Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 28
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is SIGRÚN ELDJÁRN, rithöfundur og myndlistarmaður, á afmæli í dag. „Það felst mikið frelsi í pensli og striga.“58 „Já, ég neita því ekki að ég upplifi þetta sem dálítil tímamót,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, sem er sextugur í dag. Af því tilefni hefur hann boðið vinum og vandamönnum til afmælisveislu, sem hann segir að sé nokkuð ólíkt sér. „Almennt er ég ekki mikið fyrir veisluhöld og hef ekki gert mikið af því í gegnum tíðina að halda upp á afmælið, heldur verið líklegri til að vera að heiman. En þegar lagt var að mér að halda upp á sextugsafmælið reyndist það tiltölulega auðsótt. Ég hef verið að reyna að glöggva mig á því hvað veldur. Jóhann Páll kveðst ekki hafa komist að einhlítu svari, honum finnist hann að minnsta kosti ekki orðinn gamall. „En kannski finnst mér ég hafa náð ákveðnum hápunkti, ef svo má segja. Því fer fjarri að ég sé orðinn leiður á mínu starfi en ég er farinn að gera mér ágæta grein fyrir því að ævin er bara örstutt leiftur. Ég hafði aldrei leitt hug- ann að þessu áður en maður áttar sig betur og betur á þessu eftir því sem maður eldist. Og vill sinna áhugamál- unum á meðan maður hefur heilsu og aldur til; það er auðvitað útgáfan og ljósmyndun, sem ég hef mikið yndi af. Síðast en ekki síst er ég mikill barna- og kattakarl; ég á fjögur barnabörn og tvo ketti og vil eiga góðar stundir með þeim.“ Spurður hvort hann sjái fram á breytingar á sínum starfshögum seg- ist Jóhann Páll gjarnan vilja breyta áherslum. „Í allmörg ár, frá því ég keypti mér hús í Skorradal, hefur draumur- inn verið að draga úr daglegu amstri. Ég vildi því gjarnan breyta áherslun- um dálítið; ekki endilega að draga úr vinnu en sinna útgáfuhliðinni betur. Af því að ég er að vasast í svo mörgu í fyrirtækinu finnst mér ég vanrækja útgáfuhliðina, sem felur ekki bara í sér að fá hugmyndir að bókum til að gefa út heldur líka að eiga í samskiptum við höfunda. Mér hefur sviðið það að hafa sjaldan tíma lengur til að fá mér kaffi- bolla með höfundunum og vildi gjarn- an breyta því.“ Jóhann Páll segist enn hafa mikla ástríðu fyrir útgáfustarfinu. „Ég brenn enn fyrir þetta starf, það er óbreytt. Ég held að skýringin sé meðal annars sú að þetta er langbesta útgáfufyrirtæki sem ég hef starfað við. Þetta er feykivel heppnað fyrirtæki, þótt ég segi sjálfur frá. Hér starfar einvalalið, sem vinnur eins og ein liðs- heild, og það er hreinn unaður að vinna með þessu fólki og sjá afraksturinn. bergsteinn@frettabladid.is JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON: FAGNAR SEXTUGSAFMÆLI Í DAG Ævin er bara örstutt leiftur JÓHANN PÁLL Segist vilja breyta áherslum í starfi sínu, draga úr daglegu amstri í fyrirtækinu og sinna útgáfuhliðinni betur. „Mér hefur sviðið það að hafa sjaldan tíma lengur til að fá mér kaffibolla með höfundunum og vildi gjarnan breyta því.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Merkisatburðir 1837 Háskólinn í Aþenu er stofnaður. 1902 Oddfellow-reglan hefur forgöngu um stofnun Hjúkrunar- félags Reykjavíkur. Það er lagt niður 1937. 1970 Álverið í Straumsvík formlega tekið í notkun, en álfram- leiðsla hafði þó hafist þar árið áður. 1986 Ísland tekur þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva í fyrsta sinn, og nær lagið „Gleðibankinn“ sextánda sæti, en miklar vonir höfðu verið bundnar við að það yrði mjög ofarlega í keppninni. 1998 Fyrsti áfangi Grafarvogslaugar er opnaður. 2007 Madeleine McCann, þriggja ára gamalli stúlku, er rænt úr hótelherbergi í Portúgal, þar sem hún var með fjölskyldu sinni í fríi. Það var þann 3. maí 1973 að bókstafurinn z var felldur brott úr íslenskri stafsetningu, annars staðar en í mannanöfnum þar sem hefð var fyrir að nota hann. Skiptar skoðanir eru um hvenær z missti sjálfstætt hljóðgildi og fékk framburðinn s en margt í handritum bendir til að það hafi ekki verið fyrr en á 16. öld. Það var því löng hefð fyrir bókstafnum z þegar farið var að semja staf- setningarreglur í tengslum við aukna móður- málskennslu í skólum. Í Íslenzkum rjettritunar- reglum eftir Halldór Kr. Friðriksson frá 1859 eru settar fram reglur um notkun z sem eru nánast hinar sömu og giltu allt fram til ársins 1974. Til dæmis átti að skrifa z þar sem saman lentu tannhljóð og s, til dæmis þið elskizt (elskið+st), þið hafið elskazt (elskað+st), þú veizt (veit+st), við höfum hitzt (hitt+st). Í efsta stigi lýsingarorða eins og beztur, elztur, helztur var einnig skrifuð z þar sem t og d voru í stofni á undan s. Í orðinu hanzki var rituð z þar sem d fór í stofni á undan s (hand+ski) og svo fram- vegis. Mörgum þótti erfitt að læra eða kenna þessar reglur og þar kom að z var felld brott í stafsetningu árið 1974. Heimild: Vísindavefurinn ÞETTA GERÐIST: 3. MAÍ 1973 Z úthýst úr íslenskri stafsetningu Elskuleg frænka okkar, LÁRA J. ÁRNADÓTTIR frá Burstafelli, Vestmannaeyjum, Aflagranda 40, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 29. apríl. Jarðsett verður frá Áskirkju þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00. Aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ENGILBERTSDÓTTIR andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 28. apríl. Sigrún Þórarinsdóttir Ragnar Pálsson Birgir Þórarinsson Dóra Sigurðardóttir Gunnhildur Þórarinsdóttir Sveinn M. Ottósson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku faðir okkar, afi, bróðir, mágur og uppeldisbróðir, GYLFI SÍMONARSON Hlíðarhjalla 46, 200 Kópavogi, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 25. apríl síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju laugardaginn 5. maí næstkomandi kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð fyrir krabbameinssjúk börn. Anna María Gylfadóttir Júlía Líf Cadeau Önnudóttir Helgi Valur Gylfason Ylfa Lind Gylfadóttir Gylfi Valur Ylfuson Sveinn Leifur Símonarson Sigurlaug Jóhanna Bergvinsdóttir og fjölsk. Steinn Símonarson Erla Gunnarsdóttir og fjölsk. Sigurjóna Símonardóttir og fjölsk. Margrét Ragnheiður Símonardóttir og fjölsk. Margrét Birna Valdimarsdóttir og fjölsk. Ólafur Hinrik Gunnarsson og fjölsk. Nanna Gunnarsdóttir og fjölsk. Baldur Gunnarsson og fjölsk. Sambýlismaður minn og bróðir okkar, ATLI MÁR KRISTJÁNSSON andaðist á Landspítalanum 26. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. maí kl 13.00. María Elísabet Jónsdóttir Kristjana E. Kristjánsdóttir Sesselja Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. Eiginkona mín, móðir okkar, amma, langamma og systir, HALLDÓRA BJARNADÓTTIR Kvígindisfelli, Tálknafirði, lést 27. apríl á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Minningarathöfn verður í Neskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar Magnús Guðmundsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Norðfirði, til heimilis að Snorrabraut 56b í Reykjavík, lést að kvöldi 30. apríl. Kolbrún Sigurðardóttir Guðlaugur Sigurðsson Alda Björk Skarphéðinsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Ágúst Ólafur Georgsson og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HILDIÞÓR KR. ÓLAFSSON, Árskógum 8, Reykjavík, lést mánudaginn 30. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin verður ekki auglýst. Anna Margrét Albertsdóttir María Hildiþórsdóttir Elísabet Hildiþórsdóttir Guðjón Baldursson Þórhildur Guðjónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.