Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 25

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 25
TÓNLISTIN 37 Bréfabálkur. (Undir þessari a'ðalfyrirsögn veröa birt bréf og fyrirspurnir, sem Tónlistinni berast.) í Grindavík hefir veriö haldiS uppi ýmiskonar söngstarfsemi undanfarin ár og áratugi. Árni Helgason hefir veriö organleikari þar við kirkjuna og æft söngfélög urn fjölmörg ár. Sigvaldi Kaldalóns hefir einnig haldiö þar uppi söngfélögum og saniiö mikiö af sönglögum sínum þar, sem þjóökunn- ugt er. í Kirkjuvogi i Höfnum er Eva Ólafs- dóttir kirkjuorganleikari, óg kennir hún einnig söng í Ijarnaskólanum þar i sveit- inni. Á Útskálum í Garöi hefir veriö orgel um langan tíma, og svo er enn ; organist- inn er stúlka, er ég kann eigi aö nafn- greina. Frú Matthildur Finnsdóttir hefir í mörg ár staöiö fyrir söngstarfsenri í Garöi; hefir hún stjórnaö bæöi blönduð- um kór og karlakór (Víkingar), og má það heita einsdænii, aö kona sýni slika röggsemi í söngstjórn; en nú fyrir nokkru hefir hún dregið sig í hlé frá þeim störfum. í stað þes hefir séra Ei- rikur Brynjólfsson nýlega stofnaö þar blandaöan kór, og stjórnar hann honum. Friörik Þorsteinsson er kirkjuorgan- leikari í Keflavík, Valtýr Guöjónsson styrktarfélaga sína i desember. — Hljómsveit Reykjavíkur lék Titus-for- leikinn, fiölukonsertinn i A-dúr og sym- fóníuna í Es-dúr. allt eftir Mozart, en Björn Ólafsson lék einleikshlutverkið meö góöri stílvitund. Blásturshljóöfærin skortir tilfinnanlega „routine", og má glöggt greina þaö i samleiknum. Dr. Urbantschitsch leggur sig allan fram við aö ná því Ijezta, sem þessi blandaði flokk- ur megnar að láta í té. (Frásögn um aöra hljómleika veröur að biða næsta heftis.) kennir þar söng i barnaskólanum, en sér- stakt söngfélag hefir ekki náö að dafna þar. Við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu- strönd spilar Stefán Hallsson, og er hann sömuleiðis söngkennari viö barnaskól- ann þar í sveitinni. í Hafnarfirði eru þrjár kirkjur, og hefir hver kirkja íastan kór. Söngur er kenndur í þremur stærstu skólum bæjar- ins. Sigurjón Arnlaugsson hefir nú um skeið haldið þar uppi blönduðum kór, er sungiö hefir á skemmtunum bæjarins. Víðkunnasta söngfélagiö íHafnarfiröi er karlakórinn „Þrestir", en í vetur hefir hann lítiö látiö á sér bæra. Um þessar mundir (febrúar) á hann 30 ára afmæli. Friðrik Bjarnason söngkennari var um mörg ár stjórnandi hans, stoð og stytta. í Hafnarfirði munu nú vera nokkuð yfir 20 píanó og nær 100 stofuorgel (harmón- íum), og er Ingibjörg Benediktsdóttir einn af hljóöfærakennurum bæjarins. Hukla Helgadóttir er nú organisti viö Bessastaða-kirkju á Álftanesi, og kennir hún einnig söng viö barnaskólann þar á nesinu; nýlega hefir þar og verið stofnaður blandaður kór. Ástæða væri til aö minnast á fleira þessu viðvíkjandi, svo sem góð hljóð- færi, afburða söngmenn, snjalla hljóð- færaleikara o. fl., en til þess brestur kunnugleika. Fróðlegt væri að rekja sönglistariðkanir i Garöi síðan Jón Lax- dal, tónskáld, var þar organisti sam- tírnis og hann var verzlunarmaður í Keflavík; siðar átti Isafjörður eftir að njóta krafta hans. Fyrsta tónlistartima- rit, sem gefið er út her á landi 1912— 1913 af Jónasi Jónssyni, „Hljómlistin“, ber þess glöggar menjar, að sveitir landsins hafa hlutfallslega engir eftir- bátar verið um tónlistariðkanir. 1872 kemur stofuorgel í Melstaðar-kirkju i Miöfiröi, og mun það vera eitt fyrsta hljóðfæri, sem notað er til sveita, þegar undanskilið er „orgelverkshljóðfæri" það, sem Magnús konferensráð Stephen- sen flutti hingað aldamótaárið 1800. Var það fyrst notað í Leirárkirkju, til

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.