Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 110

Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 110
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR78 PERSÓNAN „Þetta á eftir að vera skemmtilegt,“ segir sjónvarps- maðurinn Logi Bergmann Eiðsson. Logi Bergmann verður kynnir á Edduverðlaunahá- tíðinni í Gamla bíói í kvöld. Starf kynnisins virðist æ meira snúast um að gera grín að bransanum, en hinn breski Ricky Gervais hefur til að mynda vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á Golden Globe-verð- launahátíðum síðustu þriggja ára. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins ætlar Logi að varpa bombum. „Ég veit það ekki,“ segir hann og hlær. „Mér finnst að maður eigi að vera skemmtilegur, og ef ég móðga einhvern, þá verður bara að hafa það. Er það ekki?“ Logi segir það skyldu sjónvarpsmanna að reyna að vera skemmtilegir. Sjálfur ætlar hann að reyna. „Maður getur gert grín að hlutunum, en maður má ekki vera mjög dónalegur,“ segir hann. „Það er hægt að segja ótrúlegustu hluti ef þeir eru fyndnir. Það er annað mál ef maður er að drulla yfir fólk. En mér finnst að það mætti aðeins pönkast í fólki. Ég veit ekki hvað ég geng langt, það fer eftir því hvernig hlutirnir raðast.“ Logi kynnti síðast Edduverðlaunin fyrir áratug og segist ekki muna hvenær hann vann síðast, en í ár er þáttur hans Spurningabomban tilnefndur sem skemmtiþáttur ársins. Logi er spenntur fyrir verkefninu og segir af nægu að taka. „Þetta er búið að vera ágætisár. Það er heilmikið búið að gerast. Ekki hægt að kvarta undan því,“ segir hann. Hátíðin verður sýnd á Stöð 2 og hefst klukkan 21. - afb Pönkast í bransanum á Eddunni Sindri Már Sigrúnarson Aldur: 27 ára. Starf: Húðgatari. Foreldrar: Sigrún Jóns- dóttir og Sigmundur Gunnarsson. Fjölskylda: Á einn lítinn strák og níu systkini. Búseta: Ísafjörður og Reykjavík. Stjörnumerki: Vog. Sindri Már lét húðflúra hljómsveitar- nafnið Endless Dark á höfuð sitt. Krassandi ævintýraleikrit í leikstjórn Sigga Sigurjóns MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS MIÐASÖLUSÍMI: 4 600 200 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX FRAMLEITT AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ Lau 18/2 kl.16 UPPSELT Lau 18/2 kl.19 UPPSELT Sun 19/2 kl.16 UPPSELT Fim 23/2 kl.19 örfá sæti laus Fös 24/2 kl.19 UPPSELT Lau 25/2 kl.16 UPPSELT Lau 25/2 kl.19 UPPSELT Sun 26/2 kl.16 UPPSELT Fim 1/3 kl.19 örfá sæti laus Fös 2/3 kl.19 örfá sæti laus Lau 3/3 kl.16 ný sýning Lau 3/3 kl.19 örfá sæti laus Lifestream Bowel+ meltingarensímin tryggja betri meltingu, meiri upptöku á næringaefnum og góða líðan í maga og ristli. Regluleg inntaka tryggir vellíðan. Inniheldur: Meltingarensím • HUSK trefjar 5 teg acidofilusgerla • Inulin FOS Nútíma meðhöndlun á matvælum eyðileggur ensímin í matnum, því skortir flesta meltingarensím nema við séum reglulega á hráfæði. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fæst: Apótekum, heilsubúðum og Krónunni. Bragðgott, 2 tsk á dag ATLI ÖRVARSSON: HANN ER ÓTRÚLEGA LJÚFUR MAÐUR OG KURTEIS Veitir stjörnunni Anthony Hopkins tónlistarráðgjöf STARFAR MEÐ HOPKINS Atli Örvarsson hefur starfað með stór- leikaranum Anthony Hopkins að undanförnu. aðstoðaði hann m.a. við gerð tón- listarinnar við myndirnar Englar og djöflar, Pirates of the Caribbean og Frost/Nixon. Vegur hans í Hollywood hefur verið að aukast smátt og smátt undan farin ár. Hann hefur upp á eigin spýtur samið tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarps- þátta, þar á meðal Season of the Witch, The Code og Law and Order. Núna síðast gerði hann samning við Paramount Pictures um að semja tónlistina við rándýra hasar- mynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frum- sýnd síðar á árinu. freyr@frettabladid.is „Hann er ótrúlega ljúfur maður og eins kurteis og almennilegur í framkomu og hægt er að vera,“ segir Atli Örvarsson, tónskáld í Hollywood. Atli hitti nýverið stórleikarann Anthony Hopkins í hljóðveri sínu í Santa Monica. Þeir ræddu um sam- starf í tónlistinni en Hopkins hefur gert töluvert af því að semja tón- list, þar á meðal við kvikmyndir sem hann hefur sjálfur leikstýrt. „Það var sameiginlegur vinur okkar sem stakk upp á mér til að hjálpa honum. Í rauninni var hann að leita að einhverjum til að hjálpa sér við útsetningar. Ég hugsaði með mér að maður gæti dregið einhvern lærdóm af því að sitja í klukkutíma með Anthony Hopkins,“ segir Atli. „Við hittumst um daginn og hann talaði um að við myndum vinna með þetta meira. Hann er með ýmsar hugmyndir í pokahorninu. Hann er búinn að vera að semja í gegnum tíðina og vill koma því í fastara form,“ segir hann og bætir við í léttum dúr: „Ég djókaði með að það yrði sett sem skilyrði áður en ég hitti hann að hann væri búinn að fá sér stað- góðan morgunverð.“ Vísar hann þar í Óskarsverðlaunahlutverk Hopkins sem mannætan Hannibal Lecter í Silcence of the Lambs. Hlé er á samstarfi þeirra um þessar mundir vegna þess að Hopkins þurfti að drífa sig til Bret- lands til að leika þar í nýrri mynd. Þeir munu taka aftur upp þráðinn síðar á árinu. Atli er sjálfur staddur hér á landi. „Ég fékk tilnefningu til Eddu-verðlaunanna fyrir tónlistina fyrir Eagle og ákvað að nota það sem afsökun til að skreppa heim og heimsækja vini og vandamenn.“ Atli hefur búið í tæp tuttugu ár í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið töluvert undir leiðsögn hins þekkta tónskálds Hanz Zimmer og „Við erum að taka þennan mat og gera hann með hjartanu,“ segir Sigurður Karl Guðgeirsson, einn af eigendum veitinga- staðarins Roadhouse við Snorrabraut, sem verður opnaður í dag. Sigurður ætlar að bjóða upp á bandarískan mat sem verður nánast allur útbúinn á staðn- um. „Þessir staðir eru með allt þetta verk- smiðjuframleidda dót,“ segir hann. „Við erum að fara aftur til upprunans. Við erum t.d að laga frönskurnar sjálf. Það tók okkur ellefu daga að ná þeim góðum. Lauk hringirnir eru búnir til á staðnum, hamborgararnir eru 140 grömm, vanalega eru þeir 120. Við erum að gera borgarana eins og í Ameríkunni. Við reykjum grísahnakka á staðnum, gerum okkar eigið hvítlauks majones. Við keyptum reykofn á staðinn svo við getum reykt rifin sjálfir. Ég er mikill rifjamaður og mér hefur fundist vanta almennileg rif á Íslandi.“ Talandi um rif þá ætla Sigurður og félagar að reykja þau á þrenns konar hátt: Með epla- viði, hikkoríuviði og kirsuberjaviði. Sigurður rekur einnig suZushii í Kringlunni og rekur Roadhouse ásamt Ástu, konunni sinni, og Gunnari Chan. Það tók sjö mánuði að gera upp húsnæðið sem hýsti áður sjoppuna Ríkið ásamt öðru, en pláss er fyrir allt að 112 manns í salnum. Dr. Gunni valdi tónlist staðarins sem er frá fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. „Við ætlum að fara í gamla tímann og gera þetta eins og í gamla daga,“ segir Sigurður. „Það er drifkrafturinn okkar.“ - afb Tók 11 daga að ná frönskunum góðum GAMLI TÍMINN DRIFKRAFTURINN Sigurður Karl hefur opnað veitingastaðinn Roadhouse sem sækir í gamla tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GERIR GRÍN AÐ BRANSANUM Logi veit ekki hversu langt hann ætlar að ganga í gríninu á Eddunni í kvöld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.