Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 27

Tónlistin - 01.03.1942, Blaðsíða 27
TÓNLISTIN 39 I fyrrnefndri grein látiS þér fyrst i ljós hina sanngjörnu ósk: — ,,aö betur má beita strokhljómsveitinni en veriö hefir, láta hana koma oftar fram og flytja margvísleg verk, sjálfri sér og öörum til þroska." Með því hafið þér komizt að kjarna hljómsveitarmála Reykjavikurbæjar, ef til vill enn tekið of grunnt í árinni. Því aö beita hljóm- sveitinni, eins og annarsstaðar er gert, hefir varla komiS til mála hingaS til. iHljómsveit Reykjavíkur skiptist í tvo jafnstóra flokka, viSvaninga, og þá, sem hafa hljómlistina aS líísstarfi. (ÞaS eru hér á landi næstum eingöngu jazz- eSa dansspilarar !) ViSvaningarnir vinna all- an daginn og geta ekki æft nema á kvöldin, en einmitt á þessum tima byrja hinir starf sitt á kaffihúsunum. AS sam- eina þessa tvo flokka heppnast aSeins -einu sinni i viku, einn klukkutíma í senn •á tímabilinu frá i. okt. til 14. maí. Ann- ars er aSeins hægt aS halda æfingar meS einstökum mönnum. Heildarvinnutimi, 30 klst. á ári, á nú aS gera hljómsveit- ina færa um að halda nokkra opinbera hljómleika. (ÁS gefnu tilefni má geta þess, aS t. d. Vínar symfóníu-hljómsveit- in æfir 700 klst. á ári, þrátt fyrir þaS, aS í henni spila aöeins atvinnuhljóSfæra- leikarar (,,professionals“). ■ MeSlimir hljómsveitar okkar eru sjálf- boöaliöar. Enginn meölimur er ráSinn, nema tveir konsertmeistarar. LaunaS er aSeins fyrir hljómleikana en ekki æfing- arnar. Þetta atriði er þýSingarmikið, sér- staklega fyrir atvinnuspilarana, sem verSa aS lifa á tónlistarstarfi sinu ein- göngu. Þaö krefst mikillar ábyrgöartil- finningar og þreks aS geta, eftir aS hafa hamraö jazz fimm eöa sex tíma á næt- urnar, haft þann sjöunda eftir handa Beethoven og Mozart. Hinsvegar þurfa einmitt þeir, sem spila á kaffihúsum, nauSsynlega aS mæta á æfingar. En þess- ar aSstæöur atvinnuspilara valda því, að fækka verður æfingum, þannig aö þær svara ekki lágmarkskröfu, sem gera verSur til hverskonar hljómsveitarstarf- senii. FrumskilyrSi hvers hljómsveit- aruppeldis er aS æfa verk náms vegna en ekki einungis fyrir hljómleika. AS Hljónrsveit Reykjavíkur hafi yfir- leitt veriö þaö kleift aö halda hljómleika meS þessum skilyröum, er sönnun frá- bærrar gáfu íslenzkra tónlistarmanna. Það vantar ekki krafta til að geta stað- ið erlendum hljómsveitum á sporði, nei, kraftarnir eru fyrir hendi, en þeim er ekki beitt. ÞaS vantar aSeins fé til aS launa æöri tónlist. Nokkur ung og efni- leg tónskáld eru nú neydd til aS spila á kaffihúsum. ÞaS er enginn vafi á því, aö meiri hluti þessara manna, sem nú spila á kaffihúsum, mundu snúa sér aS æSri tónlist, ef hún gæti veitt þeim sama lífsviSurværi. Fullgild hljómsveit hér i bæ þyrfti þó aS einu leyti á útlending aö halda. ÞaS vantar fyrsta leikara á óbó, horn og fagott, en þaS eru þau blásturshljóö- færi, sem íslenzkir hljóöfæraleikarar hafa ekki lært aö spila á, meS því aö jazzinn beitir þeim ekki. Á þessu sviSi væri því nauSsynlega þörf á útlendingum fyrst um sinn, bæöi til þess aS leika í hljómsveitinni og svo einnig til þess aö ala upp nýgræSing, sem ennþá vantar algjörlega. Á meSan ekki er hægt aS ná þessu takmarki, erum viS því miSur neyddir til þess aS lireyta sumsstaSar raddsetningu klassiskra verka (en þó aldrei svo, aö úr veröi „salon“-útsetning meS píanó eöa harmóníum!). MeS þessum linum ætla ég alls ekki aö benda almenningi á erfiSleika þá, sem hljómsveitarstarfsemin hér hefir viö aö stríöa, ég ætla þvert á móti aö sýna fram á, hvaS lítiö vantar til þess aö byggja upp eSa aö minnsta kosti stofna framtið- arhljómsveit, er gæti oröiö menningar- sögu íslands til sóma. ÞaS þyrfti aS- eins aö veita tveimur tugum íslenzkra tónlistarmanna — (og þeir eru til, en þeir lifa viS skilyröi, sem, frá listrænu sjónarmiSi, eru þeim ósamboöin!) — ef ekki lífsviöurværi, þá aS minnsta kosti möguleika til þess aö vinna nokkra klukkutíma á dag til aö fullkomna list sína og til aö vinna um leiö aS eflingu og

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.