Bergþór


Bergþór - 01.05.1963, Blaðsíða 3

Bergþór - 01.05.1963, Blaðsíða 3
Maí 1963 BERGÞÓR Gengið í Skriðuiell Haustið 1957 fór ég á fjall á Tungnamannaafrétt í fyrsta skipti. Man ég ekki eftir að neitt sérstakt bæri til tíðinda í þessari ferð. Veður var hið bezta og flest vanir menn og gekk allt að óskum. Einn dagur er mér þó öðrum minnisstæðari, en það er sunnu dagurinn, 5. dagur ferðarinnar. Ætla ég nú að skýra frá þvi helzta, sem ég man um við- burði þessa dags, þó tíminn kunni að hafa brenglað ýmsu í minni mínu. Þennan dag er dagleið flestra stutt því skammt er á milli náttstaða, aðeins farið úr Hvít- árnesi að Hvítárbrú. En svo bar til að þessu sinni, að kind- ur sáust í Skriðufelli, sem er allhátt fjall, er skagar fram úr Langjökli gegnt Hvítárnesi. Töldu sjóngóðir menn sig sjá þar nokkrar kindur með berum augum frá sæluhúsinu í Hvít- árnesi, en með sjónauka sáu allir kindur þar, misjafnlega margar að vísu, allt frá 3 upp í 10. Ekki hafði Skriðufell ver ið leitað allmörg ár eða jafnvel áratugi, en nú var engrar und- ankomu auðið að senda þangað menn. Á laugardagskvöldið valdi Einar fjallkóngur þrjá menn til að fara þessa för. Voru það Björn í Úthlíð, Jón í Gýgjarhólskoti og ég. Ráð- lagði hann okkur að ganga snemma til náða til að vera vel undir ferðina búnir, sem við og gerðum. Við fórum síðan ofan laust fyrir birtingu, hituðum kaffi, átum og settum nesti í hnakktöskur. Þegar bjart var órðið náðum við svo í hesta okkar og héldum síðan af stað. Riðum við sem leið liggur suð- ur á Hvítárbrú og síðan inn með Hvítá og Hvítárvatni að vestan. Ekki er beitiland mikið þar með vatninu að mestu leyti grjótöldur og gilskorningar á milli. Sumsstaðar er þó allgóð- ur reiðvegur í fjöruborðinu, þar sem sandurinn er það fastur að hestarnir stíga ekki í hann. Nokkrar gróðurtorfur eru þarna við vatnið, en lítill gras gróður er á þeim, en aðallega smjörlauf. Virðast þær eiga í vök að verjast fyrir uppblæstri, enda er trúlegt að gusti kalt um þær af vatninu í norðanátt. Nokkru fyrir hádegi vorum við komnir að jökulfarinu, þar sem Langjökull náði áður út í Hvít- árvatn, en hefur nú minnkað mikið og gæti ég ímyndað mér að það hafi verið á annan kíló- meter frá vatninu upp að jökli. Er það eitt áþreifanlegasta dæmið um hve mikið jöklarn- ir hafa minnkað á síðustu ára- tugum. Ekki þótti okkur ráð- legt að fara með hestana langt út á jökulruðninginn, því þar eru víða bleytur og getur legið illa í. Stönzuðum við því skammt fyrir neðan jökulræt- urnar, bundum hestana, feng- um okkur bita og héldum síð- an gangandi til fjalls. Höfðum við nú allir göngustaf, þó að- eins einn fyndist við sæluhúsið, en hinna höfðum við aflað okk ur á leiðinni. Við vorum, þegar hér var komið sögu, búnir að verða varir við kindur. Var dilkær í jökulruðningum niður undir vatni. Var hún á leið fram, en tíndi í leiðinni upp grasstrá þau er urðu á vegi hennar. En þarna á sandöldun- um, sem eru nýkomnar undan jöklinum er ótrúlega mikið af gróðri, sterklegum puntgróðri, sem virðist ákveðinn í að vinna brautryðjendastarf í að klæða þetta landsvæði gróðri. Brátt sáum við líka kindur upp í fjallinu, að vísu ekki svo margar sem hinir sjónbeztu menn höfðu séð austanyfir. Þeir hafa ef til vill getað með aðstoð sjónauka sinna gætt nokkra steina þar í fjallinu lífi um sinn. Er ekki nema gott eitt um það að segja, þeir eru fyrir nógu mörgum dauðir og kaldir fyrir því. En þarna voru á stærstu grastónni í fjallinu þrjár kindur, ein svört og tvær hvítar, sem síðar reyndist vera svört tvílemba neðan úr Flóa. Við fórum nú ósjálfrátt að greikka sporið. Þegar við vorum komnir yfir kvíslina, sem rennur undan jöklinum skammt frá fjallsrót- unum, stefndum við beint á fjallið til að lenda fyrir ofan kindurnar, því vont gat verið að tapa þeim upp í skriðuna. Skriðufell er, eins og nafnið ber með sér, að mestu leyti ein samfelld skriða frá klettabelti í fjallsbrúninni og nær hún sumsstaðar alveg niður í vatn, en í þeim hluta fjallsins, sem næstur er jökulfarinu, er grjót urð og klapparhólar upp eftir fjallinu. Framan í þeim eru svo grasteygingar nokkrar og svolítið skógarkjarr. 1 miðju fjalli er stórt gil, sem nær ofan frá brún og niður í vatn. En innan við það er skriðan sam- felld niður að vatnsborði. Við vorum brátt komnir það hátt í fjallið að við töldum ó- hætt að láta kindurnar sjá okk ur, en þær virtust ekkert upp- næmar fyrir ferðum okkar og voru hinar rólegustu eins og ekkert væri sjálfsagðara en við værum þarna. Við settumst nið ur og nutum náttúrufegurðar- innar, enda var veður hið feg- ursta. Fyrir framan okkur breiddist Hvítárvatn og glitraði í sólskin inu. Handan þess sáum við til Hvítárness og sæluhúsið eins og lítin depil út við melöldurn- ar austan Tjarnheiðarinnar. Lengra til austurs sáust skút- arnir tveir og yfir þeim sást til Hreppamannaafréttar, Kerlinga fjalla og Hofsjökuls. Til norð- urs breiðir Fróðardalurinn út faðminn, grösugur og hlýlegur, enda skýla Hrefnubúðin, Bald- heiðin og Leggjabrjótur honum fyrir svölum veðrum. Að baki þeirra stendur svo Hrútfell eins og konungur þessa landssvæðis. Næst Skriðufelli að norðan er svo Karlsdráttur, sem aðeins er skilinn frá fellinu með mjórri skriðjökultungu, sem er nú óð- um að minnka. Yfir höfðum okkar gnæfir brún fjallsins, sem gengur inn í jökulinn til beggja hliða. Ef við rennum augunum í átt til byggða blasir við okkur Jökulkrókurinn, grýttur og hrjóstugur. ■ Geld- ingafell og Bláfell stórt og tígu legt, en héðan frá að sjá er það þó hvergi nærri eins fallegt og séð úr byggð. Kannske höfum við gleymt okkur ofurlitla stund við að virða fyrir okkur fegurð um- hverfisins enda er eins og nátt- úran bjóði okkur velkomna í sínu fegursta skarti og bjóði okkur að njóta ofurlitla stund þeirrar dýrðar, sem ærin svarta og lömbin hennar tvö hafa not ið hér í surnar. En við megum ekki dvelja lengi, lengra skal haldið ef vera kynni fleiri kindur innar í fjall inu. Við héldum því áfram inn fjallshlíðina inn að gilinu. Það virtist ekki beinlínis árennilegt. Vesturbarmur þess var snar- brött skriða, sem endaði í hengiflugi niður undir vatni, en ekki sást glöggt hve djúpt gilið sjálft var. Ég hygg að við bræð urnir höfum ekki beinlínis hlakkað til ferðarinnar yfir gilið, því við erum heldur loft- hræddir. En við eyddum ekki löngum tíma í bollaleggingar. Okkur lék hugur á að komast inn fyrir gil ef kindur skyldu leynast þar. Einnig langaði okk ur til að athuga hvort kindur hefðu verið þar í sumar og eins hvort þar sæjust ritjur af kind- um, sem orðið hefðu úti þar, þau ár, sem f jallið var ekki leit að. Björn í Úthlíð tók nú for- ustuna, enda mun hann hafa fundið hvað minnst til loft- hræðslu, en við fylgdum hon- um eftir. Býst ég við að við höfum reynt að hugsa sem minnst um afleiðingar þess ef okkur skrikaði fótur, en slíkar hugsanir vilja þó oft ásækjá lofthrædda menn á hættulegum stöðum. Nú komu stafirnir að góðum notum, þótt illa fengnir væru. Síðan hef ég aldrei haldið því fram að landmælingar væru gagnlausar, þó að.engin vatns- aflstöð fylgdi í kjölfar þeirra. Gilið sjálft reyndist allsæmi- legt yfirferðar, að vísu þver- hnípt 1—2 mannhæðir voru megin, en yfir það komumst við slysalaust. Héldum við nú skáhallt niður skriðuna hinum megin, sem var sæmilega greið fær. Niður undir vatni var lítil} gróðurblettur, aðallega viður eða einhver lynggróður. Voru þar greinileg kindaför og var að sjá að nokkrar kindur hefðu verið þar ekki alls fyrir löngu. Við gengum nú inn með vatni inn að skriðjöklinum. Heldur var þar lítill gróður og engin var þar kindin, hvorki dauð né lifandi. Eftir að hiafa virt fyrir okkur hrikalegan skriðjökulinn um stund, sner7 um við við og héldum til baka. Framan við gróðurblettinn var greinileg slóð eftir nokkrar kindur fram úr. Enn var okkur gilið nokkur þyrnir í augum, en það reyndist hér lítill farar- tálmi. Lítið lón er inn úr vatn- inu neðan við gilkjaftinn og feil ur skriða niður í það en húil var ekki brattari en svo að hægt var að ganga hana rétt ofan við vatnsborðið. Við héld- um síðan upp sunnan við gilið til að komast upp fyrir ' þá svörtu. En allar líkur bentu til að hægt væri að ganga ofan við vatnsborðið alla leið a. m. k. þegar lítil alda er á vatninu. Ærin hafði fært sig heldur neðar meðan við vorum fyrir innan og rölti hún nú í róleg- heitum á undan okkur suður með vatni. Hún hélt síðán áfram meðan við náðum í hest- ana og fengum okkur bita. Einhver lögg mun líka hafá verið til á vasapela til að hressa okkur á eftir vel heppnaða för. Sunnan við jökulfarið hittum við svo leitarmenn úr Jökul- króknum. Höfðu þeir fundið nokkrar kindur og þarna við vatnið var líka ærin, sem við höfðum séð um morguninn. Þær runnu nú á undan okkur suður auðnina. Hafa þær senni lega skilið að tími væri kom- inn til að fara til byggða enda er þarna ekki girnilegur staður til vetursetu. En þegar voraði, hefur sennilega hugur þeirra stefnt til fjalla að nýju. Arnór Karlsson.

x

Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergþór
https://timarit.is/publication/925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.