Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 2
15. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR2 VIÐSKIPTI Íslenska hugbúnaðar- fyrirtækið CCP hefur engin tengsl við félagið CCP Systems Ltd. sem fjallað hefur verið um í fjölmiðl- um síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. DV greindi frá því á mánudag að Jón Þorsteinn Jónsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Byrs, hefði flutt mörg hundruð millj- ónir króna í erlendum gjaldeyri frá Íslandi, með lánveitingum til erlenda félagsins CCP systems Ltd., í trássi við lög um gjaldeyr- ishöft. Jón Þorsteinn, sem nú afplánar fjögurra og hálfs árs fangelsis- dóm á Kvíabryggju vegna Exeter- málsins svokallaða, hafnar hins vegar ásökununum. - mþl CCP fúlt með líkindi nafna: CCP ótengt Jóni Þorsteini SKATTAMÁL Fasteignagjöld af íbúð- ar- og atvinnuhúsnæði, vatns- skattur og sorphirðugjald lækka í Kópavogi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun ársins sem kynnt hefur verið í bæjarstjórn. Þá er gert ráð fyrir því að skuldir verði lækkaðar um ríflega tvo milljarða. „Það er tvennt sem ber hæst í þessari fjárhagsáætlun. Annars vegar er verið að hverfa af braut skattahækkana og skattar lækkað- ir. Hins vegar undirstrikast í þess- ari áætlun hversu sterk rekstrar- eining Kópavogsbær er,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri. Þ á s e g i r Ármann skatta- lækkanirn- ar hóflegar en leggur áherslu á að þarna sé sleginn nýr tónn og segir frekari skattalækkana að vænta á næstu árum verði svig- rúm til þeirra. Samkvæmt áætluninni verð- ur rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar 126 milljónir króna á næsta ári og veltufé frá rekstri 2.860 milljónir. Megnið af því verður notað til lækkunar skulda og er gert ráð fyrir því að hlutfall skulda bæjarins á móti rekstrartekjum lækki úr 244% í 206%. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að markmiðum áætlunarinn- ar eigi að ná með þéttu aðhaldi í rekstri bæjarins án þess þó að beita niðurskurði. Þá verða þjónustugjöld látin fylgja verðlagi. - mþl Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2013 gerir ráð fyrir að skuldir bæjarins verði greiddar niður um 2 milljarða: Skattar verða lækkaðir í Kópavogi á næsta ári ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Sýndarlækkanir Minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs sendi frá sér yfirlýsingu þegar fjár- hagsáætlun meirihlutans lá fyrir. Þar segir að það veki athygli að á sama tíma og meirihlutinn tali um lækkun skatta séu þjónustugjöld á barnafjöl- skyldur aukin og sérkennsla skert. Þá segir í yfirlýsingunni að í ljósi hærra fasteignamats, nokkurrar verðbólgu og hækkun aukavatnsskatts sé í raun verið að framkvæma sýndarskatta- lækkanir. UPPBYGGING Mikið af húsnæðinu er í byggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FASTEIGNAMARKAÐUR Íbúðalána- sjóður átti í október 2.155 fulln- ustueignir [eign sem sjóðurinn hefur leyst til sín] á landinu öllu. Ástand þessara húseigna er mis- munandi, allt frá því að vera full- búnar í góðu ástandi yfir í að vera óíbúðarhæfar vegna aldurs og lélegs ástands. Elsta eign sjóðsins er frá árinu 1870 og sjóðurinn á 66 eignir sem byggðar eru fyrir árið 1932. Um helmingurinn, eða 1.037 eignir, er byggður á árunum 1997-2008. Íbúðalánasjóður hefur selt 555 íbúðir frá áramótum 2007/2008. - shá ÍLS á 2.155 húseignir: Elsta húsið frá miðri 19. öld LANDBÚNAÐUR Matvælastofnun hefur sent atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu tillögu um að öllum gripum sem greinst hafa með smitandi barkabólgu verði slátrað, en ákvörðun um frekari niðurskurð verði tekin á grundvelli niðurstaðna þeirra rannsókna sem nú standa yfir. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma er í hönd- um ráðherra að fyrirskipa ráðstafanir sem nauð- synlegar eru til að útrýma eða hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma, að fengnum tillögum Matvæla- stofnunar. Eins og greint hefur verið frá voru tekin sýni á öllum kúabúum á landinu og þau rannsökuð með tilliti til mótefna gegn nautgripaherpes- veiru. Engin mótefni fundust á öðrum en þeim tveimur búum sem sýkingin hafði þegar greinst á, eða á Egilsstöðum og Fljótsbakka á Fljótsdals- héraði. Í byrjun vikunnar voru tekin blóðsýni úr öllum gripum eldri en sex mánaða á Egilsstöðum og Fljótsbakka. Niðurstöður rannsókna á þeim munu væntanlega liggja fyrir í næstu viku, segir á vef Matvælastofnunar, sem hefur ásamt Lands- sambandi kúabænda og Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti haft samvinnu um aðgerðir vegna málsins. - shá Matvælastofnun telur nauðsynlegt að fella gripi sýkta af smitandi barkabólgu: Vilja að sýktir gripir verði felldir Í HAGA Sýnt er að á fjórða tug gripa verður felldur vegna sýkingarinnar. ÖRYGGISMÁL Hjálparsveit skáta Hveragerði hefur í haust, í sam- starfi við Hveragerðisbæ, sveit- arfélagið Ölfus og fleiri, unnið að auknu öryggi á gönguleiðinni um Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Ákveðið var að laga göngustíga, merkja betur hættur, gera göngu- brýr, fjölga stikum og númera þær. Merkingar stikanna eru hugs- aðar þannig að ef einhver slasast þá er hægt að gefa upp númer á næstu stiku. Þannig fæst strax nákvæm staðsetning sem auð- veldar skipulagningu og vinnu viðbragðsaðila. Einnig getur þetta hjálpað til ef fólk villist í dalnum. Hluta verkefnisins er lokið og verður áfram unnið að því í vetur og næsta sumar. - shá Númera stikur til öryggis: Öruggari leið um Reykjadal NÁTTÚRA Tveir sérfræðingar Nátt- úrufræðistofnunar Íslands (NÍ) hafa miklar efasemdir um boðaðar aðgerðir Skógræktar ríkisins til að hefta útbreiðslu lúpínu í Þórsmörk með því að dreifa áburði á lúpínu- breiður. Þeir birtu grein á heima- síðu NÍ á þriðjudag þessa efnis. Sérfræðingur Skógræktarinnar svaraði í grein á sinni heimasíðu í gær þar sem fast er skotið til baka. Það eru þeir Borgþór Magn- ússon, forstöðumaður vistfræði- deildar, og Sigurður H. Magnús- son gróðurvistfræðingur sem rita greinina á heimasíðu NÍ. Þeir telja allar líkur á að aðgerðir Skógrækt- arinnar muni mistakast og afleið- ingin verði í raun sú að lúpína muni dreifast um víðáttumikið, skóglaust land á Þórsmerkursvæðinu. Þar muni hún leika lykilhlutverk í gróð- urframvindu og breyta náttúrufari til langframa. Grein þeirra Borg- þórs og Sigurðar ber heitið Er Þórs- mörk einkamál Skógræktarinnar? Málið snýst um áform Skógrækt- arinnar að dreifa áburði á lúpínu- breiður til að flýta fyrir hnignun þeirra og stuðla þannig að uppvexti birkiskógar og annars gróðurs, en einnig um tilraunir til að halda lúpínu í skefjum með illgresiseyði sem þeir telja mögulegt. Þetta hafi Skógræktin hins vegar þvertekið fyrir þrátt fyrir notkun á illgres- iseyði annars staðar, og spyrja hverju sæti. Hreinn Óskarsson, skógarvörð- ur Skógræktarinnar á Suðurlandi, birti í gær langa úttekt á heimasíðu stofnunarinnar vegna skrifa þeirra Borgþórs og Sigurðar. Hann segir gagnrýni þeirra „líklega byggða á misskilningi“ og vill leiðrétta villur í málflutningi þeirra. Um eitrunartilraunir segir Hreinn að tekist hafi að drepa gamlar lúpínuplöntur, en einn- ig annan gróður. Vorið eftir hafði fjöldi smáplantna af lúpínu vaxið upp á svæðinu en lítið var eftir af samkeppnisgróðri. Því sé óskiljan- legt hvað býr að baki fullyrðingu Borgþórs og Sigurðar um að hægt sé að halda plöntunni í skefjum án þess að drepa staðargróður. Hann lýsir því að Skógræktin ætli að mynda kjarrbelti úr birki- nýgræðingum með áburðargjöf, en segir þá hugmynd sprottna beint „af viskubrunni Borgþórs og Sig- urðar“, og vísar í skýrsluskrif þeirra. Til að svara spurningu sem sett er fram í fyrirsögn greinar Borg- þórs og Magnúsar vísar hann í samstarf við fjölda aðila og segir að svarið sé því neitandi; Þórsmörk sé ekki einkamál Skógræktarinn- ar heldur sameign þjóðarinnar og heiður að bjóða þangað velkomna gesti, „án þess að hafa áhyggjur af áhrifum eiturefnanotkunar á heilsu þeirra og lífríki Þórsmerk- ur“. svavar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Takast á um lúpínu- dráp á heimasíðum Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar ríkisins eru komnir í hár saman vegna aðferðafræðinnar við lúpínudráp í Þórsmörk. Heimasíður stofn- ananna tveggja eru vettvangur þessara skoðanaskipta sem eru óvægin. SAMKEPPNI Skrifin hverfast um aðferðafræði við að halda lúpínu í Þórsmörk í skefjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðríður, munið þið framvegis bjóða upp á svanakjöt? „Ætli það. Hugsanlega ef gestirnir verða mjög svan-gir.“ Guðríður M. Jóhannesdóttir er fram- kvæmdastjóri Nauthóls en Nauthóll varð í vikunni fyrsta íslenska veitingahúsið til að fá norrænu Svans-umhverfisvottunina. Þess má geta að svanakjöt er talið herra- mannsmatur í Englandi. KJARAMÁL Alþýðusamband Íslands ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna skatt- lagningar á lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnu- markaði. ASÍ segir að þessi skattlagning brjóti gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar og því sé óhjákvæmi- legt annað en að miðstjórn ASÍ láti reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum. Jafnframt hvetur miðstjórn ASÍ lífeyrissjóðina til að skoða lögfræðilega hvort forsendur eru fyrir því að fá dómstóla til að skera úr um ágreining varð- andi samkomulag fjármálaráð- herra við lífeyrissjóðina frá því í febrúar um þátttöku þeirra í sérstökum gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands. - jhh ASÍ í mál við íslenska ríkið: Skattlagning brjóti gegn jafnræðisreglu Lúpína hefur dreifst yfir um 2-3 hektara lands í Þórsmörk og vex oftast með birki, víði og öðrum hávaxnari gróðri. Úttekt frá 2011 sýnir að birkiskógar vaxa í dag á um 1.500 hekturum lands á Þórs- merkursvæðinu. Lúpína á tveimur til þremur hekturum lands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.