Fréttablaðið - 03.05.2012, Side 19

Fréttablaðið - 03.05.2012, Side 19
FIMMTUDAGUR 3. maí 2012 19 Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru ein- föld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfð- ingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna tals- verðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Sví- þjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valda- lausra fyrirmanna. Markmið Sagt hefur verið um fyrirtæki að þau séu í alvarlegum vanda ef stjórnendurnir geta ekki útskýrt öll helstu markmið þeirra í stuttri lyftuferð. Svipað mætti sjálfsagt segja um stjórnmálaflokka þótt þeir sýni stundum undraverða hæfileika til að lifa af eigið til- gangsleysi. Og stjórnskipun. Allir vita Það tekur fólk ekki nema fáein- ar sekúndur að útskýra tilgang konungdæma, hvort sem menn eru hlynntir eða andvígir slíkum fyrirbærum. Konungbornir þjóð- höfðingjar eru lifandi sameining- artákn landa. Umræður um hæfi- leika þeirra koma málinu ekki við því frami þeirra réðst af því einu að þeir fæddust. Slík tákn geta jafnvel verið útlendingar. Drottn- ing Englands ríkir sem samein- ingartákn í Ástralíu, Kanada og einum fimmtán öðrum sjálfstæð- um ríkjum. Sum hefur hún lítið sem ekkert heimsótt á löngum valdaferli en þetta virkar samt fyrir viðkomandi þjóðir. Ástralíu- menn felldu fyrir fáum árum til- lögu um stofnun lýðveldis. Ástæð- an var ekki eingöngu hollusta við táknmyndina heldur deilur um hvers konar forseti ætti að koma í staðinn. Líka einfalt Forsetar eru ekki sams konar sameiningartákn þegar þeir eru valdamestu menn hvers ríkis og kosnir í harðvítugum kosninga- slag. En þeir eru hins vegar tákn og fulltrúar ríkja sinna út á við. Þetta er vegna þess að þeir eru teknir alvarlega af umheiminum vegna valda sinna heima fyrir. Hlutverk forseta flestra ríkja Vesturheims, Afríku og einstaka ríkja annars staðar er tvíþætt. Að marka stjórnarstefnu hvers ríkis og taka fulla ábyrgð á henni. Og svo að vera alvöru fulltrúi ríkisins gagnvart valdamönnum annarra ríkja. Ábyrgð inn á við og alvara út á við eru aðalatriðin. Til hvers? Málið vandast hins vegar ef þjóð- höfðingi er bæði ábyrgðarlaus af stjórnarstefnu heima fyrir og valdalaus út á við. Eins og á Íslandi. Í þeim tilvikum er hlut- verk þjóðhöfðingja dálítið óljóst. Fólk hefur óheppilega ólíkar hug- myndir um það og ekki annars von. Forsetar eru auðvitað ekki teknir mjög alvarlega af umheim- inum ef þeir hafa engin völd. Ekki verða þeir heldur sjálfkrafa sam- einingartákn eins og þeir sem fæðast til slíkra verka. Svíþjóð, þar sem kóngurinn er nánast án hlutverks, og Sviss, sem hefur ekki þjóðhöfðingja, dafna flestum ríkjum betur. Fallnir forsetar Afsagnir tveggja forseta á tveim- ur árum hafa knúið Þjóðverja til að ræða um tilgang embættis- ins. Sá fyrri flutti ræðu sem túlka mátti sem aðra sýn á utanríkismál en stjórnin í Berlín hafði. Forset- inn, sem sagðist hafa verið mis- skilinn, sagði af sér. Sem í flestum evrópskum löndum hljómar ekk- ert einkennilega. Sá seinni var sakaður um að hafa þegið greiða eins og far og uppihald af auð- mönnum. Þetta var þó áður en hann varð forseti, ekki á meðan hann sat í embætti. Tilraunir hans til spuna og fjölmiðlaleiks í kringum málið þóttu venjulegir pólitískir klækir en ekki sæmandi forseta og því sagði hann af sér. Sem flestum þótti sjálfsagt í því landi. Eftir þessar ófarir náðist góð samstaða á milli flokka og hjá þjóðinni um að kjósa mann þekkt- an af heiðarleika, siðferðisstyrk og algeru kunnáttuleysi í spuna. Táknmyndir Sá maður, Gauck, er ekki sam- einingartákn á sama hátt og þeir einir geta verið sem fæðast til slíkra starfa. Hann er predikari að upplagi og menntun og ómyrk- ur í máli. Hann er hins vegar táknmynd gilda sem margir telja eiga sérstakt erindi við okkar tíma. Ekki ósvipaðar hugmyndir komu fram í Ástralíu þegar kosið var um framtíð konungdæmisins í þar í landi. Lýðveldissinnar vildu þá margir beint kjör forseta. Það gæfi þjóðinni tækifæri til að velja lifandi tákn þeirra gilda sem ættu helst að einkenna landið. Menn sögðu að jafnrétti, snobbleysi og sanngirni væru þjóðargildi Ástr- alíu og forseti ætti að vera lif- andi dæmi um þetta. Írar völdu líka nýlega forseta sem á nútíma- íslensku gæti kallast ýktur Íri. Hann hefði kannski ekki náð kjöri annars staðar en hentar frændum okkar vel. Öryggi Víða um heim hafa komið fram hugmyndir um forseta sem örygg- isventil gegn ofríki valdamanna. Eða gegn bruðli þeirra og spill- ingu eins og í Singapúr þar sem forsetinn gætir varasjóða landsins og getur hafnað embættisveiting- um ráðamanna en kemur annars lítið að pólitík. Öryggisventlar geta hins vegar breyst í tíma- sprengjur ef forsetar eru ekki lausir við eigin metnað. AF NETINU Klófestu umræðuna Athyglisverðasta 1. maí ávarpið kom að þessu sinni frá verkalýðs- félaginu Afli á Austurlandi. Þar segir, að tekjuháir, með meira en 500 þúsund eftir skatta, hafi kló- fest umræðuna um niðurfellingu skulda. „Það er sami hópur og var skuldsettastur. Hafði veðsett eigur sínar upp í topp og oft lengra til að viðhalda lífsstíl og til að fjárfesta í góðærinu. Og úr hvaða tekjugeira kemur stærstur hluti þingmanna og hvaðan koma álitsgjafar fjölmiðla og þeir sem stjórna fjölmiðlum? Jú helstu áhrifavaldar samfélags- umræðu í dag eru úr þessum efsta tekjufimmtungi og því er umræðan svo einlit og öfgakennd.” jonas.is Jónas Kristjánsson Aðferð til að vekja athygli á málefnum Þegar Louis Crossley, þekkt bar- áttukona í umhverfismálum, kom til Íslands á sínum tíma sagði hún að umhverfisverndarfólk ætti að nota öll tækifæri til að vekja athygli á málefnum sínum, til dæmis með því að bjóða fram umhverfisvernd- arfólk hvar sem það væri hægt, líka til embættis forseta Íslands. Dæmi um þetta var þegar Eva Joly bauð sig fram til embættis forseta Frakklands, vissi það fyrirfram að hún ætti ekki minnstu möguleika en taldi það sigur fyrir sig ef hún fengi 5%. Hún náði ekki því marki en nýtti tækifæri sem annars hefði ekki boðist. Héðan í frá er við slíkum framboðum að búast hér á landi og geta málefnin, sem vekja á athygli á, verið hin ágætustu sem og frambjóðendurnir. omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Tilraunir hans til spuna og fjöl- miðlaleiks í kringum málið þóttu venjulegir pólitískir klækir. Til hvers? Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.