Fréttablaðið - 15.11.2012, Side 2

Fréttablaðið - 15.11.2012, Side 2
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR2 VIÐSKIPTI Íslenska hugbúnaðar- fyrirtækið CCP hefur engin tengsl við félagið CCP Systems Ltd. sem fjallað hefur verið um í fjölmiðl- um síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. DV greindi frá því á mánudag að Jón Þorsteinn Jónsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Byrs, hefði flutt mörg hundruð millj- ónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi, með lánveitingum til erlenda félagsins CCP systems Ltd., í trássi við lög um gjaldeyr- ishöft. Jón Þorsteinn, sem nú afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsis- dóm á Kvíabryggju vegna Exeter- málsins svokallaða, hafnar hins vegar ásökununum. - mþl CCP fúlt með líkindi nafna: CCP ótengt Jóni Þorsteini SKATTAMÁL Fasteignagjöld af íbúð- ar- og atvinnuhúsnæði, vatns- skattur og sorphirðugjald lækka í Kópavogi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun ársins sem kynnt hefur verið í bæjarstjórn. Þá er gert ráð fyrir því að skuldir verði lækkaðar um ríflega tvo milljarða. „Það er tvennt sem ber hæst í þessari fjárhagsáætlun. Annars vegar er verið að hverfa af braut skattahækkana og skattar lækkað- ir. Hins vegar undirstrikast í þess- ari áætlun hversu sterk rekstrar- eining Kópavogsbær er,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri. Þ á s e g i r Ármann skatta- lækkanirn- ar hóflegar en leggur áherslu á að þarna sé sleginn nýr tónn og segir frekari skattalækkana að vænta á næstu árum verði svig- rúm til þeirra. Samkvæmt áætluninni verð- ur rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar 126 milljónir króna á næsta ári og veltufé frá rekstri 2.860 milljónir. Megnið af því verður notað til lækkunar skulda og er gert ráð fyrir því að hlutfall skulda bæjarins á móti rekstrartekjum lækki úr 244% í 206%. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að markmiðum áætlunarinn- ar eigi að ná með þéttu aðhaldi í rekstri bæjarins án þess þó að beita niðurskurði. Þá verða þjónustugjöld látin fylgja verðlagi. - mþl Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2013 gerir ráð fyrir að skuldir bæjarins verði greiddar niður um 2 milljarða: Skattar verða lækkaðir í Kópavogi á næsta ári ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Sýndarlækkanir Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs sendi frá sér yfirlýsingu þegar fjár- hagsáætlun meirihlutans lá fyrir. Þar segir að það veki athygli að á sama tíma og meirihlutinn tali um lækkun skatta séu þjónustugjöld á barnafjöl- skyldur aukin og sérkennsla skert. Þá segir í yfirlýsingunni að í ljósi hærra fasteignamats, nokkurrar verðbólgu og hækkun aukavatnsskatts sé í raun verið að framkvæma sýndarskatta- lækkanir. UPPBYGGING Mikið af húsnæðinu er í byggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FASTEIGNAMARKAÐUR Íbúðalána- sjóður átti í október 2.155 fulln- ustueignir [eign sem sjóðurinn hefur leyst til sín] á landinu öllu. Ástand þessara húseigna er mis- munandi, allt frá því að vera full- búnar í góðu ástandi yfir í að vera óíbúðarhæfar vegna aldurs og lélegs ástands. Elsta eign sjóðsins er frá árinu 1870 og sjóðurinn á 66 eignir sem byggðar eru fyrir árið 1932. Um helmingurinn, eða 1.037 eignir, er byggður á árunum 1997-2008. Íbúðalánasjóður hefur selt 555 íbúðir frá áramótum 2007/2008. - shá ÍLS á 2.155 húseignir: Elsta húsið frá miðri 19. öld LANDBÚNAÐUR Matvælastofnun hefur sent atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu tillögu um að öllum gripum sem greinst hafa með smitandi barkabólgu verði slátrað, en ákvörðun um frekari niðurskurð verði tekin á grundvelli niðurstaðna þeirra rannsókna sem nú standa yfir. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma er í hönd- um ráðherra að fyrirskipa ráðstafanir sem nauð- synlegar eru til að útrýma eða hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma, að fengnum tillögum Matvæla- stofnunar. Eins og greint hefur verið frá voru tekin sýni á öllum kúabúum á landinu og þau rannsökuð með tilliti til mótefna gegn nautgripaherpes- veiru. Engin mótefni fundust á öðrum en þeim tveimur búum sem sýkingin hafði þegar greinst á, eða á Egilsstöðum og Fljótsbakka á Fljótsdals- héraði. Í byrjun vikunnar voru tekin blóðsýni úr öllum gripum eldri en sex mánaða á Egilsstöðum og Fljótsbakka. Niðurstöður rannsókna á þeim munu væntanlega liggja fyrir í næstu viku, segir á vef Matvælastofnunar, sem hefur ásamt Lands- sambandi kúabænda og Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti haft samvinnu um aðgerðir vegna málsins. - shá Matvælastofnun telur nauðsynlegt að fella gripi sýkta af smitandi barkabólgu: Vilja að sýktir gripir verði felldir Í HAGA Sýnt er að á fjórða tug gripa verður felldur vegna sýkingarinnar. ÖRYGGISMÁL Hjálparsveit skáta Hveragerði hefur í haust, í sam- starfi við Hveragerðisbæ, sveit- arfélagið Ölfus og fleiri, unnið að auknu öryggi á gönguleiðinni um Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Ákveðið var að laga göngustíga, merkja betur hættur, gera göngu- brýr, fjölga stikum og númera þær. Merkingar stikanna eru hugs- aðar þannig að ef einhver slasast þá er hægt að gefa upp númer á næstu stiku. Þannig fæst strax nákvæm staðsetning sem auð- veldar skipulagningu og vinnu viðbragðsaðila. Einnig getur þetta hjálpað til ef fólk villist í dalnum. Hluta verkefnisins er lokið og verður áfram unnið að því í vetur og næsta sumar. - shá Númera stikur til öryggis: Öruggari leið um Reykjadal NÁTTÚRA Tveir sérfræðingar Nátt- úrufræðistofnunar Íslands (NÍ) hafa miklar efasemdir um boðaðar aðgerðir Skógræktar ríkisins til að hefta útbreiðslu lúpínu í Þórsmörk með því að dreifa áburði á lúpínu- breiður. Þeir birtu grein á heima- síðu NÍ á þriðjudag þessa efnis. Sérfræðingur Skógræktarinnar svaraði í grein á sinni heimasíðu í gær þar sem fast er skotið til baka. Það eru þeir Borgþór Magn- ússon, forstöðumaður vistfræði- deildar, og Sigurður H. Magnús- son gróðurvistfræðingur sem rita greinina á heimasíðu NÍ. Þeir telja allar líkur á að aðgerðir Skógrækt- arinnar muni mistakast og afleið- ingin verði í raun sú að lúpína muni dreifast um víðáttumikið, skóglaust land á Þórsmerkursvæðinu. Þar muni hún leika lykilhlutverk í gróð- urframvindu og breyta náttúrufari til langframa. Grein þeirra Borg- þórs og Sigurðar ber heitið Er Þórs- mörk einkamál Skógræktarinnar? Málið snýst um áform Skógrækt- arinnar að dreifa áburði á lúpínu- breiður til að flýta fyrir hnignun þeirra og stuðla þannig að uppvexti birkiskógar og annars gróðurs, en einnig um tilraunir til að halda lúpínu í skefjum með illgresiseyði sem þeir telja mögulegt. Þetta hafi Skógræktin hins vegar þvertekið fyrir þrátt fyrir notkun á illgres- iseyði annars staðar, og spyrja hverju sæti. Hreinn Óskarsson, skógarvörð- ur Skógræktarinnar á Suðurlandi, birti í gær langa úttekt á heimasíðu stofnunarinnar vegna skrifa þeirra Borgþórs og Sigurðar. Hann segir gagnrýni þeirra „líklega byggða á misskilningi“ og vill leiðrétta villur í málflutningi þeirra. Um eitrunartilraunir segir Hreinn að tekist hafi að drepa gamlar lúpínuplöntur, en einn- ig annan gróður. Vorið eftir hafði fjöldi smáplantna af lúpínu vaxið upp á svæðinu en lítið var eftir af samkeppnisgróðri. Því sé óskiljan- legt hvað býr að baki fullyrðingu Borgþórs og Sigurðar um að hægt sé að halda plöntunni í skefjum án þess að drepa staðargróður. Hann lýsir því að Skógræktin ætli að mynda kjarrbelti úr birki- nýgræðingum með áburðargjöf, en segir þá hugmynd sprottna beint „af viskubrunni Borgþórs og Sig- urðar“, og vísar í skýrsluskrif þeirra. Til að svara spurningu sem sett er fram í fyrirsögn greinar Borg- þórs og Magnúsar vísar hann í samstarf við fjölda aðila og segir að svarið sé því neitandi; Þórsmörk sé ekki einkamál Skógræktarinn- ar heldur sameign þjóðarinnar og heiður að bjóða þangað velkomna gesti, „án þess að hafa áhyggjur af áhrifum eiturefnanotkunar á heilsu þeirra og lífríki Þórsmerk- ur“. svavar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Takast á um lúpínu- dráp á heimasíðum Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar ríkisins eru komnir í hár saman vegna aðferðafræðinnar við lúpínudráp í Þórsmörk. Heimasíður stofn- ananna tveggja eru vettvangur þessara skoðanaskipta sem eru óvægin. SAMKEPPNI Skrifin hverfast um aðferðafræði við að halda lúpínu í Þórsmörk í skefjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðríður, munið þið framvegis bjóða upp á svanakjöt? „Ætli það. Hugsanlega ef gestirnir verða mjög svan-gir.“ Guðríður M. Jóhannesdóttir er fram- kvæmdastjóri Nauthóls en Nauthóll varð í vikunni fyrsta íslenska veitingahúsið til að fá norrænu Svans-umhverfisvottunina. Þess má geta að svanakjöt er talið herra- mannsmatur í Englandi. KJARAMÁL Alþýðusamband Íslands ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna skatt- lagningar á lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnu- markaði. ASÍ segir að þessi skattlagning brjóti gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar og því sé óhjákvæmi- legt annað en að miðstjórn ASÍ láti reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum. Jafnframt hvetur miðstjórn ASÍ lífeyrissjóðina til að skoða lögfræðilega hvort forsendur eru fyrir því að fá dómstóla til að skera úr um ágreining varð- andi samkomulag fjármálaráð- herra við lífeyrissjóðina frá því í febrúar um þátttöku þeirra í sérstökum gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands. - jhh ASÍ í mál við íslenska ríkið: Skattlagning brjóti gegn jafnræðisreglu Lúpína hefur dreifst yfir um 2-3 hektara lands í Þórsmörk og vex oftast með birki, víði og öðrum hávaxnari gróðri. Úttekt frá 2011 sýnir að birkiskógar vaxa í dag á um 1.500 hekturum lands á Þórs- merkursvæðinu. Lúpína á tveimur til þremur hekturum lands

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.