Skátatíðindi - 01.06.1988, Page 12

Skátatíðindi - 01.06.1988, Page 12
SKATAHEITIÐ Inntak skátaheitisins er það sama hjá öllum skátum hvar sem þeir starfa í heiminum. Enginn verður skáti fyrr en hann hefur unnið skátaheitið. Með skátaheitinu gengst skátinn undir reglur hreyfingarinnar og lofar að starfa eftir þeim. ÉG LOFA AÐ GERA ÞAD SEMÍMÍNU VALDISTENDUR TIL ÞESS: • AD GERA SKYLDU MÍNA VID GUD OGÆTTJÖRÐINA, • HJÁLPA ÖÐRUM • OGHALDA SKÁTALÖGIN Skyldan við guð hefur valdið mörgum skátum heilabrot- um. Skátahreyfingin er byggð á trúarlegum grundvelli, en gerir ekki upp á milli trúarbragða. Skyldan við guð er mjög einstaklingsbundin og fer eftir skilningi okkar á honum. Það er misjafnt hvemig börn hugsa mn guð og margir eru efagjarnir og leitandi. Við verðum að læra að virða trúar- skoðanir annarra. Skyldan við ættjörðina á að minna okkur á skyldu okkar í þjóðfélaginu. Hún er fólgin í því að gera hvað við getum, landinu til gagns og að umgangast náttúruna og umhverf- ið af fyllstu virðingu. Hér bíða mörg verkefni úrlausnar, sem eru verkefni uppvaxandi kynslóðar. Að hjálpa öðrum er inntakið í 6. grein skátalaganna og er einnig að finna í skátaheitinu til að undirstrika mikilvægi hjálpsemmnar í daglega lífinu. Að halda skátalögin. Skátalögin boða okkur lífsviðhorf hreyfingarinnar. Það er til lítils að hafa lög sem enginn hirðir um eða skilur. Þess vegna er aukinn skilningur á skátalögunum besta leiðin til þess að stuðla að betra skáta- starfi. Skátaheitið notum við til að minna okkur á markmið hreyfingarinnar. Við vígslu nýliða og inntöku þeirra í sveitina er rétt að þeir fari með skátaheitið. Það undirstrikar mikilvægi þess og gefur athöfninni meira gildi. Skátaflokkar ættu að gefa skátaheitinu góðan tíma og ræða merkingu þess og gildi.

x

Skátatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátatíðindi
https://timarit.is/publication/920

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.