Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 16

Fréttablaðið - 18.02.2012, Side 16
16 18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á fjórða ári eftir hrun krónunnar og fall bank-anna stendur þjóðin enn á vegamótum í þeim skilningi að hún hefur ekki valið ákveðna leið til þess að feta sig eftir við endurreisnina. Veg- presturinn stendur á sínum stað. Ætli menn að komast úr sporunum þarf að velja eina af leiðunum frá honum. Frá því að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rann sitt skeið um mitt síðasta ár hafa stjórnvöld ýmist hallað sér upp að vegprestinum eða snúist í kringum hann. Ný efnahagsáætlun hefur ekki verið samin. Pólitíska málef- nakreppan hefur komið í veg fyrir að menn gætu gert nýja áætlun og valið nýja leið. Þess sjást þegar merki í vax- andi verðbólgu og með veikari krónu. Á þ e s s u m vett vangi var í síðustu viku vakin á því athygli að veru- leg hætta væri á að lífeyrissjóðirnir myndu tapa sjálfstæði sínu á næstu árum. Ástæðan er sú að stefnuleysi í ríkis fjármálum og peningamálum er smám saman að leiða til þess að áhætta ríkissjóðs og lífeyris- sjóðanna tvinnast saman eins og hjá gömlu bönkunum og stærstu eigendum þeirra. Afleiðingin getur orðið sambærileg. Formaður velferðarnefndar Alþingis staðfesti í vikunni að fullt tilefni væri til þessa beygs með því að lýsa yfir því að huga ætti að því að steypa lífeyris réttindum lands- manna í eitt kerfi. Á mæltu máli þýðir það að hverfa frá söfnunar- kerfi og innleiða gegnumstreymis- kerfi. Tilgangurinn er að eyða upp- söfnuðum sparnaði. Slíkar yfirlýsingar benda ótví- rætt til að í ráðleysinu upp við veg- prestinn sé sú freisting ofar í huga ríkisstjórnarinnar að halda áfram að nota lífeyrissjóðina til þess að ná öðrum pólitískum markmiðum en að tryggja sjóðsfélögum lífeyri á efri árum. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Að snúast um vegprestinn Í vikunni var greint frá sam-komulagi ríkisstjórnarinn-ar við lífeyrissjóðina um þátttöku í gjaldeyrisupp- boðum Seðlabankans. Dæmið leit ekki illa út eins og það var kynnt. Lífeyrissjóðirnir flytja heim erlendan gjaldeyri. Það styrkir stöðu krónunnar og ætti eftir kenningunni að auðvelda Seðla- bankanum að aflétta gjaldeyris- höftunum. Hér þarf þó að horfa á fleiri hlið- ar. Í fyrsta lagi er þetta þvingunar- aðgerð. Hún svarar því ekki þeirri spurningu sem öllu máli skiptir: Eru menn tilbúnir af fúsum og frjálsum vilja að breyta erlendum eignum í íslenskar krónur? Fyrir vikið hefur aðgerðin ekki þann trú- verðugleika sem vera þyrfti. Í annan stað er þetta enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld draga lífeyrissjóðina inn í sameig- inlega áhættu vegna veikrar ríkis- fjármálastefnu. Veiking lífeyris- sjóðanna getur að sönnu styrkt ríkissjóð og Seðlabankann í bráð. Á hinn bóginn grefur hún undan langtímamarkmiðum um fjármála- stöðugleika og einni meginstoð vel- ferðarkerfisins. Í þriðja lagi er með þvingunar- ráðum eins og þessum verið að hindra lífeyrissjóðina í að dreifa áhættu með fjárfestingum erlendis. Sú áhættudreifing er eitt af hald- reipum sjóðanna. Verði gjaldeyris- höftunum aflétt er skylda sjóðanna að fara út aftur með peninga til að tryggja eðlilega áhættudreifingu. Þá kunna menn að standa í þeim sporum að þurfa að hefta út streymið með öðrum ráðum. Á endanum gæti þetta haft þá einu þýðingu að hjálpa Seðlabankanum að skipta um nafn eða form á höftunum. Er það markmiðið? Þvingunarráð Einn af yngri hagfræðing-um landsins, Heiðar Már Guðjónsson, vakti í vik-unni með athyglisverðum greinaflokki í þessu blaði athygli á hverjar afleiðingar það getur haft að fylgja áfram óbreyttri stefnu í peningamálum. Í raun hefur ekk- ert breyst í þeim efnum. Allt er eins og það var fyrir hrun að við- bættum höftunum. Hann sýnir með sterkum rökum fram á að þetta geti leitt til annars hruns innan fjögurra ára. Heiðar Már Guðjónsson telur róttæka stefnubreytingu óhjá- kvæmilega með upptöku nýrrar myntar og leggur til að það verði gert einhliða og bendir einkum á Kanadadollar. Hann telur að samningar um aðild að evrópska myntbandalaginu taki of langan tíma og ný mynt yrði keypt of dýru verði ef fórna þyrfti fiskveiðirétt- indum á móti. Hvort tveggja er í sjálfu sér rétt. Spurningin er bara hvort unnt er í samningum að tryggja fiskveiðihagsmunina og hraða ferlinum. Það er markmið aðildarviðræðnanna. Kjarni málsins er þó sá að ekki er unnt að halda áfram án skýrrar stefnumörkunar. Hinn kosturinn, að hanga utan í vegprestinum og þora ekki að velja nýja leið, mun á endanum kalla yfir okkur nýtt hrun. Spurningin er bara hversu hratt. Vandinn er sá að hvorki ríkis stjórnin né stjórnar and staðan fást til að taka ákvörðun um hvert á að halda og hvernig varða á veginn. Veldur krónan nýju hruni? S tundum finnst manni eins og í fréttum komi vart annað en afturgöngur gamalla frétta og umræðu. Nú síðast í vikulokin gerðist það með dómi Hæstaréttar þar sem afturvirkir endurreiknaðir vextir á gjaldeyrislán voru sagðir ólöglegir. Víst er að umræða um skulda- vanda, gjaldeyrismál, Icesave og þar fram eftir götunum er fyrir löngu orðin bæði þrúgandi og leiðigjörn að margra mati, en heldur væntanlega áfram meðan mál eru ekki kláruð að fullu. Þannig getur fólk látið sig hlakka til nýrrar lotu Icesave- umræðna þegar boðaður málarekstur ESA hefst á hendur íslenska ríkinu. Kannski eru það samt merki um einhverja örvæntingu í sam- félaginu allar þær væntingar sem upp risu þegar vaxtadómur Hæstaréttar féll á miðvikudag. Virtust margir áætla um leið að hver sá sem hefði á einhverjum tímapunkti tekið erlent lán hefði dottið í lukkupott gjafavaxta og ætti væntanlega von á endur- greiðslum á stærð við meðallottóvinning, fleiri tugir milljarða væru á leiðinni til skuldara landsins. Daginn eftir var þó komið aðeins annað hljóð á strokkinn. Ekki víst að von sé á öllum milljónunum og óljóst hversu fordæmis- gefandi dómurinn sé, eða til hverra þeirra hann nái sem tekið höfðu lán í erlendri mynt. Líkast til bara þeirra sem alltaf höfðu staðið í skilum. Og hefur þá væntanlega farið um þá sem í skulda- vanda sínum hlíttu misjöfnum ráðum um að hætta að borga af lánum sínum. Mikil er ábyrgð þeirra sem ráðleggja fólki þannig, að það fyrirgerir rétti sínum til leiðréttinga. Lýðskrum virðist nefnilega vera óhjákvæmilegur fylgifiskur þessarar skuldavanda- og jafnvel efnahagsumræðu allrar, hvort sem það eru yfirlýsingar um töfralausnir á borð við einhliða upp- töku erlendrar myntar, flata skuldaniðurfellingu, eða annað ámóta rugl sem með rökum er margbúið að slá út af borðinu. Angi af slíku dúkkaði upp í umræðum um vaxtadóm Hæsta- réttar þegar einstaka stjórnmálamenn fóru að tala um að ætti að rétta hlut einhverra þeirra sem tekið höfðu erlent lán, þá væri óhjákvæmilegt annað en að rétta hlut hinna sem pínast í verð- tryggingar fangelsi krónulána. Tilfellið er nefnilega að á endanum borgar alltaf einhver brúsann. Stjórnmálamenn sem vilja fella niður skuldir af íbúða- lánum þurfa þá líka að svara þeirri spurningu hvaða áhrif slík aðgerð hefur á stöðu Íbúðalánasjóðs og hvaðan eigi að koma fjár- munir til að styrkja hann enn frekar komi til slíkra aðgerða. Hver ætlar að mæla fyrir skattahækkunum vegna þessa? Aðgerðin sem gagnast þeim sem skulda verðtryggð lán er að böndum sé komið á verðbólguna. Þar gætu stjórnmálamenn sem stuðla að aukinni verðbólgu með því að hækka neysluskatta strax lofað úrbótum. Þá hefur verið lýst leiðum til að koma böndum á sveiflur í gengi krónunnar með gjöldum á gjaldeyrisskipta- samninga. Hvað líður áætluninni um afnám gjaldeyrishafta? Er ekki ráð að fara að koma á þessari ábyrgu efnahagsstjórn sem þjóðin hefur, líkast til allt frá stofnun, beðið eftir? Mál sem dúkka ítrekað upp: Þrúgandi leiðindi SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.