Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Blaðsíða 2
22. febrúar n.k., á afmælisdegi Baden Powell, verður skátahreyfingin á Islandi 80 ára Fjölbreytt skátadagskrá í Hafnarf irði á 67 ára afmæli Hraunbúa á laugardag Skátar um allan heim halda 22. febrúar ár hvert hátíðlegan til að minnast fæðingardags stofnanda skátahreyfingarin- nar, Baden Powell. Skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirði heldur ennfremur þennan dag upp á 67 ára afmæli sitt og Bandalag ís- lenskra skáta er 80 ára á þessu ári. I tilefni af því er ýmislegt á döfinni hjá skátahreyfíngunni. Mikið starf er framundan hjá Hraunbúum og hafa þeir því ráðið framkvæmdastjóra. Til starfans var ráðin Ása María Valdimarsdóttir, kennari og fararstjóri. Ása María Valdimarsdóttir, nýr framkvœmdastjóri Hraunbúa. Dagskrá skátadagsins 22. febr- úar, scm er á I augardag, er fjölbrey tt og allir yngri og eldri skátar, sem og allir aðrir velkomnið að taka þátt í öllum dagskrárliðum. Dagskráin er sem hér segir: kl. 14.30 Skátavígsla og hátíð- lesið blað Glaðningur vikunnar Eftirtalinn áskrifandi Fjarðarpóstsins fær heimsenda ókeypis 16 tommu pizzu að eigin vali, ásamt einum og hálfum líter af Coke. Gildir til 27. febr. n.k. Ingigeröur Eyjólfsdóttir Hrafnistu 2. hæð Undi.r aafli Skátastarfið er engu líkt, það vita þeir best sem reynt bafa. arstund í Fríkirkjunni. Að athöfn lokinni er gengið fylktu liði til skátaheimilisins Hraunbyrgis við Hraunbrún. Kl. 16.00 Skátar að störfum í Hraunbyrgi, m.a. verður mynda- sýning, hnútakeppni, ekta skáta- kakó og ýmislegt fleira. Kl. 17.00 Kvöldvaka á Hraun- byrgisloftinu, eins og skátum er einum lagið. Kl. 18.00 Gengið niður á Skátavelli áVíðistaðatúniþarsem hefst táknræn athöfn vegna 80 ára afmælis BÍS. Tendraður verður skátaeldur, ávarp frá skátahöfð- ingja, afmælisöngurinn sunginn og að lokum verður skotið upp 80 flugeldum. Þess má geta, að sams konar athöfn og haldin verður á Víði- staðatúni verður á sama tíma á öllu landinu, þar sem skátafélög eru starfandi og verður því víða skotið upp 80 flugeldum á laugardags- kvöld, einum fyrir hvert skátaár. Mikið starf er framundan hjá Hraunbúum, bæði vegna afmælis- árs BÍS og einnig hyggjast Hraun- búar færa út kvíamar og efla starfsemina. í því skyni hefur hinn nýi framkvæmdastjóri verið ráð- inn. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér starfsemina á skátadaginn en í skátastarfi hafa fjölmargir fengið gott vegarnesti út í lífið. Núverandi félagsforingi Hraunbúa er Pétur Már Sigurðsson. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri Ungur maður á uppleið upp á líf og dauða Það virðist vera að sannasl á Guðmundi Árna Sletáns- syni að ungum mönnum á uppleið getur verið banvsnt að staldra of lengi við. Þrjú. fjógur eða i hæsta lagi fimm ár eru hámarkstimi á hverj- „Hann hefur um tvo kosti að velja; að reyna að sigra í formannskosn- ingum eða bœjarstjórnar- kosningum. Hann mun velja fyrri kostinn “ um stað Ef þeir komast ekki áfram eftir þann tima er hætt við að þeir verði afhjúpaðir. Að fyrirheitin sem fylgdu þeim séu bara fyrirheit. Oruggasta leiðin fyrir unga menn sem þrá metorð er að byrja af krafti i nýju starfi. Tala hátt og mikið um breyt- ingar. Vella við fáeinum stein- um. Breyta i smáu. Og drifa sig burt áður en reynsla kemst á breytingarnar Láta aðra sitja i súpunni (Sú súpa er oft sæt fyrir annan mann á uppleið sem getur tekið til hendinni. velt við steinum. meirihlutanum i Firðinum verður markaður ósigrinum það sem eftir er. Þá skiptir engu þótt sá hinn sami hafi upphaflega unnið hann. Þess vegna þarf Guðmund- ur Arni að komast á þing án þingkosninga Og að þvi vinnur hann Ein aðferðin er að fella Jón Baldvin sem formann flokks- ins. Ekki er þolandi að for- maður flokksins sé utan þings og því yrði einhver þriggja þingmanna Reykja- ness að vikja til að Guðmund- ur Árni kaemist inn. En það er hæpið að oft á tiðum almenn óánaegja með Jón Baldvin innan Alþýðuflokksins naegi til að Guðmundur felli hann Þótt Jón skipti sér nánast ekkert af flokknum þarf meira en lítið að ganga á til að flokksmenn felli formann sem helur haldið flokknum i stjórn siðan 1987 og mun sjálfsagt halda þvi áfram næslu árin Önnur aðferð er að grafa undan Jóni Sigurðssym á Reykjanesi Hengja hann fvr- ir álvcrsleysið og koma þvi þannig fyrir að honum verði ekki stælt á að fara altur i framboð og flýi i Seðlabank- ann. Þriðja aðferðin cr að vonast eltir því að Karl Stein- ar gefist upp á fjárveitinga nefnd og öðrum önnum i þinginu og viki Þessar tvær siðasttöldu aðferðir eru Irek- ar draumar en raunhæfir Fjiv.n al bessum leiðum cr GAFLARIVIKUNNAR: - GuðmundurArni uppáhaldsstjórnmálamaður Fullt nafn? Þórður Halldór Jóhannsson. Fæðingardagur? 28. sept. 1960. Fæðingarstaður? Sólvangi, Hafnarfirði. Fjölskylduhagir? Kvæntur Jóhönnu Stefánsdóttur, eittbam Hulda Guðbjörg. Bifreið? Mitsubitsi. Starf? Sjómaður. Fyrri störf? Hef unnið alla tíð ásjó. Helsti veikleiki? Video og góður matur. Helsti kostur? Traustur vinur. Uppáhaldsmatur? Hamborg- arahryggur. Versti matur sem þú færð? Súrt slátur. Uppáhaldstónlist? Die Straight. Uppáhaldsíþróttamaður? Hermann Freyr bróðir minn í Haukum. Hvaða stjórnmálamanni hef- ur þú mestar mætur á? Guðmundi Áma. Hvert er eftirlætissjón- varpsefnið þitt? Booker. Hvaða sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Enskir fram- haldsþættir. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Sigmundur Em- Uppáhaldsleikari? Kevin Costn- er. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Dansað við úlfa. Hvað gerir þú í frístundum þín- um? Fer með fiölskylduna í bíltúr. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þórsmörk. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarlega framkomu. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Slæm framkoma og lygar. Hvaða persónu langar þig mest að hitta og hvers vegna? Vigdísi forseta, því ég held mikið upp á hana. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Allt. Hvað myndir þú vilja í afmæl- isgjöf? Video Camera. Ef þú ynnir 2 millj. kr. í happa- drætti, hvernig myndir þú verja þeim? Myndi eyða einni milljón í skuldir, afganginum í íbúð og fjölskylduna. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndir þú helst viija vera? I kvennaklefanum í sundi. Ef þú værir í spurningakeppni, hvaða sérsvið myndir þú velja þér? Sjómennsku. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Slappa af í faðmi fjölskyld- unnar. Hvaðmyndirþúgera,efþúværir brandarinn þinn? Af hverju bæjarstjóri í einn dag? Afnema læðast Hafnfirðingar fram hjá útsvar og lækka fasteignagjöldin. apótekinu? Til að vekja ekki Uppáhalds Hafnarfjarðar- svefntöflumar. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.