Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 80

Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 80
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR48 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Íris Jónsdóttir Arnartanga 35, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 11. febrúar sl. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Kristján Þór Valdimarsson Hrafnhildur Gísladóttir Ósk Kristjánsdóttir Lúðvík Aron Kristjánsson Lis Ruth Klörudóttir og barnabörn. 80 ára afmæli Örn Geirsson Í tilefni dagsins tekur hann á móti vinum og vandamönnum í salnum í Gullsmára 13, í dag kl. 17. Gestum er bent á að koma með góða skapið en blóm og g jafir afþakkaðar. 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Helgi Þór Sigurðsson bifvélavirki, Framnesvegi 17, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Anna Lydía Helgadóttir Ólafur Ívar Jónsson Theódór Helgi Helgason og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Haukur Pálsson húsasmíðameistari, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Guðrún Helga Hauksdóttir Jóhann Örn Guðmundsson Gunnar Haraldur Hauksson Kristín Jóna Guðjónsdóttir Sigurjón Páll Hauksson Sigríður Valdís Karlsdóttir Kristín Hulda Hauksdóttir Gylfi Jónasson Haukur Hauksson Dögg Jónsdóttir Unnur Erna Hauksdóttir Ólafur Örn Valdimarsson Jónas Guðgeir Hauksson Sigrún Guðmundsdóttir Júlíana Hauksdóttir Loftur Ólafur Leifsson Guðfinna Hauksdóttir Hafliði Halldórsson og fjölskyldur. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Snorra Snorrasonar fyrrv. flugstjóra, Smáraflöt 11, Garðabæ, sem lést á heimili sínu í 21. janúar. Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfræðingar Karitas fyrir framúrskarandi umönnun. Nanna Nagtglas Snorrason Jón Karl Snorrason Þórey Jónsdóttir Snorri Snorrason Guðrún Magnea Rannversdóttir Helga Guðrún Snorradóttir Gísli Tryggvason Haukur Snorrason Hadda Björk Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, Ingólfs Árnasonar vélstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Markar við Suðurlandsbraut fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun. Ingibjörg Árnadóttir Þorbjörg Kjartansdóttir Þuríður Árnadóttir Júlíus Jón Daníelsson Sigurður Jónsson Vibeke Jónsson Arnheiður Árnadóttir Theódór Óskarsson Halldóra Árnadóttir Benedikt Sveinn Kristjánsson og systkinabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Baldur G. Bjarnasen flugvélstjóri, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. febrúar klukkan 15.00. Þórdís Baldursdóttir Gísli Guðmundsson Óskar Baldursson Sigrún Birgisdóttir Sigtryggur Baldursson Sigrún Hrafnsdóttir Guðjón Þór Baldursson 53 „Þessir tónleikar endurspegla þá starfsemi sem Stórsveitin hefur staðið fyrir í tuttugu ár. Þar verður litið um öxl og meðal annars leikin músík eftir gesti sveitarinnar gegnum árin sem margir eru mjög þekktir í hinum alþjóðlega djassheimi,“ segir tónlistar- maðurinn Sigurður Flosason. Hann stjórnar afmælistónleikum Stór sveitar Reykjavíkur í Kaldalónssal Hörpu í dag klukkan 15. Sérstakir gestir á sviðinu verða söngvararnir Kristjana Stefánsdóttir og Ragnar Bjarnason. Hlutar úr efnisskrám sem stjórnað hefur verið af félögum í sveitinni á liðnum árum verða og á dagskránni í Hörpu að sögn Sigurðar. „Svo höfum við unnið með fólki úr poppgeiranum og munum meðal annars flytja nýja útsetningu eftir Gunnar Þórðarson sem Ragnar Bjarnason syngur. Einnig tökum við lög af plötum sem við höfum gert þannig að það verður komið víða við. Þetta verður skemmtilegt og fjölbreytt prógramm.“ Stórsveit Reykjavíkur hélt sína fyrstu æfingu 17. febrúar 1992 undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar (1938-2006), stofnanda hennar. „Það voru margir sem ólust upp undir handarjaðri Sæbjörns að einhverju leyti því hann stjórnaði stórsveitum bæði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og innan lúðrasveitarinnar Svans. Nokkra pilta langaði að spila í alvöru „bigbandi“ og Sæbjörn greip það á lofti. Þannig varð Stórsveit Reykjavíkur til,“ lýsir Sigurður sem kveðst ekki hafa verið meðal stofnenda sveitarinnar heldur byrjað að spila með henni fáum árum seinna. Sex til sjö aðalverkefni hafa verið hjá Stórsveit Reykjavíkur á hverju ári, auk þess sem fleira fellur til. Nýr og nýr stjórnandi er ráðinn hverju sinni til að auka fjölbreytnina, að sögn Sig- urðar. „Svo æfum við ekki reglulega heldur er tekin þétt törn fyrir hvert verkefni þannig að starfið er lotu- bundið,“ lýsir hann. Sveitin hefur gefið út fimm geisla- diska í eigin nafni og auk þess tekið þátt í samstarfsverkefnum með öðrum listamönnum, svo sem Bubba Morthens og Sálinni hans Jóns míns. Hún hlaut Íslensku tónlistar verðlaunin sem jazzf- lytjandi ársins árið 2005 og var útnefnd tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2010. „Stórsveit Reykja víkur hefur litið á sig sem nokkurs konar sinfóníuhljóm- sveit rytmískrar tónlistar á Íslandi,“ segir Sigurður. „Nýtt efni og gamalt, innlent og erlent hefur því verið lagt að jöfnu á hinum fjölmörgu tónleikum hennar.“ gun@frettabladid.is HIN TVÍTUGA STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR: HELDUR TÓNLEIKA Í HÖRPU Í DAG Litið um öxl og leikin verk sem tengjast sögu sveitarinnar STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Á ÆFINGU Sigurður Flosason stjórnar sveitinni á afmælistónleikunum í Hörpu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HALLGRÍMUR HELGASON rithöfundur á afmæli í dag. „Lífið allt er löngun ein, laufið þráir aðra grein.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.