Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Blaðsíða 4
FJflRMR pösturtnn Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: FRlÐA PROPPÉ Auglýsingastjóri: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR íþróttir: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON Dreifingarstjóri: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR Ljósmyndir og útlit: FJARÐARPÓSTURINN Innheimtustjóri: INGA JÓNA SIGURÐARDÓTTIR Prentvinnsla: GUÐMUNDUR STEINSSON og BORGARPRENT Skrifstofa Fjaröarpóstsins er aö Bæjarhrauni 16, 3. hæö, Póstfang 220. Hafnarfirði. Opiö er alla virka daga frá kl. 10-17. Sfmar: 651945, 651745, FAX: 650745. Fjaröarpósturinn er aöili aö Samtökum bæjar- og héraösfréttablaöa. Svört skýrsla Umferðarráðs Ársskýrsla Umferöarráös um umferðarslys er ætíö ömurleg lesning. Ef viö lítum afmarkaö á Hafnarfjörð í þessari skýrslu þá hefur umferðarslysum í raun fækkaö á milli ára, þ.e. úr 402 í 351, en í móti fjölgaði slösuð- um vegfarendum. Á sl. ári slösuöust 92 á móti 71 áriö áöur. Meiri háttar meiðsli uröu í 13 umferðarslysum á móti 9 áriö 1990. Þá létust fjórir á sl. ári í staö eins áriö 1990. Þetta þýöir, aö þrátt fyrir færri umferðarslys eru þau alvarlegri, sem eru ekki góð tíðindi. Langflest umfeörarslys verða, aö sögn Sigurðar Helgasonar hjá Umferöarráöi, vegna mannlegra mis- taka. Túlka má niðurstöðurnar á þann veg, aö hraðinn í umferöinni hafi aukist. Ekki er laust viö, aö viö verðum þessa vör í umferðinni. Þaö getur veriö gott aö staldra viö og skoöa þessar tölur, því enginn veit hver verður næstur á þessum Ijóta lista yfir „lítiö“ og „mikið slasaöa," eins og þaö er orðað I skýrslunni, aö ógleymdum þeim sem láta lífið vegna aðgæsluleysis í örskotsstund. Furðuleg alþjóðleg samskipti Þau opinberu samskipti sem leiðarahöfundur hefur kynnst milli íslenskrar þjóöar og erlendra, hefur ætíö einkennst af kurteisi og gangkvæmri virðingu. Þaö var, svo dæmi sé tekið, stórkostleg upplifun aö vera viö- stadduropinberaheimsóknfrúVigdísarFinnbogadóttur, forseta íslands, á erlendri grund. Öll sú verðskuldaða viröing og kurteisi, sem þjóðarleiðtogi okkar naut og nýtur hvar sem hún ferðast opinberlega erlendis hlýjar og eflir þjóðarstoltið. Nú bregöur ööru vísi viö. Móttökur þær sem for- sætisráðherra íslensku þjóöarinnar, Davíö Oddsson, hlaut í ísrael er hreinn dónaskapur. Hér skal enginn dómur lagður á nær hálfrar aldar atburði, sem varöa sakleysi eöa sekt íslensks ríkisborgara. Aftur á móti skal hér hreinlega fordæmt, hvernig Israelar taka á móti leiötoga íslensku þjóöarinnar. Þannig getur engin þjóö tekið í móti gestumsínum. Hérbýreitthvað aöbaki, sem viö þurfum aö skoöa betur. Eggjakast og skítlegt eðli Fjaröarpósturinn undrast aö fólk skuli vera undrandi yfir því aö unglingar skuli láta sér detta í hug að kasta eggjum í ráöherra íslensku ríkisstjórnarinnar. Á meðan kjörnir alþingismenn íslensku þjóöarinnar koma fram fyrir alþjóð í ræöustóli á alþingi og nota lýsingarorð eins og „skítlegt eöli“ er ekkert undarlegt viö þaö aö virðingu þjóöarinnar fyrir þeim sömu mönnum hraki. Þaö er sífellt rætt um minnkandi viröingu fyrir alþingi og ráðamönnum. - Leiötogar þjóöarinnar geta varla vænstviröingaraf hálfu þjóöarinnarásamatímaog þeir bera slíka lítilsvirðingu á torg, jafnt fyrir störfum sínum og sjálfum sér. í andlitsbaði hjá Rósu á Snyrtistofunni Rósu í Miðvangi: Góð leið til þess að láta sér líða vel Margir fínna fyrir þreytu í skammdeginu. Það getur verið erfitt að hafa sig á fætur á morgnana í kulda og myrkri. Oft er gott við þessar kringumstæður að líta á björtu hliðarnar, en þær eru m.a., að dagarnir lengjast sí- fellt, framundan er vorið og sumarið. Fólk notar ýmsar aðferðir til að gera sér dagana léttari og vera betur á sig komið fyrir vorið og sumarið. Heilsuræktarstöðvarnar eru fullar af fólki, sífellt fleiri stunda sund og skokk. Fólk er almennt orðið meðvitaðra um samspil líkamlegrar og andlegrar líðanar.Fyrir þá sem ekki hafa burði eða getu til að stunda erfiðar líkamsæfingar eru einnig til leiðir til að hressa upp á líkamann og um leið sálartetrið. A snyrti- stofum er t.d. hægt að fá ýmis konar þjónustu sem veitir slökun, aukið sjálfstraust og þar af leiðandi betri líðan. Rósa Jónasdóttir, snyrtifræðingur, sem til skamms tíma rak snyrtivöruverslunina Dísellu í Miðvangi, rekur nú Snyrtistofu Rósu, sem einnig er í Miðvangi. Til að gefa lesendum ofurlitla innsýn í þessa tegund slökunar, bauð hún tveimur blaðamönnum Fjarðarpóstsins í andlitsbað í síðustu viku. Þess má geta að þetta var ný reynsla fyrir báða blaðamennina vöðvar í andliti, t.d. í kringum kjálka, stífna, er þetta stórkostleg meðferð, einnig er þetta góð aðferð gegn vöðvabólgu íherðum. Nuddið fær blóðstreymið fram í húðina og örvar efnaskipti. Afslöppun og slökun, sem leiðir niður bak og handleggi, er árangurinn. - Að loknu nuddinu er settur á „maski“, sem hreinsar vel upp úr húðinni t.d. húðorma, sem oft vilja sækja á nef og aðra viðkvæmahluta andlits. „Maskinn“, semekkiergott aðfinnaíslensktorðyfir,virtisteins og hvert annað krem, en hann gefur húðinni líf og er rakagefandi. Maskinn harðnaði ekki, og lét Rósa hann vera á húðinni í 20 mínútur. Þessar 20 mínútur er unnt að ná mjög góðri slökun, jafnvel sofna fyrir þá sem það kjósa. Að lokum er „maskinn“ hreins- aður af húðinni og sett á hana nærandi krem. Nú er andlitið tilbúið Rósa tók af sinni alkunnu alúð á móti okkur. Dúðaðar teppum í þægilegum stól fengum við síðan meðhöndlun á húðinni í andliti, hálsi, herðum og bringspölum. Fyrst er húðin hreinsuð með hreinsimjólk og andlitsvatni. Þá eru hár fjarlægð, ef með þarf. Til þess er notað vax úr náttúruefnum. Því er rúllað á með þar til gerðri rúllu. Tilheyrandi renningur er lagður ofan á, sem síðan er rifinn upp og hárin fylgja með. Þetta vax er einnig hægt að nota á fótleggi og aðra staði líkamans. Það hefur það fram yfir rakvélar og plokkara, að ekki myndast gróf hárrót. Gott gegn vöövabólgu Að lokinni þessari meðhöndlun var húðin nærð og hituð og þvínæst hófst besti hlutinn, en það er nuddið. Rósa nuddaði húðina á fagmannlegan hátt og notaði til þess olíu með orkideum. Þeir sem kannast við þá tegund streitu, að Rósci Jónasdóttir á snyrtistofu sinni, en á efri myndinni er Rósa að setja á maska. 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.