Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 2

Skátapósturinn - 01.04.1938, Blaðsíða 2
við það starf væri nauðsynlegt að skipa fjórðungsforingja, einkum fyrir norð- ur og vesturland. Fjórðungsforingj- arnir myndu fylgjast vel með störfum, hver í sínum landsfjórðungi, og gætu gefið stjórn B.Í.S. bendingar um, hvar væri þörf á starfi erindrekans. Blaðaútgáfa skátanna þarf að auk- ast. Skátablaðið þyrfti að minnsta kosti að koma út fjórum sinnum á ári. Foringjablaðið „Skátinn“ ætti að koma út mánaðarlega, svo allir for- ingjar verði í stöðugu sambandi við stjórn B.I.S. Skátabókin þarf að koma út í endurbættri útgáfu. Roverbók vantar nú algjörlega, fleiri bækur um ylfingastarfsemi þyrfti o. fl. Gott væri að fá bók, er skýrði vel flokkakerfið. Einnig ætti B. í. S. að gefa út bækur, er skátaflokkar og sveitir gætu not- að sem dagbækur. Sjóskátar hljóta að eiga framtíð fyrir sér hér á landi, en það sem helzt hefir staðið í vegi fyrir, að sú starfsemi ekki þegar er hafin, er kostnaðurinn. Bátarnir fyrir væntan- lega sjóskáta þurfa að vera nokkuð stórir og traustir, en þegar stundir líða og skátahreyfingin eflist, mun þetta verkefni áreiðanlega verða leyst, eins og vera ber. Einnig ætti að vinna að því, að á hverju ári komi hingað úrvals erlend- ir skátaflokkar, því það hefir sýnt sig, að af því er hið mesta gagn. Má meðal annars benda á komu norsku skátanna. Þeir gáfu okkur margar góðar hugmyndir, sem síðan hafa komizt í framkvæmd. Að fá erlenda skáta hingað er betra heldur en að senda okkar skáta út, því með því móti geta fleiri af okkur skátunum notið viðkynningarinnar við hina er- lendu skátabræður. Þó auðvitað sé hitt ágætt að sem flestir íslenzkir skátar fái tækifæri til þess að taka þátt í erlendum skátamótum. Ég hefi nú stuttlega drepið á það helzta, er við skátarnir eigum óleyst af .þeim verkefnum, er við verðum að vinna að til frekari eflingar á félags- skap okkar. Allt bendir nú til, að skátahreyfingin eflist hröðum fetum, en til þess að það geti orðið, verða allir skátar að gjöra skyldu sína og vera viðbúnir, þegar kallað er til verka. L. G. »Kæri Kiichener lávarður!« Á tímum heimsstyrjaldarinnar var lítil stúlka 1 Englandi, sem fannst, að pabbi sinn kæmi of sjaldan í heim- sókn úr stríðinu. Hún sagði þá við móður sína, að hún ætlaði að skrifa Kitchener lávarði og biðja hann að leyfa pabba hennar að fara heim. Móðirin sagði, að þetta mætti hún ekki, en litla stúlkan sat við sinn keip og skrifaði hinum fræga manni eftir- farandi bréf: „Kæri Kitchener lávarður! Viljið þér ekki vera svo góður að lofa pabba að heimsækja mömmu og mig“. Nokkrum dögum seinna tilkynti liðs- foringi föður hennar, að hann hefði hálfsmánaðar heimfararleyfi. Og liðs- foringinn bætti við: — Ég vissi ekki, að þér ættuð dóttur, sem skrifast á við Kitchener lávarð! 2 Skátapósturinn

x

Skátapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátapósturinn
https://timarit.is/publication/926

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.