Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 27

Tónlistin - 01.03.1947, Blaðsíða 27
TÓNEISTIN 73 drepandi áhugi og listhneigð hans vann sigur á öllum örðugleikum. Hann lærði að spila á harmóníum og það vel, eftir því scm þá voru föng á hér á landi. IV. Jón Pálsson verður organleikari á Stokkseyri og Eyrarbakka. Þegar Bjarni Pálsson drukknaði árið 1887, tók Jón við störfum bróð- ur síns sem söngkennari og enn fremur organleikari við kirkjuna, og þcgar kirkjan á Eyrarbakka var Ijyggð 1893, varð hann einnig organ- leikari við hana og hélt því starfi, þangað til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur. Jón kynntist snemma útlendum kirkjusöngshókum. Lét hann söng- flokkinn æfa úr þeim ýms falleg lög við sálma úr íslenzku sálmasöngs- hókinni. Sérstaklega minntist ég tveggja laga, er hann gat um við mig, bæði cftir Lindeman: „Lifandi guð ég leita þín“ og „Hve sæll hvert hús“. Bæði þcssi lög eru fvrir löngu tekin í íslenzku kirkjusöngsbókina og cru í miklu afhaldi. V. Jón Pálsson flytur til Reykjavíkur. Arið 1902 fluttu þau Jón Pálsson og frú frá Eyrarbakka til Reykjavíkur. Umhverfið og lífsviðhorf hreyttist, en það, sem ekki breyttist, var áhugi hans á tónlistarmálum. Fríkirkjan í Reykjavílt var stofnuð á árinu 1903, varð hann fyrsti organleikari við liana og var það óslitið til 1915, lcngst af án launa, en síðustu árin með launum, er hann skipti á milli fólksins, er söng i kirkjunni. Lagði liann mikla vinnu í það starf, æfði stóran söngflokk. Heyrði ég norður í land mikið orð gcrl á því, hve vel hefði tckizt með flutning á hátíða- söngvum síra Bjarna Þorsteinsson- ar.. Kennsla hans í harmóníumspili jókst með ári hverju, oft án endur- gjalds, cn væri um borgun að ræða, voru það 50 aurar á tímann. A síðastliðnum vctri lalaði cg við gamla konu, er hafði á unga aldri gengið í tíma til Jóns licilan vetur. Um vorið, er hún fór að gcra upp við hann, voru það 7 krónur alls. Eilt sinn spurði ég Jón, hvað hann héldi, að hann hefði vcitt mörgu fólki tilsögn í harmóníumspili. Eftir því sem hann komst næst, taldi haiin það mundu vera mörg hundruð karla og kvenna. Mig minnir það vera á árinu 1941, cr eg kom eitt sinn heim til hans, var hann að ljúka kcnnsluslund í harmóníumspili, þá 78 ára, sagði hann við mig með sínu ógleyman- lega brosi: „Hvernig lizt þér á, nem- andinn minn er um sjötugt". Þarna var starfað á meðan dagur vannst. A ýmsan hátt studdi Jón Pálsson fólk til tónlistarnáms, hæði fyrr og síðar. Mér er persónulega -kunnugt um einn fátækan pilt, sýslunga minn, er hann styrkti til fleiri ára, og það á tónlistarskólann. Vona ég, að góð- vilja hans og drengskaparlund verði þar ekki á glæ kastað og launist þó síðar verði. VI. Innflutningur hljóðfæra. Ekki er mér kunnugt um, hvenær Jón hóf innflutning á hljóðfærum, en hyggja mín er sú, að það liafi

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.