Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 13

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 13
TÓNLISTIN 25 heimsins í allri éíöfgi sinni og tign, og mannsandinn fær tækifæri til að auðsýna honuni þakklæti sitt. Þegar við reynum að skilja tón- skáldið Sigvalda Kaldalóns, verðum við fyrst og fremst að skoða verk hans gegnum sjóngler þessarar nátt- úru. Hún er sá óþrotlegi orkugjafi, sem oflast liefir vakið tjáningarþörf hans. Starf lians hefir og verið með þeim liætti, að það hefir o])nað augu hans fyrir mikilfengleik íslenzkrar náttúru. Sífelld ferðalög hans á sjó og á landi liafa veitt honum dýrmæta reynslu. A liestbaki hefir hann sung- ið mörg af lögum sínum i fyrsta sinn, gangur liestsins hefir samlagazt hljóðfalli tónanna og gefið þeini fast- an og óhagganlegan svip. Hverjum dettur t. d. ekki í hug hreint og ákveðið hrokk reiðskjótans, þegar hann raular lagið „Á sprengisandi“ ? „Yið sundið“ og „Á Sprengisandi“ mætti þyí skoða sem einskonar tón- rænar ferðalýsingar liöfundarins. Þegar hann litur sjóinn eða fjallið, vaknar með lionum stemnming, stemmningin breytist í innblástur og innblásturinn i tjáningu, — og tján- ingarnar, það erii lög lians, sem um aldarfjórðungs skeið hafa hrærzt á vöruni okkar íslendinga. Lög lians eru því runnin beint úr skauti ís- lenzkrar náttúru, þau eru ort af náttúrubarni, sem hefir fengið þá fágætu gáfu í vöggugjöf að geta hlustað eftir rödd náttúrunnar í blænum og sænum. í tónfræðilegum skilningi er Sig- valdi Kaldalóns sjálfmenntaður maður. Hann hefir aldrei hlotið neina kennslu í hinuni ströngu reglum tón- listarinnar, og hefir það þó ekki stað- ið vinsældum lians fyrir þrifum; lög- in sjálf, laglínan, er eins víðsungin fvrir því. Mörg af lögum lians eru svo úl- breidd og þekkt, að þeim má hiklaust skipa á hekk með íslenzkum þjóðlög- um, enda sverja þau sig mörg i ætl við þau, ef undanskilja mætti tón- tegundirnar. „Sofðu, unga ástin mín“ úr Fjalla-Evvindi eftir Jóhann Sigur- jónsson er þjóðrænt lag, lina þess er látlaus og slétt, svo að hún nálgast mjög eðli jijóðlagsins og her mörg einkenni þess, en tónsviðið má þó ekki vera öllu stærra til að þjóðlaga- blærinn raskist ekki. „Sofðu, sofðu, góði“ er að sínu leyti mjög áþekkt þessu lagi, þótt hið fyrra sé ef tibvill enn betur gert sem vögguvísa; hið síðara er persónuhundnara og lireyf- ist örar, og tónaröð þess bendir óljóst til hljóðfæris (lag þetta varð til, er höfundurinn sat með ungan son sinn á knjám sér og raulaði yfir honum). En undirbygging heggja þessara laga verður ekki skýrð nema á einn veg. Efniviður hennar er tekinn heint frá þjóðlaginu, hann er tilgerðarlaus og auðskilinn og lætur sér nægja 3—1 liljóma, frumhljóma tónkerfisins. Þetla form sönglagsins hlýtur því að eiga erindi til alls þorra manna, barnsins jafnt sem fullorðna manns- ins; sannur einfaldleiki þess er trygg'- ing fvrir því. Gildi slíkra laga verður aldrei metið of hátt. Fyrir Iivern ein- stakling þjóðarinnar eru þau eins mikils virði og móðurmjólkin er fyr- ir ungbarnið; í gegn um hjartfólgin lög drekkur maðurinn í sig innsta eðli þjóðar sinnar, tilfinningar og

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.