreinni en þessi, þá skal ég sleppa þér í þetta skipti“. Daníel var ekki seinn á sér að rétta fram hina hendina og segja hróðugur: „Hérna er hún!“ MM

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.