Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 20.11.2007, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 20073 Það er nauðsynlegt að hugsa aðeins um línurnar áður en átveislan mikla, jólahátíðin, skell­ ur á en borða þó alltaf næring­ arríkan og hollan mat. Hér koma uppskriftir að fínu síðdegisboði í góðra vina hópi þar sem nauta­ pottréttur og salat með parmask­ inku og rauðum vínberjum fara vel saman. Með kaffinu skemmir svo ekki fyrir að hafa ávexti með hafraklístri og ljúffengum van­ illuís með. Afmælisnautapottur fyrir hóp 6 kg gott nautakjöt 4 bréf stroganoff 3-4 laukar, saxið smátt 5 pakkar ferskir sveppir, skornir í sneiðar 5 gular/ rauðar paprikur, skorið í bita ½ l rjómi 3 tsk. Oskar kjötkraftur salt pipar Aðferð: Skerið kjötið í teninga, húðið ofnskúffu með olíu eða olíuúða. Brúnið kjötið í 3-4 hlutum í ofn- skúffu við 200°C. Setjið kjötið í 2- 3 potta og vatn svo rétt fljóti yfir. Setjið eina teskeið af kjötkraftinum í hvern pott, sjóðið í 20-30 mín- útur, fer eftir stærð bitanna. Bætið stroganoffi við ásamt lauk og sjóð- ið áfram varlega í 10-15 mínútur. Bætið því næst sveppum og papr- ikum við og sjóðið áfram varlega í 10-15 mínútur. Að endingu bætið við rjómanum og saltið og piprið eftir smekk. Gott er að elda pottréttinn fyrirfram og hita upp í 80-100°C í nokkrum eldföstum mótum í ofni, þá þarf ekki að standa yfir potti og passa að það brenni ekki við. Passið að geyma ekki heitan eða volgan pott- rétt í lokuðu íláti því þá súrnar pottrétturinn. Lok má fara á réttinn þegar hann er orðinn kaldur. Salat með parmaskinku og rauð­ um vínberjum spínat eða klettasalt (eða blöndu af báðu) 2 rauðar paprikur 1 pakki kokteiltómatar 1 rauður vínberjaklasi 2-3 sneiðar parmaskinka 1/2 rauðlaukur 1/2 agúrka (ef vill, er ekki nauðsyn- leg) ½ krukka fetaostur sýrður rjómi 10%, í plastflösku Sósa: 1 msk. dijonsinnep 4-5 msk. ólífuolía 1 msk. eplaedik Aðferð: Skerið niður paprikur, tómata, vín- ber, rauðlauk og agúrku og setjið í skál. Rífið salatið niður og bætið við ásamt parmaskinku. Bætið fetaostinum við og sprautið að vild sýrðum rjóma yfir salatið eða berið sýrða rjómann fram samhliða sal- atinu. Blandið öllu hráefni sósunnar saman og berið fram með salatinu. Ávextir með hafraklístri 4 stórar þroskaðar ferskjur 250 g þroskuð brómber 60 g púðursykur 3 tsk. kanill 125 g hveiti 125 g risahafrar 125 g púðursykur 150 g smjör (skorið í bita) Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið ferskj- urnar allan hringinn, snúið í sundur og losið steininn. Takið steininn úr með teskeið. Skerið ferskjuhelm- ingana í tvennt og síðan hvern bita í þrennt. Skolið vel brómberin og þerrið. Blandið 60 g af púðursykri og kanil saman í skál. Bætið ferskj- unum og brómberjunum saman við og hrærið vel svo sykurblandan umlyki ávextina. Sigtið hveitið í skál með púðursykrinum og hrær- ið. Bætið höfrunum við og hrær- ið öllu vel saman. Notið fingurna til að mylja smjörið saman við og þegar allt er vel blandað og komið í litla kekki er blandan tilbúið. Hellið ávöxtunum í ofnfast mót, dreifið hafraklístrinu yfir og bakið í ofni í um 30 mínútur eða þangað til rétt- urinn er gullinn og girnilegur. Gott að bera fram með vanilluís. ehg MATUR Bragðgóður nautapottur og ljúffengt parmaskinkusalat 8 1 3 7 3 9 1 4 2 9 1 8 6 2 2 7 6 2 4 5 6 9 8 4 1 6 5 9 1 3 4 9 7 4 2 1 3 8 9 6 8 1 5 4 6 2 9 5 8 2 4 6 3 2 1 8 8 2 9 7 3 5 1 5 2 9 6 9 3 1 4 8 1 3 1 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Minnisvarðinn Bríetarbrekka afhjúpaður Þann 7. nóvember síðastliðinn var minnisvarðinn Bríetarbrekka, eftir myndlistarkonuna Ólöfu Nordal, vígður við formlega athöfn á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis í Reykjavík. Reiturinn er til minningar um mestu kvenréttindabaráttukonu Íslandssögunnar, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Forsaga minnisvarð­ ans er sú að í fyrra voru liðin 150 ár frá fæðingu Bríetar, auk þess sem Kvenréttindafélag Íslands átti100 ára afmæli, og af því tilefni kviknaði sú hugmynd að reisa Bríeti minnisvarða á reitnum. Þann 28. desember árið 1887 hélt Bríet, fyrst íslenskra kvenna, fyr- irlestur sem bar heitið „Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna“. Bríet stofnaði fyrsta kvennablaðið hér á landi árið 1885 og var einn stofn- enda Kvenréttindafélags Íslands og formaður þess á árunum 1907- 1928. Bríet var fyrst íslenskra kvenna kjörin á þing, árið 1922. ehg Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, ávarpar viðstadda við afhjúpun Bríetarbrekku. Myndir: Ávextir með hafraklístri er einfaldur og í raun svolítið hollur eftirréttur. Í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgríms­ sonar opinberaði Mjólkursam­ salan í samstarfi við Hvíta húsið nýja heimasíðu um skáldið í Iðnó í Reykjavík í byrjun nóvember. Þar má finna veggspjald með 816 náttúrumyndum sem mynda andlit Jónasar og vísar sérhver þeirra í atriðisorð úr íslensku náttúruljóði. Ef smellt er á mynd birtist ljóð, sem tengist mynd­ efninu, í fullri lengd ásamt nafni höfundar og þannig er ljóð og náttúra tengd saman á lifandi hátt. Ef um örnefni er að ræða er staðsetningin sýnd með punkti á landakorti. Ljóð Jónasar Hallgrímssonar skipa stærstan sess á vefnum en þar má finna alls 443 ljóð eftir 119 höfunda frá 19. og 20. öld. Þessi nýi vefur er langviðamesta safn íslenskra náttúruljóða sem nokkru sinni hefur verið tekið saman. Um leið markar hann alger tímamót í því hvernig hægt er nálgast fróðleik um íslenskar bókmenntir og náttúru á lifandi og myndrænan hátt. Auk heimasíðunnar gefur MS einnig út veggspjald sem unnið er í sam- vinnu við Námsgagnastofnun sem dreifir veggspjaldinu í alla grunn- skóla landsins. Slóð á síðuna er www.jonas. ms.is Stærsta safn íslenskra náttúruljóða Fagna þjónustu við Dimmuborgir Stjórn Markaðsráðs Þingeyinga hefur samþykkti ályktun vegna Dimmuborga í Mývatnssveit. Þar er því fagnað að koma eigi upp fræðslu, upplýsingagjöf og snyrtiaðstöðu við Dimmuborgir. „Hefur aðstöðuleysið þar valdið vandræðum og umhverfisósóma og á Landgræðslan þakkir skildar fyrir að taka nú til höndum og byggja upp þjónustu fyrir þá mörgu sem koma til að njóta náttúrufeg- urðar í Dimmuborgum,“ segir í ályktuninni. Enn fremur segir að komi hið opinbera ekki með fjármagn til að leysa aðkallandi þjónustumál, styðji ráðið það eindregið að Landgræðslan hafi vörslu og umsjón með Dimmuborgum sem kostuð verði af greiðslum ferðamanna. MÞÞ Guðbrandur Sigurðsson forstjóri MS afhendir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.